Fréttablaðið - 19.02.2013, Blaðsíða 2
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
SLYS Ferðakona sem varð fyrir
grjóthruni við Gígjökul fyrir
hádegi í gær var flutt á slysa-
deild með þyrlu Landhelgisgæsl-
unnar.
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins frá Hvolsvelli og undir
Eyjafjöllum voru kallaðar út
fyrir stuttu vegna slyssins, en
upphaflega stóð til að flytja kon-
una með sjúkrabíl á sjúkrahús.
Þegar björgunarlið var komið á
staðinn var svo talið öruggast,
þar sem um höfuðáverka var að
ræða, að kalla eftir aðstoð þyrl-
unnar. - óká
Þyrla Gæslunnar kölluð til:
Ferðakona fékk
grjót í höfuðið
SVÍÞJÓÐ Sænski kjötframleið-
andinn Sven P hefur innkallað 18
tonn af hamborgurum og kebab
frá sænskum birgjum og versl-
unum. Sænskir fjölmiðlar greina
frá því að minnsta kosti tvö börn
hafi fengið matareitrun eftir að
hafa borðað hamborgara í janúar.
Í ljós kom að í hamborgurunum
voru E.coli-bakteríur sem komu
úr nautgripunum sjálfum.
Talsmaður kjötframleiðandans
segir smitaða kjötið koma úr 12,5
tonna sendingu frá hollenskum
slátrara. Talið er að búið sé að
neyta sex tonna af kjötinu. - ibs
Börn fengu matareitrun:
Saurgerlar í
hamborgurum
BRETLAND Dr. Gail Dines, ein
helsta baráttukona heimsins gegn
klámi, telur líklegt að Bretar muni
feta í fótspor Íslendinga og kanna
möguleikana á því að takmarka
aðgang að klámi á internetinu.
Dines, sem hélt fyrirlestur um
klám hér á landi í haust, sagði í
viðtali við Guardian um helgina að
hún hefði trú á því að Bretar yrðu
næstir til að reyna að sía út klám-
efni, sem sífellt verði harðara.
„Ég hef rætt við góðgerðarfélög
í Bretlandi og NSPCC (Forvarnar-
samtök gegn grimmd gegn börn-
um) og fagfólk og þau sjá hvað er
að gerast, aukið ofbeldi gegn börn-
um. Það eru raunverulegar aðgerð-
ir í bígerð til að fylgja Íslandi. Við
búum í mjög lokuðu samfélagi
þegar kemur að því að ræða um
kynlíf, svo margir eru með höfuðið
grafið í sandinn, en það á ekki við
um þá sem vinna í þessu. Það má
ekki láta foreldrana eina um þetta.
Klám á netinu mótar kynlíf ungs
fólks,“ sagði Dines.
Talsmaður NSPSS sagði að sam-
tökin myndu ekki krefjast algjörs
klámbanns en þau vildu koma í veg
fyrir að börn kæmust í snertingu
við slíkt efni. „Við erum ekki að
vera umvöndunarsöm í sambandi
við klám. Efnið sem börn sjá er
gróft og truflandi.“ - þeb
Segir góðgerðafélög og fagfólk með aðgerðir í bígerð til að fylgja Íslandi:
Bretar reyni líka að banna klám
VENESÚELA, AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, kom
heim frá Kúbu í gærmorgun eftir meira en tveggja
mánaða erfiða læknismeðferð.
„Ég held mér fast í Krist og treysti á lækna mína
og hjúkrunarkonur,“ sagði Chavez á Twitter-síðu
sinni. Hann greindist með krabbamein árið 2011 og
hefur nokkrum sinnum leitað sér lækninga á Kúbu
vegna þess.
Síðast hélt hann til Kúbu 10. desember og lítið
heyrðist frá honum þar til í lok síðustu viku, þegar
myndir birtust af honum brosandi ásamt dætrum
sínum.
Hann hefur ekki veitt neinar upplýsingar um það
hvers konar krabbamein er að hrjá hann en hefur
þó áður sagt að krabbamein hafi verið fjarlægt af
mjaðmasvæði líkama síns. Þá hefur komið fram að
hann hefur gengist undir geislameðferð og lyfja-
meðferð.
Chavez var endurkjörinn forseti í október og átti
formleg innsetningarathöfn að fara fram þann 10.
janúar, en hann var þá of veikur og var athöfninni
frestað um óákveðinn tíma.
- gb
Meira en tveggja mánaða sjúkrahúslegu Hugo Chavez á Kúbu lokið í bili:
Chavez kominn til Venesúela
KLÁM Á NETINU Gail Dines telur
líklegt að Bretar muni reyna að stemma
stigu við aðgangi barna að klámi.
Á SÉR HEITA AÐDÁENDUR Fjöldi fólks fagnaði heimkomu
forsetans til Venesúela. NORDICPHOTOS/AFP
FJÖLMIÐLAR Óðinn Jónsson, frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins, gagnrýnir
harðlega tillögu á Alþingi um að veita
framboðum í Alþingiskosningum
ókeypis útsendingartíma í sjónvarpi
RÚV.
„Ranghugmyndir íslenskra stjórn-
málamanna um hlutverk fjölmiðla í
nútímalegu lýðræðissamfélagi valda
miklum vonbrigðum. Hvílík aftur-
för væri það ef stjórnmálaflokkarn-
ir tækju sér með lögum dagskrárvald
í Ríkisútvarpinu,“ skrifaði Óðinn á
Facebook-síðu sína eftir að Fréttablað-
ið greindi frá málinu í síðustu viku.
Eins og kom fram í Fréttablaðinu
leggur Nefnd um aðgang stjórnmála-
hreyfinga og frambjóðenda að fjöl-
miðlum í aðdraganda kosninga til að
Alþingi geri Ríkisútvarpinu að senda
út kynningarefni framboða þeim að
kostnaðarlausu. Að auki eigi RÚV að
leggja þeim til tæki og tæknivinnu,
þó ekki alveg ókeypis heldur þannig
að kostnaðurinn verði framboðunum
ekki „þung byrði“.
Fulltrúar allra flokka á Alþingi eiga
sæti í umræddri nefnd. Allir skrifuðu
undir tillöguna, nema fulltrúi Fram-
sóknarflokksins sem kvaðst í sam-
talið við Fréttablaðið ekki hafa náð
að kynna sér innihaldið til hlítar áður
en senda þurfti málið til allsherjar-
nefndar Alþingis þar sem það er nú
til meðferðar. Þess má geta að í nefnd-
inni sitja margir með starfsreynslu af
fjölmiðlum.
Óðinn segist að svo stöddu ekki vilja
tjá sig frekar um þetta mál en hann
gerði með athugasemdum sínum á
Facebook. „Halda þeir sem að þessu
standa að það styrki lýðræðið í land-
inu að stjórnmálaflokkar verði hafn-
ir yfir gagnrýna og faglega umfjöllun
fyrir kosningar – fái bara frítt spil í
dagskránni?“ spurði Óðinn sem kvaðst
hafa komið fyrir nefndina en að and-
staða hans við þessar hugmyndir birt-
ist ekki nema að litlu leyti í álitinu
sem nefndin skilaði Alþingi.
„Vonandi breytir sjálf þingnefndin
þessu ákvæði. Það er ekkert að því
að setja almennar reglur um skyldur
Ríkisútvarpsins og annarra fjölmiðla
í aðdraganda kosninga en þessar áður-
nefndu hugmyndir eru óhæfa,“ sagði
Óðinn.
Ekki hefur náðst í Páll Magnússon
útvarpsstjóra vegna þessa máls.
gar@frettabladid.is
Fréttastjóri RÚV segir
tillögu á þingi óhæfu
Íslenskir stjórnmálamenn hafa ranghugmyndir um hlutverk fjölmiðla, segir frétta-
stjóri Ríkisútvarpsins. Mikil afturför felist í tillögu á Alþingi um ókeypis aðgang
framboða að sjónvarpsútsendingum. Reynt fjölmiðlafólk stendur að tillögunni.
ÓÐINN JÓNSSON Fréttastjóri
Ríkisútvarpsins gagnrýnir að
stjórnmálaflokkar eigi að fá „frítt
spil í dagskránni“.
Finnur Beck formaður, skipaður af
ráðherra án tilnefningar.
Friðrik Þór Guðmundsson, tilnefndur af
þingflokki Hreyfingarinnar.
Sunna Gunnars Marteinsdóttir, tilnefnd
af þingflokki Framsóknarflokksins.
Eysteinn Eyjólfsson, tilnefndur af þing-
flokki Samfylkingarinnar.
Björn Jónas Þorláksson, tilnefndur af
þingflokki Vinstri grænna.
Svanhildur Hólm Valsdóttir, tilnefnd af
þingflokki Sjálfstæðisflokksins.
Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga að fjölmiðlum
Finnur
Beck
Friðrik
Þór Guð-
mundsson
Sunna
Gunnars
Marteins-
dóttir
Halda þeir sem að
þessu standa að það
styrki lýðræðið í
landinu að stjórnmála-
flokkar verði hafnir
yfir gagnrýna og
faglega umfjöllun fyrir
kosningar?
Óðinn Jónsson
fréttastjóri Ríkisútvarpsins
Eysteinn
Eyjólfsson
Björn
Jónas
Þorláksson
Svanhildur
Hólm
Valsdóttir
SPURNING DAGSINS
Marta, hugsar meirihlutinn
ekki nógu djúpt?
„Nei, ég held að þeir hugsi mjög
grunnt og séu ennþá í barna-
lauginni.“
Marta Guðjónsdóttir er annar fulltrúa
Sjálfstæðisflokks í starfshópi um framtíð
sundlauga í Reykjavík sem eru ósammála
þeirri stefnu sem fulltrúar meirihlutans hafa
markað.
NÁM Í TÖLVUVIÐGERÐUM
Næstu námskeið byrja 6. og 7. mars
Þetta vinsæla námskeið er fyrir þá sem vilja starfa
við tölvuviðgerðir, uppfærslur og endurbætur.
Námskeiðið er verklegur undirbúningur fyrir A+
gráðurnar frá Comptia.
Allar nánarið upplýsingar er að finna á ntv.is
KÍNA Umferðarljós sem sett voru upp nýverið í borginni Chongqing
í Kína hafa verið nefnd þau flóknustu í heimi. Svo flókin reyndar að
vegfarendur klóruðu sér í höfðinu, bifreiðastjórar vissu ekki hvað þeir
áttu að gera og umferðarteppur mynduðust.
Að vísu var um að ræða listaverk sem sett var upp í Yangrenjie-
skemmtigarðinum og átti ekki að auðvelda neina umferð. Borgaryfir-
völd hafa hins tekið verkið niður af ótta við að eignum eða fólki geti
stafað hætta af. - gb
Íbúar í Chongqing klóruðu sér í höfðinu:
Flóknustu umferðarljós heims
OFGNÓTT LJÓSA Þessi flóknu ljós fengu ekki að standa lengi. NORDICPHOTOS/AFP