Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 2

Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 2
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FÓLK „Þetta hreyfði við manni,“ segir Elín Guðmundsdóttir, 84 ára skíðakona og fyrrverandi tann- læknir, sem í síðustu viku renndi sér sína fyrstu ferð í fjögur ár. Myndband sem Ingimar Örn Jónsson, sonur Elínar, tók af henni að renna sér í Bláfjöllum hefur vakið athygli og hrifningu á Facebook. Ingimar viðurkenn- ir að hafa haft dálitlar áhyggjur af móður sinni í skíðabrekkunni í fyrsta skipti í svo langan tíma. „Hún er búin að fara í mjaðma- skipti og þá er maður hræddur um að það sé eitthvað að styrknum eða þrekinu en það var nú ekki að sjá á henni þegar við vorum að skíða niður. En þetta er bara eins og hún sagði sjálf; hræðslan er bara í hug- anum,“ segir sonurinn. „Það hefur vantað snjó og svo fóru skíðin mín óvart til Noregs,“ útskýrir Elín hið langa skíðahlé sem nú er lokið. Hún kveðst við góða heilsu þó að gerviliðirnir í mjöðmunum sem hún fékk fyrir rúmum áratug setji henni viss mörk: „Það er eiginlega það sem held- ur aftur af mér að fara í erfiðar brekkur. Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á í sambandi við það.“ Öll fjölskyldan hefur alla tíð stundað skíðaíþróttina af miklu kappi. „Hún ól okkur systkinin á sínum tíma upp á skíðum, meðal annars í Kerlingarfjöllum. Svo vorum við svo heppin að mamma og pabbi fengu strax áhuga á að fara til Austurríkis áður en skipu- legar ferðir þangað byrjuðu. Það er auðvitað skíðaparadís,“ segir Ingimar. „Þetta þótti bara sjálfsagt þegar veturinn var genginn í garð og snjór var kominn í fjöllin,“ bætir Elín við. Síðast fór hún í skíðaferð erlendis til Davos í Sviss fyrir fimm árum. Það sé einfaldlega frá- bært að vera á skíðum. „Yfirleitt fór ég erlendis á skíði á hverju ári. Annars er ég komin það mikið í golfið að það hefur tekið yfir.“ Elín neitar því ekki að vera komin nokkuð áleiðis í aldurskal- anum fyrir skíðagarp. „Ekkert alvarlega samt,“ undirstrikar hún þó og hlær hjartanlega. gar@frettabladid.is FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜18 HELGIN 22➜46 SPORT 68 MENNING 56➜74 Magnús Halldórsson, viðskiptafrétta- stjóri Stöðvar 2 og Vísis, gagnrýndi Jón Ásgeir Jóhannesson í harðorðri grein þar sem hann frábað sér til- raunir Jóns Ásgeirs til að hafa áhrif á fréttaskrif varðandi hans mál í miðlum 365. Kristín Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarkona hlaut heiðursverðlaun Eddunnar. Ræða hennar vakti mikla athygli þar sem hún gagnrýndi harðlega hversu erfitt konur eiga uppdráttar í kvikmyndagerð á Íslandi. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, bar fram vantrauststillögu á ríkis- stjórnina á miðvikudag en dró hana síðan til baka á fimmtudagsmorgun. Ásgeir Trausti kom, sá og sigraði á Íslensku tónlistar- verðlaununum og hafði heim með sér fern verðlaun; þar með talin fyrir bestu plötu síðasta árs. FIMM Í FRÉTTUM VANTRAUST OG TÓNAR ➜ Gunnar Nelsson, bardagaíþróttakappi, hefur öðlast enn frekari viðurkenningu hér heima og erlendis eftir bardaga sinn við Jorge Santiago, sem hann sigraði á sannfærandi hátt í vikunni. STYRKIR TIL AFREKSFÓLKS OF LÁGIR 68 Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra útilokar ekki að taka upp launakerfi fyrir íslenskt afreksfólk. Hún tekur undir að núverandi styrkir séu of lágir. ÁRNI BERST Í DUBLIN 68 Árni Ísaksson tekur þátt í bardaga á Írlandi í kvöld. Aðalfundur Kvennadeildar RKR 2013 verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu við Hagatorg, fimmtudaginn 7. mars kl. 18:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning í stjórn og nefndir 3. Önnur mál 4. Kvöldverður 5. Eyrún Ingadóttir les úr bók sinni Ljósmóðirin Mjög áríðandi að tilkynna þátttöku í síma 545 0405, 545 0400 eða með tölvupósti: audur@redcross.is í síðasta lagi daginn fyrir fundardag. Stjórnin LYGIN EINS OG KJARNORKUÚRGANGUR 56 Rithöfundurinn Hanne-Vibeke Holst ræðir verk sín. NÝTT - UPP Á GAMLA MÁTANN 60 Pönnukökur, vöffl ur og skonsur standa alltaf fyrir sínu. BÚIÐ SPIL 64 Framleiðendur Die Hard-myndabálksins eru búnir að ganga af honum dauðum, að mati gagnrýnanda. SJÖ VIÐTÖL Á EINUM DEGI 74 Ólafur Arnalds er fullu við að kynna nýju plötuna sína sem kemur út hjá Universal á mánudag. STYTTIST Í ÓSKARINN 22 Óskarsverðlaunahátíðin er hápunktur bíó- ársins að margra mati. Nokkrir tilnefndir í ár skrá sig í sögubækur verðlaunanna. JARÐNÆÐI TILFINNINGANNA 26 Upplýsingar liggja ekki á lausu um eignarhald á jörðum, kort eru ófullkomin og stjórnvöld hafa ekki skýra stefnu í málafl okknum. Engu að síður hafa allir skoðun á ástandinu og hvert skal stefnt HVER DAGUR ER SÁRSAUKAFULLUR 36 Helga Lucia Haraldsdóttir hefur glímt við psoriasis frá fi mmtán ára aldri. SÖFNUN ER GÓÐ FYRIR SÁLINA 38 Þótt frímerki og mynt séu óðum að hverfa úr notkun er lífl egt á félags- fundum safnara. KRAKKASÍÐA 42 KROSSGÁTA 44 DEILAN LEYST EN VANDINN ÓLEYSTUR 16 Þorsteinn Pálsson um kjarasamninga og krónuna. LÆKNINGAR OG GOLF − ER MUNUR? 17 Kristófer Sigurðsson um kjör unglækna. FRÍVERSLUN VIÐ ASÍURÍKI Í SJÓNMÁLI 18 Jón Ágúst Þorsteinsson um viðskipti. Hálfníræð skíðar enn á gervimjaðmakúlum Elín Guðmannsdóttir hefur staðið á skíðum í marga áratugi og er ekki af baki dottin þótt hún sé orðin 84 ára og sé með gervimjaðmaliði. Sonur Elínar kveðst hafa haft áhyggjur af fyrstu skíðaferð hennar í fjögur ár en það hafi reynst óþarft. ELÍN GUÐMANNSDÓTTIR Snjóleysi og skíði sem fóru óvart til Noregs héldu Elínu Guðmannsdóttur frá skíðabrekkunum í fjögur ár. Nú er hún mætt aftur í Bláfjöll. MYND/INGIMAR ÖRN JÓNSSON Ég er ekki bangin en ég veit að það er ekki aftur snúið ef eitthvað kemur upp á. Elín Guðmundsdóttir, skíðakona og fyrrverandi tannlæknir. „Það er allt útatað; menn, vélar og hús og lyktin ætlar allt að drepa.“ 4 Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði í Kolgrafafi rði LAUS GEGN TRYGGINGU 6 Dómari ákvað í gær að Oscar Pistorius skuli leystur úr haldi. Pistorius er ákærður fyrir að myrða unnustu sína. ÓLAFUR RAGNAR NÝTUR MESTS TRAUSTS 12 Bjarni Benediktsson nýtur minnsts trausts íslenskra stjórnmálaleiðtoga. STJÓRNMÁL Enginn stjórnmálaflokkur hefur skipt meira máli á Íslandi undanfarin fimmtán ár en Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi formaður flokksins, í ræðu sinni á fyrsta degi landsfundar VG á Hilton Nordica-hótelinu síðdegis í gær. Steingrímur sagði flokkinn hafa skrifað marga kafla í íslenska stjórnmálasögu, meðal annars með því að setja umhverfis- og kvenfrelsismál á oddinn. Steingrímur kvaðst afar stoltur af myndun fyrstu hreinu vinstristjórnarinnar árið 2009. Þá vék hann einnig að rótum efnahagshrunsins 2008: „Siðlaus græðgishyggja nýfrjálshyggjunnar, nýkapítalismans sem einkavæðir gróðann, rakar honum til sín í skattaskjól, borgar svimandi arð, laun og bónusa meðan því er logið að okkur að það sé góðæri, en vill svo þjóðnýta tapið þegar allt fer á hliðina, þá á ríkið, við, að borga, er versta kerfi sem hefur verið fundið upp á jörðinni, sannkallað- ur kapítalismi andskotans.“ Fundurinn heldur áfram í dag og þá verð- ur kosið um formann og varaformann. Katrín Jakobsdóttir er ein í kjöri til formanns en um varaformannsembættið berjast þingmaðurinn Björn Valur Gíslason, Daníel Haukur Arnarsson, stjórnar maður í Ungum Vinstri grænum og Þor- steinn Bergsson, bóndi og þýðandi í Fljótshlíð. - sh Steingrímur J. Sigfússon kveðst stoltur af fyrstu vinstristjórninni: VG mikilvægasti flokkurinn VÍGREIFUR Katrín Jakobsdóttir, verðandi formaður, afhenti Steingrími blómvönd að lokinni ræðu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.