Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 1

Fréttablaðið - 19.02.2013, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 12 BLÓMKÁL Á ÝMSAN HÁTTBlómkál er vítamínríkt og mettandi. Hægt er að borða það hrátt, gratínerað, soðið eða steikt. Gott er að steikja það í stutta stund í smjöri, kreista límónusafa yfir og bragðbæta með salti og pipar. Síðan má setja það í salat ásamt litlum beikonbitum eða borða með fiski. E iginmað Lá BURT MEÐ MÍGRENIÐVITEX KYNNIR Rannsóknir sýna að fæðubótarefnið MigreLief getur komið í veg fyrir eða dregið úr tíðni og styrkleika mígrenishöfuðverkja. Lára Péturs- dóttir segir að þannig sé orsök mígrenis meðhöndluð í stað ve kj Vatteraðir jakkar - 14.900 kr. Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Einnig til á herrana. Hafið sam band og fáið se ndan nýja n vörulista Praxis 12 ÁRAVELGENGNI Á ÍSLANDIBÍLARÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2013 Ef rýnt er í sölutölur nýrra bíla það sem af er ári á vef Umferðarstofu sést glögglega að jepplingar eiga sem stendur upp á pallborðið hjá landanum. Salan eftir janúarmánuð og fram til 15. þessa mánað-ar er 681 bíll og því byrjar salan ekki af miklum krafti. Það gerir hún sjaldnast á fyrstu mánuðum hvers árs og sala til bílaleiga er líklega ekki hafin. Hún vó hátt að helmingi sölunnar í fyrra. Hins vegar er hlutfalls-leg sala á jepplingum líklega í sögulegu hámarki, því af tíu söluhæstu einstöku bílgerðunum eru fimm þeirra jepplingar. Honda CR-V söluhæstur allra bílgerða Söluhæsti bíllinn hingað til er jepplingurinn Honda CR-V sem selst hefur í 54 eintökum. Toyota Yaris-fólksbíllinn hefur selst í 51 eintaki en í þriðja sæti er aftur jepp- lingur, Chevrolet Captiva, sem 41 hafa keypt. Volks- wagen Golf hafa 32 kaupendur krækt sér í en síðan kemur einn jepplingurinn enn, Kia Sportage með 29 bíla. Fleiri jepplingar ná hátt á þessum lista, Nissan Qashqai í 7.-8. sæti með 23 bíla og Suzuki Grand Vitara í því 10. með 16 bíla selda. Hyundai Santa Fe er líka ofarlega með 12 bíla og Volkswagen Tiguan einnig 12. Volkswagen og Toyota áfram söluhæst Af öllum bílum seldum á árinu eru 283 þeirra jepp-lingar eða jeppar, eða 41,5%. Jepplingarnir eru 226 en jepparnir 57. Söluhæstu jepparnir eru Toyota Land Cruiser 11 bílar, Dodge Durango 10, Mitsubishi Pajero 7, Suzuki Jimny 6, Land Rover Discovery 5, BMW X5 4 og Audi Q7 4 bílar. Söluhæsta einstaka bílamerkið það sem af er ári er Volkswagen með 95 selda bíla og Toyota fylgir fast á eftir með 94 bíla. Þessi tvö merki voru langsölu-hæst hér á landi í fyrra og því engin breyting þar á nú í ár. Í næstu sætum eru Chevrolet 77, Honda 60, Kia 56, Suzuki 32, Nissan 26, Hyundai 25 og Ford og Renault með 23 selda bíla hvort. Frá því að Nissan kynnti rafmagnsbílinn Leaf hafa 50.000 eintök af honum verið seld, þar af 19.500 í Bandaríkjunum og 7.000 í Evrópu. Nissan Leaf kom fyrst á markað í desember árið 2010. Eigendur Nissan Leaf-bíla hafa ekið þeim samtals 260 milljónir kílómetra, sem er lengra en vegalengdin til sólarinnar. Einn japanskur eigandi Leaf hefur ekið sínum bíl 177.000 km. 50.000 Nissan Leaf seldir 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 19. febrúar 2013 42. tölublað 13. árgangur Misskilja fjölmiðla Íslenskir stjórnmálamenn hafa rang- hugmyndir um hlutverk fjölmiðla í nútímalegu lýðræðissamfélagi, segir fréttastjóri Ríkisútvarpsins. 2 Fimmtíu brot fundin Vísindamenn hafa fundið meira en fimmtíu lítil brot úr loftsteininum sem splundrað- ist yfir Úralfjöllum á föstudag. 8 Rangt að miða við skaðsemina Læknar segja rangt að miða skaðsemi munntóbaks við reyktóbak. Langtíma- áhrif munntóbaks séu óþekkt. 8 Neita að grafa ástvini Hátt á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum á sjía-múslima í Quetta. 10 SKOÐUN Framtíðargjaldmiðil er lang- mikilvægasta málið í íslenskum stjórn- málum, skrifar Ragnar H. Hall. 14 MENNING Sunna Rannveig Davíðs- dóttir æfir blandaðar bardagaíþróttir í Taílandi. 30 SPORT Haukar voru ósigrandi fyrir áramót en hafa nú tapað þremur leikjum í röð. 26 Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.isHádegið er hápunktur dagsins b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Bolungarvík 5° SA 6 Akureyri 5° S 5 Egilsstaðir 6° S 5 Kirkjubæjarkl. 5° SA 7 Reykjavík 7° SA 8 MILT Í VEÐRI Í dag verða suðaustan 8-13 m/s og dálítil væta SV-til, en annars hægari og þurrt. Hiti 2-8 stig. 4 FERÐAÞJÓNUSTA Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverj- ir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, fram- k væmd a stjór i Hön nu n a r - miðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunar- mars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjöl- mörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferða- menn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season“ en svo virðist ekki vera lengur,“ segir Halla. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mán- uðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kær- komin.“ Ríkið, Reykjavíkurborg og fjöl- mörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skil- að góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland.“ Aðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurn- ing að ferðamönnum hefur fjölg- að mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum,“ segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönn- um hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott.“ - kóp, kh / sjá síðu 4 Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu Fjölmargir ferðamenn eru á landinu og vel hefur gengið að markaðssetja Ísland allt árið. Gestir á leið á Hönn- unarmars hafa lent í vandræðum með að fá gistingu. Njótum gossins í Eyjafjallajökli, segir Erna Hauksdóttir. BELGÍA, AP Tvö hundruð veiðimenn í Belgíu töldu það verða létt verk að veiða 170 villisvín sem valdið höfðu bæði upp- skerutjóni og umferðartöfum í nágrenni bæj- arins Postel. Gengið var skipulega til verks, göltunum smalað saman í einn hóp og reknir þangað sem skytturnar biðu þeirra. Árangurinn varð þó rýrari en til stóð. Aðeins einn villigöltur lá í valnum en 169 dýr sluppu undan vígalegum veiði- mannaskaranum. „Veiðiferðin var fullkomin,“ sagði einn veiðimannanna. „Aðeins árangurinn olli vonbrigðum.“ - gb Árangurslítil veiðiför: Villisvínin höfðu betur Það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott. Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri Reykjavík Backpackers BEÐIÐ EFTIR MAT Allt að hundrað milljónir hindúa leggja leið sína til borgarinnar Allahabad á Indlandi þessa dagana til að baða sig í hinu helga fljóti Ganges í tengslum við trúarhátíðina Kumbh Mela. Fjöldi fólks nýtti sér þar tækifærið og beið eftir ókeypis mat sem dreift var. NORDICPHOTOS/AFP VILLISVÍN Veiði- mennirnir höfðu ekki erindi sem erfiði. NÁTTÚRA Umsagnir um frumvarp til laga um náttúru vernd deila flestar á frumvarpið, á margvís legum forsendum þó. Náttúruverndar- samtök fagna þó skýrum lögum með efldum vald- heimildum stjórnvalda til að fylgja þeim eftir. Á meðan sumt útivistarfólk er ósátt við það sem því þykir hamlandi ákvæði um aðgengi að eignar- löndum finnst landeigendum sem gengið sé á eignarrétt þeirra með of rúmum heimildum fyrir almenning. Þá þykir sveitarfélögum ákvæði frumvarpsins skarast við skipulagsvald sveitarfélaga. Ólafur Þór Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að þótt málið sé umfangsmikið og sífellt styttist í þinglok sé enn stefnt að því að klára það. - þj / sjá síðu 6 Mikill fjöldi umsagna barst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Afar umdeilt náttúrufrumvarp

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.