Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 16
23. febrúar 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is
MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og
í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Ert þú með slæma tíðaverki?
Þá gætir þú verið með endómetríósu (legslímuflakk)
Samtök um endómetríósu
halda aðalfund laugardaginn 2. mars kl. 13.00
í fundarsal Kvennadeildar, Landspítalanum við Hringbraut.
Gengið er inn um aðaldyr Kvennadeildar á fyrstu hæð og síðan til hægri.
DAGSKRÁ
Venjuleg aðalfundarstörf
Fyrirlestur: Verkir og verkjameðferðir
Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun
Allir velkomnir – gott tækifæri til að fræðast um sjúkdóminn
og starf samtakanna.
www.endo.is endo@endo.is
www.facebook.com/endometriosa
Í langan tíma hefur ekkert eitt mál náð nær hjartarótum þjóðarinnar en uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Land-
spítalanum. Í byrjun var vanda-
num lýst á þann einfalda og rétta
hátt að spítalinn gæti ekki keppt
við grannlöndin um hæft starfs-
fólk. Nú er spurningin þessi: Er
búið að leysa þann vanda?
Útgjöld i n vegna þessa
samnings eru lítil í heildarsam-
hengi. En verkurinn er að ríkis-
sjóður á samt ekki fyrir þeim.
Innan skamms munu aðrir á spít-
alanum kalla á sömu hækkanir og
fá þær. Launahlutföllin verða því
óbreytt. Eftir
ár mun allur
vinnumarkað-
urinn hafa feng-
ið sambærilega
hækkun. Klípan
er hins vegar sú
að þjóðarbúið er
ekki að skapa
þau verðmæti
að innistæða sé fyrir henni.
Lausnin felst í því að gengi
krónunnar lækkar eftir kosning-
ar. Hjúkrunarfræðingarnir og
allir þeir sem fylgja í kjölfarið
borga þannig sjálfir launahækk-
unina. Samningurinn er því ekki
um kjarabætur. Hann er aðeins
fyrsta skrefið í nýjum verðbólgu-
hringdansi. Hann mun aftur
þyngja greiðslubyrði lána. Í
reynd er um að ræða eins konar
aðfararorð að þegjandi allsherjar-
samkomulagi um áframhaldandi
kjararýrnun.
Sú alvarlega staða að Landspít-
alinn getur ekki boðið starfsfólki
sínu laun sambærileg við grann-
löndin er í besta falli óbreytt.
Vandinn er óleystur. Hann er
afleiðing af því að íslenska þjóðar-
búið stendur halloka og býr við
veika samkeppnisstöðu gagnvart
þeim sem það skiptir við.
Deilan leyst en vandinn óleystur
Framleiðni er svo slök í atvinnulífinu að Ísland er þar í flokki með Grikklandi.
Aðeins sjávarútvegurinn hefur
náð framleiðni sem stenst alþjóð-
lega samkeppni. Nú í þinglok á að
snúa því dæmi endanlega við og
samkeppnishæfni Landspítalans
versnar að sama skapi.
Á næstu fimmtán árum þarf að
tvöfalda verðmæti útflutnings-
framleiðslunnar og ná mun meiri
framleiðni. Það er eina leiðin til
að bæta kjörin og styrkja velferð-
ina. Þessi viðbótarverðmætasköp-
un þarf að verða í nýjum greinum
sem öðru fremur byggja á tækni-
þekkingu og eiga kost á að vaxa
á stærri markaði. Rótgrónu auð-
lindagreinarnar eru mikilvæg
undirstaða en vaxtarmöguleikar
þeirra eru takmarkaðir.
Lausnin felst hvorki í átaks-
verkefnum stjórnvalda né í auk-
inni skattheimtu á fyrirtæki til
að endurúthluta til þeirra sem
stjórnmálamenn hafa trú á. Þessi
umskipti verða aðeins í frjálsum
viðskiptum á markaði. Lausnin
felst í því að skapa þau markaðs-
skilyrði að þar geti vaxið blóm af
blöðum blóma.
Mörg mikilvægustu skilyrð-
in eru fyrir hendi. Mesta þýð-
ingu hefur aðildin að innri mark-
aði Evrópusambandsins. Öll
viðskiptalöggjöf landsins verður
til með sameiginlegum ákvörð-
unum Evrópusambandsþjóðanna.
Þannig er Evrópa heimamarkaður
Íslands.
Engin keðja er þó sterkari en
veikasti hlekkur hennar. Íslensk
fyrirtæki hafa ekki mynt sem er
gjaldgeng í viðskiptum á þessum
markaði. Að auki er ekki unnt að
tryggja sama viðskiptafrelsi með
krónuna og önnur ríki njóta. Tvö-
földun útflutningsframleiðslunnar
verður aldrei að veruleika við þær
aðstæður.
Veiki hlekkurinn
Margir spyrja hvort ekki sé unnt að hafa betri stjórn á krónunni en var á árun-
um fyrir hrun. Svarið er: Engin
ástæða er til að ætla annað en að
þeir sem þá fóru með fullveldis-
ráðin yfir krónunni hafi bæði haft
hæfni og styrk til að gera það sem
best var fyrir Ísland. Það dugði
einfaldlega ekki með litla mynt á
opnum markaði.
Ætli menn að losna við gjald-
eyrishöftin er annað tveggja til
ráða; að taka einhliða upp stöð-
ugri erlenda mynt eða ganga í
Evrópska myntbandalagið. Hag-
ræðið af myntbandalaginu felst í
því að Ísland er þegar aðili að nær
allri löggjöf Evrópusambandsins.
Um leið tryggir aðild að því betur
pólitíska hagsmuni landsins eins
og aðildin að Atlantshafsbanda-
laginu gerði áður og brýnt er að
viðhalda.
Of snemmt er að taka ákvarðan-
ir um þessa kosti nú, en það þarf
að gera fyrir mitt næsta kjörtíma-
bil. Þeir sem útiloka báða kostina
eru um leið að segja að þeir ætli
ekki að styrkja samkeppnisstöðu
þjóðarbúsins og velferðarkerfis-
ins. Þá afstöðu hefur Framsókn-
arflokkurinn þegar tekið.
Stefna stjórnarflokkanna í
sjávar útvegsmálum gengur
ekki upp nema með krónu sem
má gengisfella til að jafna óhjá-
kvæmilegar sveiflur í greininni.
Það bendir ekki til að heill hugur
hafi fylgt máli þegar þeir sam-
þykktu að stefna að upptöku evru.
Í þessu ljósi hljóta margir að
horfa til þess hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn ætlar eins og hinir að
loka í raun þeim leiðum sem geta
skapað skilyrði fyrir raunveruleg-
um útflutningshagvexti eða hvort
hann mun einn flokka halda þeim
opnum. Spurningin er hvort leysa
eigi vandann eða láta blekkingu
verðbólgunnar duga.
Tækifæri
B
arnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á
Alþingi nú í vikunni. Sáttmálinn var samþykktur
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989, undir-
ritaður fyrir Íslands hönd 1990 og fullgiltur árið
1992. Leiðin hefur því verið nokkuð löng.
Enginn mannréttindasáttmáli hefur verið staðfestur af
fleiri þjóðum en Barnasáttmálinn, eða 192. Áhrif hans eru
því, eða ættu að minnsta kosti að vera, víðtæk.
Samkvæmt umboðsmanni
barna hefur þó sjaldan verið
vitnað til sáttmálans við
úrlausn mála hjá stjórnvöldum
og dómstólum. Sáttmálinn
hefur haft lítil áhrif á dóma-
framkvæmd, meira að segja
hefur komið fyrir að dæmt
hefur verið gegn samningnum
fyrir íslenskum dómstólum. Með lögfestingu sáttmálans á
slíkt ekki að vera mögulegt lengur.
Mikið hefur áunnist í réttindamálum barna undanfarna
áratugi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er samtvinnaður
þeirri viðhorfsbreytingu sem hefur vissulega verið mismikil
meðal þjóða og heimshluta og felst í því að líta á börn sem
fullgilda borgara með eigin réttindi sem meðal annars felast
í rétti þeirra til að fá vernd af hálfu fullorðinna á ýmsum
sviðum.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur til margvíslegra
réttinda barna, mannréttinda svo sem skoðanafrelsis, tján-
ingarfrelsis og trúfrelsis og rétt barna til menntunar. Í sátt-
málanum felst líka sú sýn að börn séu hópur sem vernda þarf
sérstaklega, umfram þá sem fullorðnir eru, og aðildarríkin
taka á sig þá skyldu að tryggja ákveðna grunnþjónustu sem
snýr að velferð barna.
Lögfesting Barnasáttmálans er mikilvægur áfangi. Með
lögfestingunni er staða barna á Íslandi sterkari en hún var
áður. Þingmenn sem stóðu að lögfestingunni og samþykktu
hana eiga skilið heiður og þökk fyrir að hafa stigið þetta
skref.
Nú ríður á að kynna efni samningsins en nefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur einmitt gert athugasemd við kynningu hans
hér á landi. Auk barnanna sjálfra, sem vitanlega eiga að
þekkja réttindi sín, og foreldranna, þeirra sem ábyrgð bera á
uppeldi og uppvexti barnanna, þá er mikilvægt að allir þeir
sem koma að starfi með börnum þekki ákvæði samningsins
og vinni í samræmi við þau í menntakerfinu, félagslega
kerfinu, innan heilbrigðisgeirans og í stjórnsýslunni.
Allir þessir hópar þurfa að gerþekkja efnisatriði Barna-
sáttmálans til þess að starf þeirra allt samræmist þeim rétt-
indum sem börnin hafa samkvæmt honum.
Þarna er hlutur sveitarfélaganna veigamikill því þau reka
hina daglegu skólaþjónustu við börn, bæði leikskólann og
grunnskólann, sjálfa skólaskylduna.
Aðeins með því að efni sáttmálans samtvinnist öllu starfi
sem tengist börnum verður lögfesting hans þau tímamót sem
hún á að vera.
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur:
Mikilvægur
áfangi fyrir börn
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is