Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 19.02.2013, Qupperneq 16
19. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Stofnfundur Markaðsstofu Kópavogs ses. fer fram fimmtudaginn 21. febrúar kl. 12:00 í bæjarstjórnarsalnum, Fannborg 2. Markaðs stofa er nýr samstarfs vettvangur bæjarins og atvinnu- lífsins um ferða- og markaðs mál. Mark miðið er að sameina krafta allra þeirra sem vilja efla atvinnulífið í bænum. Á fundinum verða kosnir þrír fulltrúar atvinnulífsins í stjórn Markaðsstofu Kópavogs til tveggja ára. Allir fundarmenn hafa kjörgengi og kosningarétt. Fulltrúar fyrirtækja og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að mæta. VERTU MEÐ Í NÝJU MARKAÐSAFLI kopavogur.is Meirihluti stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis hefur lagt fram tillögur til breytinga á stjórnarskrárfrumvarp- inu. Einna mikilvægasta nýjungin er breytt fyrir- komulag þingkosninga. Þetta ætti að þoka öllu stjórnarskrármálinu áfram til samkomulags með góðum vilja þing- manna. Nýtt kosningakerfi Meginþættir hinna nýju ákvæða eru þessir: • Jafnt vægi atkvæða, eins og í upphaflega frumvarpinu. Kjós- endur njóta þá allir sömu mann- réttinda við kjörborðið öndvert við það sem nú er. • Eitt eða fleiri kjördæmi. Hér er ekki lengur sett hámark við töluna átta. Kjördæmaskipan er alfarið hlutverk löggjafans með setningu kosningalaga. • Eingöngu kjördæmalistar. Þar með er horfið frá því að bjóða upp á landslista eins og er í tillögum stjórnlagaráðs. Á móti kemur að sömu nöfn mega vera í boði á fleiri en einum kjördæmis lista sama flokks. • Persónukjör valkvætt. Það er ekki skylda að hafa alla lista óraðaða eins og er í reynd í frumvarpinu. Hver flokkur fyrir sig ákveður sjálfur hvort listar hans eru raðaðir eða óraðaðir. • Þingsætum skal úthluta til flokka, lista og frambjóðenda og það í þessari röð. Ekki er lengur hætta á því að kjördæmi verði hlunnfarin um þingsæti. Ávinningur Breytingartillagan tekur á velflestri þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á kosninga- ákvæðin í stjórnarskrár- frumvarpinu: • Ákvæðin eru verulega einfölduð og um leið færð mun nær því kerfi sem tíðkast hefur. Framboð geta verið alfarið með sama hætti og nú og kjör- seðlar verða áfram kunn- uglegir. • Aukið svigrúm við setningu kosningalaga. Með breytingunni fær löggjafinn aukið svigrúm við setningu kosningalaga en samkvæmt stjórnarskrárfrum- varpinu. Hlutverk löggjafans verður viðamikið en hann fær líka góðan tíma, tvö ár, til að breyta kosningalögum. • Staða kjördæmanna treyst. Með brottfalli landslista og skarpari ákvæðum um úthlutun þingsæta er brugðist við þeirri gagnrýni á upphaflega frum- varpið að þingsæti gætu hópast úr landsbyggðakjördæmum til höfuðborgarsvæðisins. Þá sem óttast breytingar er hægt að róa. Flokkar geta boðið fram með nákvæmlega sama hætti og nú. Þeir halda sig þá við aðskilda kjördæmislista og bjóða fram raðaða lista, sem kjósendur mega að vísu breyta en hin gefna röðun mun væntanlega ráða mestu. Hinir sem vilja horfa á landið sem heild og vilja gefa kjós- endum valfrelsi, t.d. nýir flokkar eða grasrótarhreyfingar, hafa líka tækifæri. Þeir geta boðið fram sama fólkið í öllum kjör- dæmum og það á óröðuðum listum. Feneyjanefndin Eins og alkunna er hefur svo- kölluð Feneyjanefnd nú gert athugasemdir við stjórnarskrár- frumvarpið. Í umsögn um ákvæð- in um kosningar til Alþingis segir nefndin einkum þetta; hér ásamt athugasemdum greinarhöfundar: • Nefndin fagnar jöfnu vægi atkvæða, grundvallarforsendu lýðræðis (málsgr. 69). • Hún hefur vissar áhyggjur af því að með persónukjöri sé dregið úr því hlutverki flokkanna að velja fólk til forystu (73). • Persónukjör er virkt í öðrum norrænum ríkjum nema Noregi. Er einhver foringja- kreppa í þessum löndum? • Með fyrrgreindri breytingu á frumvarpinu er hverjum flokki í sjálfsvald sett hvaða valdi hann vill halda og hvað framselja til kjósenda. Áhyggjurnar ættu því að vera úr sögunni. • Nefndin virðist ekki skilja ákvæði í frumvarpinu um að tryggja megi kjördæmum lág- markstölu sæta þrátt fyrir tilvist landslista (71). • Með breytingartillögunum er þetta vandamál úr sögunni. • Nefndin telur sambland flokks- listakjörs og persónukjörs flókið viðfangsefni sem sé skilið eftir fyrir kosningalög (74). • Aftur má minna á að nákvæmlega sama er uppi á teningnum í fyrrgreindum grann- löndum og víðar. • Vitaskuld væri einfaldara að hafa annaðhvort hreint lista- kjör eða hreint persónukjör en almennur vilji virðist vera til að fara hina blönduðu leið. Á þessu er nánar tekið með breytingar- tillögunni. • Nefndin bendir á að þröskuldur sé enginn og virðist hafa áhyggjur af smáflokkakraðaki sem torveldi myndun ríkisstjórna og auki bak- tjaldamakk á þingi (75). • Spyrja má hvort myndun ríkisstjórna og baktjaldamakk séu ekki þegar þekkt vandamál! • En vissulega kemur til greina að hafa þröskuld. Nú getur listi náð manni á þing jafnvel út á 1% af landsfylgi eða svo. Við- fangsefnið er því þekkt og kynni Feneyjanefndin efalaust að geta velt vöngum yfir núverandi fyrir- komulagi. • Á hinn bóginn vekur Fen- eyjanefndin líka athygli á því að einstaklingar geti aðeins boðið sig fram á listum (70). Þetta sýnir að nefndin er eitthvað tvístígandi í þessu þröskuldsmáli. • Allt um það ætti Alþingi að íhuga setningu lágmarksskilyrða þannig að flokkur þurfi að hafa fylgi sem nægi fyrir tveimur eða þremur þingmönnum hið minnsta til að eiga tilkall til þingsæta. • Nefndin virðist hugsi yfir því að löggjafinn fái mikið vald til að setja kosningalög. Fyrsta þing eftir gildistöku nýrrar stjórnar- skrár setji þau lög sem síðan verði aðeins breytt með 2/3 atkvæða á þingi. (Sjá mgr. 76 og 77.) • Fyrst er því til að svara að það er mjög á reiki hvað er í stjórnarskrá og hvað í kosninga- lögum í þessum efnum. Ákvæðin í frumvarpinu eru í meðalhófi hvað þetta varðar. • Hitt er rétt að ákvæðin um setningu kosningalaga orka tví- mælis. Stjórnlagaráð tók þetta orðrétt upp úr gildandi stjórnar- skrá. Gagnrýni Feneyjanefnd- arinnar á því jafnframt við um hana. • Alþingi ætti að íhuga að fella þetta sérákvæði niður. • Í lokin segir Feneyja nefndin kosningaákvæðin vera mjög flókin (78). • Mat á slíku er alltaf hug- lægt. Kosningakerfi eru hvergi einföld. Viðfangsefnið er í eðli sínu flókið. En á hinn bóginn má fullyrða að með fyrirliggjandi breytingartillögum sé búið að einfalda hina upphaflegu gerð frumvarpsins verulega. Með breytingartillögum meiri- hluta skipulags- og eftirlits- nefndar Alþingis er tekið á flestu í umsögn Feneyjanefndarinnar um kosningaákvæðin. Eftir situr hvort setja eigi lágmarks þröskuld og hvort krefjast eigi aukins meirihluta á Alþingi við fram- tíðarbreytingu á kosningalögum. Áfram veginn Nú þarf að halda áfram í sam- komulagsátt í stjórnarskrár- málinu og freista þess að finna sem stærstan samnefnara innan þess ramma sem markaður var með afgerandi úrslitum þjóðar- atkvæðagreiðslunnar 20. október síðastliðinn. Fyrirliggjandi hugmyndir um kosningaákvæði stjórnarskrár- innar ættu að geta verið stór hluti slíkrar málamiðlunar. Góð málamiðlun um kosningakerfi Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra skipaði nýlega nefnd til að kanna, meðal annars, hvernig hægt væri að takast á við dreifingu ólögmæts efnis um inter- netið. Að sögn nefndar- innar kemur til greina að hreinsun verði framkvæmd með svokölluðum netsíum, en það er búnaður sem getur hlerað netið og gripið inn í þegar reynt er að nálg- ast efni sem stjórnvöld hafa sett á bannlista. Þessar hugmyndir njóta stuðn- ings úr ýmsum áttum, enda geta undirheimar netsins verið ansi ógeðfelldir. Það er eðlilegt og sjálf- sagt að ríkið stígi fram og kanni hvað sé hægt að gera til að stemma stigu við því ofbeldi sem þar þrífst. Hins vegar er það samdóma álit tæknimanna og netverja, hér lendis og erlendis, að netsíur séu hvorki hentug né boðleg lausn við þessum vanda. Ég leyfi mér að fullyrða að nánast einu tæknimennirnir sem mæla netsíum bót séu þeir sem smíða eða selja slíkan búnað. Hörð andstaða tæknigeirans stafar af ýmsu. Netsíutæknin felur í sér aukinn kostnað og rýrir áreiðan- leika internetsins. Tæknin er óná- kvæm og síur hindra alltaf eðlileg samskipti fólks. Bannlistarnir sem síurnar vinna eftir eru vandsmíð- aðir og vandmeðfarnir og úr eldast fljótt. Loks verður ekki horft fram hjá því að netsíur eru í raun mjög gerræðisleg eftirlitstæki: Þetta er sama tækni og harðstjórar um allan heim nota til að hlera, ritskoða og kúga þegna sína. Til góðs eða ills Þar liggur hundurinn grafinn. Rit- skoðun netsins helst gjarnan í hend- ur við önnur mannréttindabrot og því hafa margir færustu tölvunar- fræðingar heims gert það að ævi- starfi sínu að berjast gegn netsíum. Þeir vilja tryggja samskipti fólksins sem berst fyrir bættum mannréttindum í Kína, Íran og öðrum löndum þar sem afskipti ríkisins af net- inu eru óeðlilega mikil, en eins konar vopnakapphlaup skap- aðist í þessum geira og hefur nú staðið yfir í mörg ár. Afrakstur- inn er mikið úrval af frjálsum hug- búnaði sem allir geta notað, forrit sem renna í gegnum netsíur eins og hnífar gegnum smjör. Eins og önnur verkfæri má nota þann hugbúnað hvort sem er til góðs eða ills. Í þætti sínum Málinu, þar sem fjallað var um barnaníð, minntist Sölvi Tryggvason á eitt slíkt forrit, „Tor-vafrann“. Rannsóknir Sölva leiddu í ljós að níðingarnir á Netinu nota þennan vafra og hafa þar með fært sig inn á þau svæði Netsins sem netsíurnar ná ekki til. Þeir sem ætla að sækja sér efni finna nefnilega alltaf leið til þess. Ef sett verður sía á annað klám færist klámið og neyt- endur þess með. Ef reynt verður að hindra niðurhal afþreyingarefnis, eins og kom til tals á síðasta mál- þingi SAFT, færa sig líklega allir Íslendingar undir þrítugu. Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mis takast. Hún leysir engan vanda en er kostn- aðarsöm aðferð til þess eins að sópa soranum undir teppið. Meðan svo er sjá tæknimenn, Píratar, Félag um stafrænt frelsi og í raun allir sem er annt um netið enga réttlætingu fyrir að taka á okkur aukinn kostnað, þjónustu- skerðingu og gróft inngrip inn í frið- helgi einkalífs okkar og samskipta. Ég skora því á Ögmund og nefndina að skemma ekki internetið, heldur leita annarra leiða. Netsíur leysa engan vanda NÝ STJÓRNARSKRÁ Þorkell Helgason fv. fulltrúi í stjórn- lagaráði ➜ Nú þarf að halda áfram í samkomulagsátt í stjórnar- skrármálinu og freista þess að fi nna sem stærstan … INTERNETIÐ Bjarni Rúnar Einarsson tölvunarfræðingur ➜ Netverjar vita af fenginni reynslu að netsían er dæmd til að mistakast. Hún leysir engan vanda …

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.