Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.2011, Blaðsíða 21
Fréttir / Fimmtudagur 8. desember 2011
21
sins - Starfar í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn:
fyrirtæki landsins
tusra hótana stjórnvalda
Það var mikið um dýrðir í Akóges
þar sem ísfélag Vestmannaeyja
minntist þess að 110 ár voru frá
stofnun félagsins, fimmtudaginn 1.
desember sl. fsfélagið, sem er elsta
starfandi hlutafélag landsins, var
stofnað 1. desember árið 1901. Var
það og er eitt af stærstu fyrir-
tækjum landsins í sjávarútvegi í
dag. Við þetta tækifæri voru starfs-
menn heiðraðir fyrir langan starfs-
aldur hjá félaginu og 21 félag og
stofnanir fengu styrki í tilefni
afmælisins.
„Við erum um þessar mundir að
fagna einstökum atburði, sem er að
félagið okkar, Isfélag Vestmanna-
eyja varðl 10 ára þann 1. desember
sí. Ekkert íslenskt hlutafélag hefur
náð slíkum aldri sem gerir okkur
einstök," sagði Stefán Friðriksson,
framkvæmdastjóri þegar hann
ávarpaði starfsfólk og gesti í
afmælishófinu.
„Það er reyndar vel við eigandi að
það félag sem nær þessum árangri
fyrst íslenskra hlutafélaga skuli
starfa í sjávarútvegi og vera auk
þess upprunnið í Vestmannaeyjum
og það skuli kenna sig við
Vestmannaeyjar eins og Isfélagið
hefur ávallt gert,“ bætti Stefán við.
ísfélagið starfar einnig á Þórshöfn
þar sem boðið var til veislu á sjálf-
an afmælisdaginn. „Þar buðum við
bæjarbúum til kaffisamsætis.
Sýndist okkur að um 220 manns
væru þar mættir í hátíðarskapi eða
tæplega 60% bæjarbúa. Töldu
heimamenn að ekki hefði verið
haldin á Þórshöfn fjölmennari
samkoma.
Þótti mér sérstaklega vænt um að
varaformaður og framkvæmdastjóri
verkalýðsfélagsins, Krístín
Kristjánsdóttir, skyldi stíga á stokk
og færa ísfélaginu sérstakar þakkir.
Ég átti að skila til Vestmannaeyja
hennar bestu kveðjum og þökkum
fyrir aðkomu ísfélagsins að at-
vinnuuppbyggingu á Þórshöfn og
skal það hér með gert. Færði hún
félaginu auk þess gjafir verkalýðs-
félagsins."
Þegar ísfélagið var stofnað fyrir
110 árum var meginverkefnið
rekstur frosthúss til varðveislu
beitu, en línuveiðum höfðu þá
nýverið vestmanneyskir sjómenn
kynnst á Austfjörðum. „Síðan eru
liðin 110 ár og ísfélaginu hefur
vaxið ásmegin. Félagið er nú
sýnist mér þriðja stærsta sjávar-
útvegsfyrirtæki á íslandi, sé tekið
tillit til fjárhagslegrar getu og
styrks. Félagið hefur aldrei í sögu
sinni verið öflugra en einmitt nú og
væri tilbúið til enn frekari sóknar
og stækkunar ef aðstæður leyfðu.
Við hins vegar þurfum að þola
hömlulausar hótanir stjómvalda um
að rekstrargrundvellinum verði
kippt undan okkur í einu vetfangi
en allur okkar rekstur og allar
okkar fjárfestingar byggjast vita-
skuld á því lagaumhverfi sem
stjómvöld á hverjum tíma hafa
skapað okkur,“ sagði Stefán og
hvatti fólk þrátt fyrir þetta til að
horfa bjartsýnt til framtíðar.
„Eigendur og stjómendur
Isfélagsins ætla sér ekki annað en
félagið verði áfram burðarás í
atvinnulífi Vestmannaeyja.
Við höfum notið þess að starfsfólk
Isfélagsins hefur sýnt félaginu
mikla trúfestu. Það munum við sjá
á eftir þegar við afhendum góðum
hópi fólks þakklætisvott fyrir lang-
an starfsaldur,“ sagði Stefán.
Eftir að Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson, stjómarformaður, hafði
ávarpað gesti var boðið upp á
veitingar sem Líknarkonur höfðu
veg og vanda af.
Stórsveit Tónlistarskólans lék
nokkur lög. og það gerðu líka
Védís Guðmundsdóttir og Ásta
María Harðardóttir sem léku á
þverflautur.
Ennfremur fengu forráðamenn
félaga og samtaka gjafabréf sem
hljóða upp á styrki Isfélagsins þeim
til handa í tilefni tímamótanna.
ÁSTA MARÍA og Védís Iéku á þverflautur.
HÖRÐUR og Martin Eyjólfsson.
ÞRJÁTÍU ÁRA starfsmenn, Almar Hjarðar, Tómas Jóhannesson og Haraldur Halldórsson sem tók við
viðurkenningunni f.h. föður síns, Halldórs Haraldssonar.
FJÖLMENNI var í afmælisveislu ísfélagsins á Þórshöfn.
Tuttugu og einn hlaut styrk
-Fimmtán í Eyjum og sex á Þórshöfn
Vestmannaeyjar:
Krabbavöm Vestmannaeyjum
Björgunarfélag Vestmannaeyja
Slysvamadeildin Eykyndill
Kvenfélagið Líkn
Vestmannaeyjadeild RKÍ
Hjálparstarf kirkjunnar í Vestm.eyjum
Þroskahjálp Vestmannaeyjum
íþróttafélagið Ægir
Big Band Vestmannaeyja
Skólalúðrasveit Vestmannaeyja
Lúðrasveit Vestmannaeyja
Leikfélag Vestmannaeyja
Sambýlið við Vestmannabraut
Hjartaheill Vestmannaeyjum
Gmnnskóli Vestmannaeyja
Þórshöfn:
Björgunarsveitin Hafliði
Heislugæslan Þórshöfn v/tækjakaupa
Rauðakrossdeild Þórshafnar
Kvenfélagið Hvöt
Tónlistarskóli Þórshafnar
Kvenfélag Þistilfjarðar
KRISTINN og Þórarinn á léttu spjalli.
STÓRSVEITIN skemmti gestum.
FJÖLMARGIr gestir mættu í afmælishófið.