Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 8
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Kaffivélar fyrir
skrifstofur
og mötuneyti
Fullkomið kaffi,
espresso, cappucicino
eða latté macchiato
með einni snertingu.
Tilboðsverð kr. 276.675 m.vsk.
Verð frá kr. 325.500 m.vsk.
Tilboð
HEILBRIGÐISMÁL Rangt er að nálg-
ast frekari takmörkun á sölu munn-
tóbaks með því að miða skaðsemi
þess við reykingar. Þetta segir í
grein í nýjasta tölublaði Lækna-
blaðsins.
Höfundarnir, Pétur Heimisson
heimilislæknir og Eyjólfur Þor-
kelsson, almennur læknir, leggja
þar út frá umsögn við frumvarp
um breytingu á tóbakslögum, sem
læknarnir Lúðvík Ólafsson og Þor-
steinn Blöndal skrifuðu fyrir hönd
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Strangari lög eru viðbragð gegn
aukinni munntóbaksneyslu, sér-
staklega hjá ungum körlum.
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum spurðu þeir Lúðvík og Þor-
steinn í umsögn sinni um ástæður
þess að banna munntóbak „sem er
mun saklausara en reyktóbak sem
er leyfð vara“.
Þeir taka fram að með þessu sé
ekki verið að mæla með tóbaks-
notkun yfirleitt, en ekki sé hægt
að fullyrða annað en „að ávinning-
ur sé í því fyrir hvern og einn að
nota alfarið munntóbak í stað reyk-
inga“. Því sé ekki ávinningur af
því að banna munntóbak á meðan
mun hættulegri vara, reyktóbak,
er á markaðnum. Því hljóti að vera
ávinningur í því „að hafa á boð-
stólum minna hættulega vöru“.
Þeir Pétur og Eyjólfur furða sig
á þessari umsögn, sem komi þvert
á mat landlæknis, Hjartaverndar og
Krabbameinsfélagsins.
„Reyklaust tóbak á fyrst og síð-
ast að bera saman við „náttúru-
legt ástand“ – tóbaksleysi en ekki
tóbaks reykingar.“
Þeir bæta því við að sökum þess
að fáar rannsóknir hafi verið gerð-
ar á langtímaáhrifum munntóbaks-
neyslu sé ekki með vissu hægt að
tala um skaða af þess völdum eða
skaðleysi. Þá liggi ekkert fyrir um
að munntóbaksnotkun sé áhrifarík
leið til þess að hætta að reykja, og
markhópur framleiðenda sé ekki
fólk sem vill hætta að reykja, held-
ur „ungt fólk með litla sem enga
reykingasögu“.
Þeir kasta að lokum fram þeirri
spurningu hvort rökrétt sé að
hampa annarri tegund af tóbaki
þegar staðan sé sú að rætt sé af
alvöru um að sígarettur hverfi af
markaði, og að það séu læknar sem
viðri slíkt.
Viðar Jensson, verkefnastjóri hjá
Landlæknisembættinu, tekur undir
skrif Péturs og Eyjólfs um að nær
sé að miða skaða munntóbaks við
reykleysi.
Gagnrýna munntóbaksumsögn
Höfundar greinar í Læknablaðinu deila á umsagnir starfsbræðra sinna um frumvarp til tóbakslaga. Segja rangt að miða skaðsemi
munntóbaks við reyktóbak. Þess í stað eigi að horfa út frá reykleysi. Segja langtímaáhrif munntóbaks óþekkt.
Í nýrri tóbaksvarnaráætlun norskra stjórnvalda er boðað átak gegn munn-
tóbaksnotkun ungmenna, sem hefur aukist mikið að undanförnu. Í tölum
frá síðasta ári kemur fram að níu prósent landsmanna notuðu munntóbak
daglega en fjórðungur karla á aldrinum 16 til 24 ára.
Á sama tíma hefur dregið verulega úr reykingum í þessum aldursflokki
þar sem hlutfall dagreykingafólks fór niður í sjö prósent í fyrra.
Jonas Gahr Støre heilbrigðisráðherra sagði að þessi staðreynd ætti ekki
að slæva varnir gegn munntóbaksnotkun.
„Það að reykingar séu verri þýðir ekki að munntóbak sé af hinu góða.
Það eru enn margir sem nota munntóbak í þeirri trú að það sé ekki
hættulegt en það er hættulegt, þó á annan hátt sé. Það eru upplýsingar
sem fólki verða að vera ljósar.“
Norðmenn gegn munntóbaki
22%
reykja daglega.
15%
nota tóbak í vör daglega.
14,2%
reykja daglega.
26%
allra þeirra sem nota
tóbak í vör reykja líka.
➜ Karlar í aldurshópnum 18–24 ára:
➜ Íslendingar 18 ára og eldri:
Sala ÁTVR á neft óbaki jókst um 250%
milli áranna 2003 og 2011. Landlæknis-
embættið áætlar að á bilinu 70 til 80%
neft óbaks sé notað í vör.
Heimild: Landlæknir
„Þá kemur fram í okkar könn-
unum og nýjum rannsóknum að
aukin neysla á munntóbaki virðist
vera viðbótarneysla, sem kemur
ekki í stað reykinga,“ segir Viðar.
thorgils@frettabladid.is
BROT ÚR LOFTSTEININUM RANNSÖKUÐ Vísindamenn vonast til að finna á
endanum allt að fimmtíu til sextíu sentímetra stóran hnullung í Tsjebarkúl-vatni.
NORDICPHOTOS/AFP
RÚSSLAND, AP Vísindamenn hafa
fundið meira en fimmtíu lítil brot
úr loftsteininum sem splundrað-
ist yfir Úrafjöllum á föstudag.
Enn hafa ekki fundist steinar
sem eru stærri en sentímetri í
þvermál, allir á ísilögðu yfirborði
Tsjebarkúl-vatns þar sem stærsta
brotið úr loftsteininum er talið
hafa fallið. Járninnihald þeirra
er að meðaltali um tíu prósent.
Vísindamenn segjast þó telja
að á endanum gætu fundist mun
stærri loftsteinsbrot í vatninu,
jafnvel um 50 til 60 sentímetrar
í þvermál.
Rússnesk stjórnvöld segja nú
að allt að 1.500 manns hafi þurft
að leita sér læknisaðstoðar eftir
lofsteinaregnið á föstudag. Enn
eru 46 þeirra á sjúkrahúsi, mis-
alvarlega slasaðir eftir ham-
farirnar.
Loftsteinninn er talinn hafa
verið um 10 tonn að þyngd og
sprengikrafturinn er talinn jafn-
ast á við tugi kjarnorkusprengja.
Loftsteinaregnið olli skemmd-
um á meira en 4.000 mann-
virkjum og rúður brotnuðu á
200 þúsund ferkílómetra svæði.
Flestar skemmdirnar urðu í
borginni Tsjeljabinsk.
- gb
Fimmtíu enn á sjúkrahúsi eftir loftsteinaregnið:
Meira en fimmtíu
loftsteinabrot fundin