Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 19. febrúar 2013 | SKOÐUN | 13 Um þessar mundir hefur verið talsverð umræða um fíkniefna- prófanir á vinnustöðum og sitt sýnist hverjum um það mál- efni. Þegar fregnir bárust af því að ekkert umburðarlyndi væri sýnt og að viðkomandi aðilar sem greindust jákvæðir misstu vinnu sína tók fólk sérstaklega vel eftir. Það er reyndar ekk- ert nýtt að slíkar prófanir fari fram og hefur tíðkast um ára- bil hérlendis í vissum atvinnu- greinum, sérstaklega í iðnaði þar sem jafnan er talin mikil hætta í umhverfi og á vinnustað og þetta því gert í öryggisskyni fyrst og fremst. Þessar prófanir hafa auðvitað sín takmörk og ber að umgang- ast þær þannig, en væntanlega eru allir sammála því að vilja ekki hafa á vinnustað sínum aðila sem er undir áhrifum eða í reglubundinni neyslu hvort heldur sem er áfengis eða vímu- efna. Undirritaður hefur margra ára reynslu að því að nota slík próf við heilsufarsskoðanir og af innleiðingu þeirra á vinnustað og er almennt hlynntur notkun þeirra sem hluta af heildarsýn í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækja. Þegar við horfum til þess hversu stórum hluta ævi okkar við verjum á vinnustað og hversu miklar hættur geta leynst víða í jafnvel hinu sak- lausasta umhverfi skiljum við hversu mikilvægt er að taka á öryggismálum af festu og skyn- semi og með langtímamark- mið í huga. Þetta eru engin átaksverkefni í þeim skilningi heldur stefnumótun sem þarf að hríslast um allt fyrirtækið og ná til allra starfsmanna, helst með þeim hætti að hafa áhrif á vanahegðun. Slíkt er á ábyrgð stjórnenda og yfirmanna, sem þurfa að vera fyrirmyndir í einu og öllu við útfærslu og skipulag slíkrar nálgunar. Röng nálgun Stjórnendur horfa mikið til kostnaðar og umfangs við inn- leiðingu öryggis-, heilsu- og umhverfisstefnu og má með sanni segja að til hneigingin til að gefa einhvern afslátt af öryggi er nær ávallt drifin áfram í sparnaðarskyni. Slíkt er vel skiljanlegt í rekstri almennt að horfa á alla möguleika sem eru til staðar til hagræðingar. Sú nálgun er þó í öllum tilvikum röng að mínu mati þegar horft er til lengri tíma, sem verður að vera sjónarmiðið þegar við nálgumst þennan málaflokk almennt. Það tók langan tíma að sann- færa fólk um að nota bílbelti á sínum tíma og þurfti meira að segja að sekta þá aðila til hlýðni og fá þá til að breyta vana sínum til hins betra. Í dag efast enginn um gildi bílbeltanna og megum við þakka þeim ófá lífin sem þau hafa bjargað. Hið sama gildir um æfingar sjómanna og slysavarnir, sem eru orðinn snar þáttur í menntun þeirra og enginn afsláttur er gefinn af slíku í dag. Þá var gert góðlát- legt grín að því á sínum tíma að samhæfa vinnubrögð flugmanna við stjórnun flugvéla en í dag hvarflar ekki að neinum heil- vita manni að gagnrýna slíkt. Flugsamgöngur eru enda þær öruggustu í heimi vegna þeirra öryggis atriða og stefnumörk- unar sem hefur gilt um árabil og er í stöðugri endurskoðun með það að markmiði að gera enn betur. Við þurfum að temja okkur svipaða nálgun almennt á vinnu okkar og umhverfi með öryggis- og heilbrigðissjónar- mið í huga og hugsanlega þarf að breyta löggjöf eða reglum til að ýta undir slíka hegðun, sbr. bílbeltanotkunina forðum. Ef við horfum til kostnaðar við að breyta vana okkar til hins betra og að verða meðvitaðri um öryggi okkar sjálfra og þeirra sem eru í kringum okkur, hvort heldur sem er í vinnu eða í leik, er ekki nokkur vafi í mínum huga að þeim peningum er vel varið. Áætlaður kostnaður vegna vinnuslysa hér lendis hleypur á tugum milljarða króna ár hvert en rannsóknir hafa sýnt það að 3-4% af vergri landsframleiðslu vestrænna ríkja glatast vegna heilsutjóns og slysa við vinnu. Þetta er því ekkert smáatriði og ætti öllum að vera ljóst hvort sem þeir reka fyrirtæki eða ekki. Hagsmunir okkar allra Öryggis-, heilsu- og umhverfis- mál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stórfyrirtæki í dag gera kröfur á undirverk- taka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggissjónarmiða. Nú þegar tíðkast til dæmis að gefa afslátt við tjónleysi í öku- tækjatryggingum, en slíkt er einnig að ryðja sér rúms í fyrir- tækjatryggingum. Það mætti einnig hugsa sér frekari hvata af hálfu ríkisins í formi ein- hvers konar ívilnana. Það er vel þekkt að samkeppnishæfi fyrir- tækja sem leggja mikla áherslu á þessi málefni og kosta til þess fjármunum getur verið bæði betra en einnig lakara og það er afleitt ef svo er, við þurfum að sjá til þess að það sé hagur í því að hugsa um fólkið okkar! Ég kýs að líta svo á að þetta séu hagsmunir okkar allra og vil því hvetja einstaklinga til að velta þessum málum fyrir sér og koma á úrbótum sé þeirra þörf. Stjórnendur bera ábyrgð á að hlutirnir séu í lagi og þeir munu ekki skorast undan henni, þvert á móti ber að fagna því hversu vel hefur tekist til á undan- förnum árum og ára tugum. Betur má þó ef duga skal. Öryggis-, heilsu- og umhverfismál eiga að vera aðalatriði í öllum rekstri, hvort sem hann er einkarekinn eða á vegum ríkisins, við eigum að gera kröfur um gæði og það á að umbuna þeim sem standa sig vel í útfærslu slíkrar stefnu og ná árangri. Stór- fyrirtæki í dag gera kröfur á undirverktaka sína; ríkið á að gera slíkt hið sama og engum á að líðast að gefa neina afslætti þegar við horfum til öryggis- sjónarmiða. Öryggismál fyrir- tækja – ábyrgð stjórnenda HEILSA Teitur Guðmundsson læknir KYNNING Á PAXTON AÐGANGSKERFUM Í HÚSNÆÐI VÉLA & VERKFÆRA Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 9.00–14.30. Vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir 22. febrúar til vv@vv.is eða í síma 550 8500. Boðið verður upp á hádegisverð. Paxton er leiðandi framleiðandi aðgangskerfa fyrir allar stærðir fasteigna með áherslu á einfaldleika í uppsetningu og notkun. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hefur náð miklum árangri í sölu víða um heim. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Bretlandi. Með Net2 tölvutengda aðgangskerfinu frá Paxton er hægt að stjórna hundruðum eða þúsundum hurða fyrir allt að 50.000 notendur. Hægt er að stjórna hurðum með fyrirliggjandi nettengingum TCP/IP og þar af leiðandi fjölda bygginga á mismunandi stöðum. Net2 er byggt fyrir framtíðina þar sem auðvelt er að bæta við hurðum á hagkvæman hátt (sérstaklega með þráðlausum lesurum (on-line) sbr. Paxton PaxLock og Assa Abloy aperio). Uppfærslur á hugbúnaði eru fríar. Hægt er að nota nándarlesara (hands free eða Mifare), kortalesara (segul), takkalása og flestar gerðir af lesurum frá öðrum framleiðendum sbr. HID iClass, Assa Abloy aperio iClass o.s.frv. Alhliða lausn á sanngjörnu verði. Paxton www.paxton.co.uk F ÍT O N / S ÍA Að vísitölutengja höfuð- stól lána brýtur í bága við neytendalöggjöf og MiFID- reglur Evrópusambandsins, segir hver sérfræðingurinn á fætur öðrum. Elvira Men- dez Pinedo, prófessor við Háskóla Íslands og sér- fræðingur í Evrópurétti, hefur rannsakað verðtrygg- inguna um nokkurt skeið og hún segir ótækt að lán- takandi viti ekki nákvæm- lega hverjar fjárhagslegar skuldbindingar hans séu en það hljótist af því að vísitölutengja höfuð stól láns. Hún sagði í Silfri Egils á dögunum: „Sú hugmynd að hafa höfuðstól lánsins óljósan eins og X eða spurningarmerki er ský- laust brot á löggjöf ESB.“ Elvira skrifaði eftirlitsnefnd EFTA og framkvæmdastjórn ESB bréf í kjölfar rannsóknar sinnar og spurði hvort löggjafarvaldinu á Íslandi væri heimilt að fara þessa leið í lánamálum með tilliti til Evr- ópuréttar. Ekki stóð á svarinu. Það er álit framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins að sé heildar- kostnaður við lántöku ekki til- greindur geti það brotið í bága við neytendalöggjöf sambandsins. Ef sú er niðurstaðan hefur það víðtæk áhrif á efnahagslífið og fjölskyld- urnar í landinu. Telur Elvira að með þessu svari framkvæmdastjórnar ESB standi Íslendingar hugsan- lega frammi fyrir sambærilegum aðstæðum og í tveimur öðrum málum sem fóru fyrir Evrópudóm- stólinn. Kæmi það á daginn gæti það haft í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af verðtryggðum neyslulánum, þ.m.t. húsnæðislánum sem uppfylltu ekki skilyrði laganna. XG – Hægri grænir, flokkur fólksins var fyrsti stjórnmála- flokkurinn sem vakti athygli á hugsanlegu ólögmæti verðtryggðra húsnæðislána og hér er lausnin: Við setjum neyðar- lög fyrir heimilin og gerum kynslóðasátt. Með neyðar- lögunum verður öllum verðtryggðum húsnæðis- lánum skuldbreytt og þau lækkuð um allt að 45% (fer eftir því hvenær þau eru tekin). Gömlu verðtryggðu húsnæðislánunum verður breytt í ný óverðtryggð húsnæðislán og greiðslutími þeirra lengdur í allt að 75 ár (þú átt valið). Þetta er auðveldlega hægt að gera með því að búa til sérstakan sjóð í Seðlabankanum með sértækri aðgerð Seðlabankans. Í framhald- inu yrði verðtrygging afnumin á öllum neyslulánum, öllum nauð- ungaruppboðum hjá sýslumönnum frestað á meðan verið er að lagfæra ástandið. Uppgreiðslugjöld banka og lífeyrissjóða og stimpilgjald á þessum eignatilfærslum yrðu felld niður. Þetta er markaðsaðgerð sem er kölluð magnbundin íhlutun og hefur m.a. bjargað bandaríska hús- næðislánakerfinu og kostar okkur skattgreiðendur ekki krónu. Meira á www.XG.is. Ólögleg verðtrygging FJÁRMÁL Guðmundur Franklín Jónsson formaður Hægri grænna, fl okks fólksins

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.