Fréttablaðið - 19.02.2013, Síða 21
Bílar19. FEBRÚAR 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3
láta hana líta dálítið lúxus lega út
þó ekki sé froðsað með dýrri efnis-
notkun. Þó verður að segja að að-
eins of mikið sé froðsað í fjölda
takka fyrir hljóðkerfi bílsins og
minnir fyrir vikið á stjórnklefa í
þotum. Sætin er mjög góð í bíln-
um og auðvelt að finna heppilega
akstursstöðu. Ökumaður, sem
og aðrir farþegar, sitja hátt í bíln-
um og það er einmitt það sem svo
margir bílkaupendur sækjast eftir
í dag og fyrir vikið sest maður beint
inn í bílinn, ekki niður í hann eins
og með svo marga fólksbíla. Þetta
meta sérstaklega mikið eldri kaup-
endur og reyndar líka margir kven-
kyns ökumenn. Ford B-Max er með
allra praktískustu bílum sem grein-
arritari hefur séð, sparneytinn og
ótrúlega góður í akstri og ætti því
að eiga vísan nokkuð stóran kaup-
endahóp, þó allra helst í hópi for-
eldra með ung börn.
Chevrolet hefur ekki selt afturhjóladrifinn fjögurra dyra fjöl-
skyldubíl með mjög öflugri vél síðan 1996, eða frá því að Chevr-
olet Impala SS var á sölulista fyrirtækisins. Úr því verður bætt
á þessu ári með tilkomu Chevrolet SS sem verður með V8-vél
undir húddinu og 415 hestöfl. Tekur sá bíll sprettinn í hundraðið
á fimm sekúndum. Það sem er líklega merkilegast við þennan bíl
er að hann er hannaður og smíðaður af Holden-armi Chevrolet í
Ástralíu. Chevrolet SS kemur í sölu á síðasta ársfjórðungi ársins.
Chevrolet framleiðir að sjálfsögðu Camaro og Corvette-bílana,
en þeir eru báðir tveggja hurða sportbílar og ekki hentugir sem
fjölskyldubílar. General Motors, eigandi Chevrolet, bauð reynd-
ar upp á öflugan fjölskyldubíl í formi Pontiac G8-bílsins fram til
ársins 2010, eða þar til Pontiac-merkið var lagt niður. Chevrolet
áætlar ekki að SS-bíllinn verði mikill magnsölubíll, hann muni
seljast í 8-10.000 eintökum á ári. Hann á að keppa við Dodge
Charger SRT og Chrysler 300 SRT á markaðnum fyrir kraftabíla
sem ekki falla í lúxusbílaflokk. GM ætlar að setja 13 nýja bíla á
markað á þessu ári og býst við 7% söluaukningu frá árinu í fyrra.
Aftur til fortíðar með
415 hestafla Chevrolet SS
Chevrolet SS
KOSTIR
Byltingar-
kennd
hurðaopn-
un, aksturs-
eiginleikar,
góðar vélar
Vantar
sjötta gírinn,
fæst bara
sjálfskiptur
með einni
vélargerð
GALLAR
Ótrúlega rúmur og notadrjúgur lítill bíll og kjörinn fyrir barnafjölskyldur FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ford B-Max
Rúnar Róberts
Góður vinnufélagi!
Virka daga kl. 13 – 16