Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 6
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio Smáralind, s. 528 8500 og Optical Studio Keflavík, s. 4213811 Umgjörð: Lindberg Spirit Umgjörð: Chrome Hearts Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par frítt í þínum styrkleika. Láttu þetta ekki framhjá þér fara. SJÁVARÚTVEGUR Rækjuvinnsla hófst á nýjan leik í Meleyri á Hvammstanga í síðustu viku. Tæpt ár er síðan vinnsla var lögð þar niður. Fyrirtækið Nesfiskur í Garði keypti rækjuverksmiðjuna í fyrra og munu tveir togarar fyrirtækis- ins fara á rækjuveiðar, en rækjan verður unnin á Hvammstanga. Frá þessu er sagt á vefnum Norðanátt. Í kringum tólf starfsmenn verða í vinnslunni auk þess sem einhver störf munu skapast við löndun rækjunnar. - þeb Opnað á ný ári eftir lokun: Rækjuvinnsla á Hvammstanga DÓMSMÁL Tveir karlmenn voru fyrir helgi dæmdir fyrir frelsis- sviptingu og líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri síðast- liðið haust. Annar mannanna var í héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í fimmtán mánaða fang- elsi, þar af tólf skilorðsbundna, en hinn í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Málið er sagt hafa verið hand- rukkun. Mennirnir tveir héldu fórnarlambi sínu nauðugu í um klukkustund í íbúð á Akureyri. Þeir bundu fætur og hendur fórnar lambsins við stól og annar mannanna veitti því fimm til sex hnefahögg og kleip í putta með töng. - þeb Frelsissvipting á Akureyri: Dæmdir fyrir handrukkun SAFNANIR SÁÁ fær 2,5 milljónir króna sem söfnuð- ust í tengslum við gala-kvöldverð í Hörpu í janúar. Að viðburðinum stóðu þrír matreiðslumenn og vín- þjónn frá veitingastaðnum Fifteen í London, ásamt veitingastaðnum Kolabrautinni. „Verkefnið var að frumkvæði Fifteen og er liður í góðgerðaverkefni sem miðar að því að styðja við bakið á íslenskum ungmennum sem glímt hafa við vímuefnavanda og hjálpa þeim að komast út í atvinnulífið,“ segir í tilkynningu. Þá kemur fram að stjörnukokkurinn Jamie Oliver hafi stofnað veit- ingastaðinn Fifteen og eitt aðalmarkmið hans sé að hjálpa unglingum að fóta sig eftir vímuefnaneyslu. Aðgangseyrir á gala-kvöldinu var á bak við 1,8 milljónir upphæðarinnar sem safnaðist, en einnig var boðið upp verk eftir Birgi Andrésson, sem gefið var af fjölskyldu Birgis og gallerý i8. Verkið seldist á 700 þúsund krónur. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, tók við peningunum og sagði þeim verða varið til að efla eftirfylgni við áfengis- og vímuefnameðferð ungmenna til að stytta leið þeirra til virkni í sam- félaginu. Verkefninu lögðu lið Harpa tónlistar- og ráð- stefnuhús, Ekran, Arion banki, Ölgerðin, Glóbus, Rjc, Sjófiskur, Kjarnafæði, Bananar, Andri Snær Magnason, Gallerí i8, Þórir Baldursson, Kola- brautin og Frú Lauga. - óká Tvær og hálf milljón króna safnaðist til handa SÁÁ á gala-kvöldverði í Hörpu: Hjálpa íslenskum unglingum að fóta sig á ný ÁVÍSUN AFHENT Gunnar Smári Egilsson, for- maður SÁÁ, Einar Örn Ævarsson frá Arion banka og Jónína Kristjánsdóttir, einn eigenda Kolabrautarinnar. MYND/HALLDÓR KRISTJÁNSSON HÉRAÐSDÓMUR Annar mannanna var einnig dæmdur fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og báðir voru dæmdir fyrir ólöglegan vopnaburð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÖGREGLUMÁL Lögreglan hafði á föstudag afskipti af á þriðja tug tónleikagesta vegna fíkniefna- mála á Sónar-hátíðinni sem hald- in var í Hörpu um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Allt voru það karl- menn, á aldrinum 18-41 árs, sem lögreglan hafði afskipti af og var hald lagt á fíkniefni. Í tilkynningunni segir að eftir- lit hafi verið unnið í nánu sam- starfi við starfsfólk hátíðarinnar. Dópaðir gestir í Hörpu: Fjölmörg dóp- mál á Sónar SVÍÞJÓÐ Fleiri ungar stúlkur í Sví- þjóð eru nú kærðar fyrir ofbeldi en áður. Árið 1996 voru 233 stúlk- ur á aldrinum 15 til 17 ára grun- aðar um ofbeldi en 497 árið 2011. Fórnarlömbin eru fyrst og fremst aðrar stúlkur, að því er kemur fram í sænskum fjölmiðlum. Ástæður fjölgunarinnar eru meðal annars taldar geta verið þær að fleiri kæri ofbeldið. Það þýðir ekki að fleiri taki þátt í götuslagsmálum eða að ráðist sé á fleiri, að því er haft er eftir afbrotafræðingi. Algengara er að vitni láti vita af götuofbeldi en fórnarlömbin sjálf. - ibs Götuslagsmál í Svíþjóð: Fleiri kærur vegna stúlkna HOPPUÐU Á BÍLUM Lögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt sunnudags tilkynning um tvo menn sem voru að gera sér það að leik að hoppa á bílum fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Fór svo að annar piltanna, sem eru um tvítugt, braut framrúðu bifreiðar í látunum. Lögreglan ræddi við mennina og tjáði þeim er rúðuna braut að hann þyrfti að gjalda fyrir gjörðir sínar. NÁTTÚRA Stefnt er að því að afgreiða frumvarp til nýrra laga um náttúruvernd fyrir þinglok. Þetta segir Ólafur Þór Gunnars- son, formaður umhverfis- og sam- göngunefndar alþingis, en um 60 umsagnir bárust um frumvarpið sem bíður þess nú að komast til annarrar umræðu á þingi. „Samkvæmt starfsáætlun nefndarinnar er þetta eitt af þeim málum sem við stefnum að því að klára,“ segir Ólafur. Umsagnirnar eru úr ýmsum áttum. Náttúruverndarsamtök fagna frumvarpinu en sveitar- félög, landeigendur, veiðimenn og samtök útivistarfólks gagnrýna þau misharkalega. Landvernd fagnar frumvarpinu sem felur í sér „skýrari umgjörð en við höfum áður haft um vernd íslenskrar náttúru“, auk þess sem stjórnvöld fái með þeim bætt þvingunarúrræði til að framfylgja lögunum. Náttúruverndarsamtök Íslands taka undir það og fagna því að skerpt sé á ákvæðum laga og valdheimildum ráðherra. Meðal annarra ákvæða sem brenna á höfundum umsagna eru ákvæði um rétt til að ferðast um einkalönd. Þar mætast mis- jöfn álit útivistarfólks. Skátarnir fagna því til dæmis að réttur fót- gangandi sé rýmkaður og heimild land eigenda til að takmarka för manna sé bundin við sérstök til- vik. Ferðafélagið Útivist segir hins vegar vonbrigði að ekki sé lengra gengið fram í að tryggja almanna- rétt. Þá er sérstaklega deilt á að akstur á ökutækjum falli ekki undir ákvæði um almannarétt og að heimild umhverfisráðherra til banns á akstri á snjó og jöklum sé allt of opin og óljós. Skotveiðifélag Íslands og Ferða- klúbburinn 4X4 taka enn dýpra í árinni og segja meðal annars ljóst að ferðafólki sé mismunað eftir ferðamáta. Þá átelja bæði sam- tökin þá meintu nýbreytni að með frumvarpinu sé verið að banna allt það sem ekki sé sérstaklega leyft. Þar á móti kemur að landeig- endur eru afar ósáttir því að frumvarpið felur í sér að þeirra mati ákvæði sem sviptir þá rétti til að takmarka umferð manna um afgirt óræktuð lönd. Það felur í sér „stórfellda skerðingu á eignar- ráðum yfir landi“ og brýtur í bága við stjórnarskrá með vísan til frið- helgi eignaréttar. Þá eru sveitarfélög ósátt við þá þætti frumvarpsins sem lúta að skiptingu valds milli sveitarfélag- anna og umhverfisráðherra. Til dæmis deilir Samband íslenskra sveitarfélaga á að í frumvarpinu séu ráðherra gefnar heimildir sem skarast meðal annars á við skipu- lagsvald sveitarfélaganna. thorgils@frettabladid.is Tugir umsagna um náttúrufrumvarpið Um 60 umsagnir bárust vegna frumvarps til náttúruverndarlaga. Formaður um- hverfis- og samgöngunefndar vill klára málið fyrir þinglok. Verndarsamtök fagna en gagnrýni berst einnig úr fjölmörgum áttum. Deilt um aðgang að einkajörðum. VERNDARSINNAR Á FUNDI Fjölmenni var á fundi Landverndar í gærkvöldi þar sem frumvarp til náttúruverndarlaga var til umræðu. Alls bárust um sextíu umsagnir um frumvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Í frumvarpinu kveður við nýjan tón, þar sem allt skal bannað nema það sé leyft samkvæmt upp- talningu í lögunum. Úr umsögn Skotveiðifélags Íslands VEISTU SVARIÐ? 1. Hvar eru uppi hugmyndir um að fíklar fái að sprauta sig? 2. Hvað sátu margir útlendingar í fangelsi hér á landi í fyrra? 3. Hvaða kvikmynd hlaut um helgina Edduna sem mynd ársins 2012? SVÖRIN 1. Í apótekum. 2. Níutíu og einn. 3. Djúpið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.