Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 8
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
Ráðgjafarhópur um lagningu raforkustrengs boðar til
málþings, þriðjudaginn 26. febrúar. Málþingið verður
haldið í Hörpu–Silfurbergi B kl. 12:00-15:30.
DAGSKRÁ
12.00-12.20 Setning Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafarhóp
Staða og horfur í orkumálum Evrópu – erindi og spurningar á ensku
12.20-12.40 Justin Wilkes, European Wind Association: Iceland and the European offshore electricity grid
12.40-13.00 Emmanouela Angelidaki, Ofgem: GB regulatory developments on electricity
interconnector investment
Reynsla Norðmanna – erindi og spurningar á ensku
13.00-13.20 Eric Skjelbred, Statnett: The Norwegian experience of interconnectors to Europe
13.20-13.40 Marius Holm Rennesund, Thema Consulting, Effects of interconnectors to Europe
13.40-14:00 Kaffihlé
Staða málsins á Íslandi – erindi og spurningar á íslensku
14.00-14.15 Pétur Stefánsson, f.h. National Grid, Tenging Bretlands við evrópskan orkumarkað
14.15-14.35 Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Nokkur atriði varðandi þjóðhagsleg
áhrif sæstrengs
14.35-14.55 Stefán Gíslason, Environice, Sæstrengur og sjálfbær þróun
14.55-15.25 Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir, stjórnarformaður Hörpu
Aðgangur er ókeypis en áhugasömum er bent á að skrá sig á www.anr.is.
www.anr.is
Sæstrengur til Evrópu
Er kominn tími
til að tengja?
PO
RT
h
ön
nu
n
Einnig breytist afgreiðslutími vegabréfa og verður allt að þrettán virkum dögum frá pöntun auk
frídaga á tímabilinu. Þar af er framleiðslutíminn tíu dagar og að lokinni framleiðslu eru vegabréfin
póstsend á lögheimili umsækjanda eða á umsóknarstað. Póstsendingartími er allt að þremur dögum.
Þjóðskrá Íslands vekur athygli
á því að frá 1. mars 2013 verður
gildistími vegabréfa tíu ár frá
útgáfudegi, en fimm ár fyrir
börn yngri en 18 ára.
Gildistími vegabréfa
breytist 1. mars
Nánari upplýsingar má finna á vegabref.is
ÍTALÍA, AP Samkvæmt skoðana-
könnunum er það leiðtogi banda-
lags vinstri- og miðjuflokka, Pier
Luigi Bersani, sem virðist ætla að
hala inn mestu fylgi í þingkosning-
um á Ítalíu.
Nokkur óvissa ríkir að vísu um
gildi skoðanakannana, því sam-
kvæmt lögum mega ítalskir fjöl-
miðlar ekki birta niðurstöður
þeirra síðustu tvær vikurnar fyrir
kosningar.
Kosningarnar hefjast á morgun
og standa fram á mánudag. Mario
Monti forsætisráðherra boðaði til
þeirra í desember eftir að Silvio
Berlusconi tilkynnti að flokkur
hans væri hættur að styðja ríkis-
stjórn Montis.
Berlusconi hafði þá boðað að
hann myndi sækjast eftir því að
verða forsætisráðherra Ítalíu í
fjórða sinn.
Flokkabandalagi Bersanis
er spáð allt að 35 prósentum
atkvæða, en hægri flokka banda-
lagi Berlusconis um 28 prósent.
Flokki hagfræðingsins Marios
Monti, sem stjórnaði landinu
í rúmt ár eftir að Berlusconi
hrökklaðist í þriðja sinn frá völd-
um, er spáð 14 til 16 prósentum
atkvæða. Hins vegar virðist nýr
flokkur skemmtikraftsins Beppos
Grille, sem heitir Fimm stjörnu
hreyfingin, jafnvel geta náð
nokkru meira fylgi en Monti, því
honum er spáð 13 til 19 prósentum.
Í vikunni birti ítalskt dagblað
skoðanakönnun þar sem ekki var
spurt um fylgi við flokka heldur
hvort fólk væri búið að ákveða sig.
Niðurstaðan varð sú að þriðjungur
kjósenda væri enn óákveðinn.
gudsteinn@frettabladid.is
Ítalir ganga
að kjörborði
Mikil óvissa ríkir um úrslit þingkosninga á Ítalíu, sem
haldnar verða á morgun og mánudag. Sigurstrangleg-
astur er þó Pier Luigi Bersani, leiðtogi vinstrimanna.
SILVIO BERLUSCONI Gerir sér vonir um að verða forsætisráðherra í fjórða sinn.
NORDICPHOTOS/AFP
35%
Flokkabandalagi Bersanis er
spáð allt að 35% fylgi en
bandalagi Berlusconis 28%.