Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 26
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Hver á Ísland? Stórt er spurt og af metnaði og reyndar var aldrei meiningin að geta svarað þeirri spurn-ingu enda nlega .
Ísland er líka mun meira en jarð-
ir og lögbýli. Íbúar sveitarfélaga
hljóta að eiga land í eigu þeirra,
þjóðlendur eru xxx hluti af land-
inu og þær eigum við öll. En síðan
eru það blessaðar jarðirnar og um
það hafa deilurnar snúist. Þess
vegna var sjónum beint að þeim;
hver á þær, hvar eru þær, hve
stórar, hvaða lög og reglur gilda
um eignarhaldið og hver er stefna
stjórnmálamanna?
Margt hefur komið á óvart við
vinnslu þessa greinaflokks. Þar
má nefna það að jarðasöfnun
virðist vera lítil sem engin, þrátt
fyrir að stjórnmálamenn tali oft
og tíðum eins og hún sé vanda-
mál sem á þurfi að taka. Þá eiga
útlendingar afskaplega fáar jarð-
ir. Þeir eru líka eins og aðrir eig-
endur, sumir gera lítið á eignum
sínum, aðrir standa fyrir upp-
byggingu og eyða umtalsverðum
fjármunum til þess.
Óljósar upplýsingar
Þá hefur það einnig vakið athygli
okkar hve margt er í raun á huldu
um málaflokkinn. Við höfum sjálf-
ir þurft að keyra saman gagna-
grunna til að komast eins nálægt
sannleikanum og hægt er varð-
andi eignarhald á jörðum og enn
stendur út af að ekki er hægt að
ákvarða nákvæmlega, svo dæmi
sé tekið, hve margar jarðir útlend-
ingar eiga. Það skýrist af því að
þeir geta átt í eignarhaldsfélög-
um sem eiga jarðir eða jarðahluta.
Nokkuð nákvæm tala er þó sú að
rúmlega 100 jarðir af 7.595 eru í
eigu útlendinga.
Þá eru það ekki ný sannindi að
jarðir eru ekki uppmældar, en það
flækir málið enn frekar. „Þetta
kemur þéttbýlisbúum alltaf á
óvart,“ segir Magnús Leópoldsson
fasteignasali. Þeir standi í þeirri
meiningu að allt sé uppmælt,
eins og eignir í þéttbýli. Í staðinn
þarf að styðjast við gömul landa-
merkjabréf sem oft og tíðum eru
óljós og um þau geta staðið deilur.
„Þetta fer oft eftir vísifingrinum á
bóndanum. Hann bendir upp í hlíð
segir nokkurn veginn hvar jörðin
liggur.“
Lítið uppmælt
Þrátt fyrir að bændur sjálfir hafi
kallað eftir því að gerð verði gang-
skör að því að mæla upp jarðir,
enda vilja þeir vita hvað þeir eiga
og mega selja, hefur lítið gerst í
þeim málum. Ríkið, sem er stærsti
jarðeigandinn, hefur ekki gengið
á undan með góðu fordæmi hvað
þess eignir varðar.
Samkvæmt fasteignamati eru
stærðir á jörðum því yfirleitt
skráðar 0 hektarar. Einhver upp-
mæling hefur farið fram á úthög-
um, enda eru þeir verðmætara
land. Nákvæm stærð jarða ligg-
ur þó sjaldnast fyrir og því skipt-
ir engu hvaða gagnagrunnar eru
keyrðir saman, ógjörningur er,
eins og staðan er í dag, að segja
til um hve stór hluti jarðnæðis sé í
eigu útlendinga, eignarhaldsfélaga
eða ríkisins.
Sem dæmi um það hve mörgu
er áfátt í þessum málaflokki má
nefna jarðirnar Háf, Háfshjáleigu
og Hala í Rangárþingi ytra. Til er
landlýsing frá fyrri hluta 20. aldar
um skiptingu heimatúna bæjanna
og þinglýst skjöl sýna landamerki
þeirra.
Árið 2006 kom eigandi Háfs
hins vegar að máli við sveitar-
stjórn með nýja hnitsetningu á
því sem talið hafði verið sameig-
inlegt land. Á innan við viku hafði
sveitarstjórn sent erindið til land-
búnaðarráðuneytisins, fengið
jákvætt svar, samþykkt nýju hnit-
in og sýslumaður þinglýst; allt án
þess að eigendur hinna tveggja
jarðanna hefðu hugmynd um það,
enda var ekki rætt við þá.
Síðan hafa staðið dómsmál um
spilduna sem hnituð var út og hafa
dómar fallið eiganda Háfs í vil.
Engu að síður hefur sveitarfélagið
ekki verið tilbúið til þess að veita
honum leyfi til að skipta því landi
upp, þar sem Hæstiréttur Íslands
segir vafa ríkja um eignarhaldið.
Eigandinn má því selja spilduna í
heilu lagi, en ekki skipta upp, þrátt
fyrir að þinglýst skjöl sýni hvern-
ig hún liggur og staðfesti eignar-
hald hans.
Stefnumörkun í vændum
Svörin við því hver eigi Ísland
eru því mörg og óljós. Ríkið, í ein-
hverri mynd, er langstærsti eig-
andinn. Kirkjumálasjóður kemur
næstur. Landsbankinn á, í gegnum
Lífsval, tæplega 40 jarðir og nokk-
ur eignarhaldsfélög eiga nokkrar
jarðir hvert. Eftir stendur að jarð-
ir eru að mestu í dreifðri eigu. Það
má líka velta því fyrir sér hvort
það sé í raun ekki dreifðari eign
þegar eignarhaldsfélag, með
mörgum hluthöfum, á þrjár jarðir,
en þegar einn eigandi á heila jörð?
Stjórnmálamenn virðast vera
sammála um að festa þurfi í lög
takmörkun varðandi eignar-
hald á jörðum. Hún getur falist í
stærð þeirra, fjölda, nytjum eða
að gerð verði krafa um búsetu.
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra hyggur á setningu reglu-
gerðar þar sem þess verði krafist
að erlendir eigendur jarða verði
að vera með efnahagslega starf-
semi á þeim. En hvað þýðir það?
Rudolph Walter Lamprecht hefur
eytt yfir 50 milljónum króna í
skógrækt í Heiðardal og stundar
þar fiskrækt. Er það efnahagsleg
starfsemi? Eða verður að stunda
búskap á jörðinni?
Sé að marka orð stjórnmála-
manna er hins vegar ljóst að á
næstu árum eigum við eftir að sjá
takmarkanir af einhverju tagi í
lögum. Steingrímur J. Sigfússon,
atvinnuvega- og nýsköpunarráð-
herra, kallar eftir opinni umræðu
um málið.
„Ég held að það eigi að ræða
þetta opinskátt og nálgast þetta
yfirvegað og losna við, bæði alla
þjóðrembu, en líka alla feimni
við að ræða þetta. Sumir fyllast
alltaf tortryggni um að nú eigi
að fara að loka einhverju og læsa
og þetta sé einhvers slags gam-
aldags verndar sjónarmið. Mér
finnst þetta vera alveg þvert á
móti, þetta er spurningin um að
þora að takast á við framtíðina og
rýna inn í hana.“
Gögn og aftur gögn
Slík umræða mun, að öllum lík-
indum, fara fram á næstu árum.
Framtíðarstefnu hefur vantað í
málaflokknum, en vilji virðist vera
til að gera bragarbót á því. Stjórn-
málamenn hafa nefnt að þó jarða-
söfnun og eignarhald útlendinga
sé ekki vandamál núna, geti það
orðið það í framtíðinni. Um það
skal ekkert fullyrt.
Hins vegar hlýtur það að vera til
góðs að setja málin niður fyrir sig,
skoða staðreyndir og meta stöðuna
eins og hún er, ekki eins og orð-
rómurinn segir að hún sé, og móta
stefnu til framtíðar. Hver sem hún
svo verður. Gott skref í því væri að
gera gögn aðgengilegri, opna þau,
mæla upp landið og útbúa kort. Á
því er síðan hægt að byggja skyn-
samlegar ákvarðanir.
Lamprecht sagði að viðbrögðin
við eignarhaldi útlendinga á jörð-
um væru skiljanleg. Þau væru hins
vegar byggð á tilfinningum. Ekki
ber að loka augunum fyrir mikil-
vægi tilfinninga, en lagasetning
og stefnumörkun verður einnig að
byggja á staðreyndum.
Tilfinningar ráða gjarnan för
Upplýsingar liggja ekki á lausu um eignarhald á jörðum, kort eru ófullkomin og stjórnvöld hafa ekki skýra stefnu í málaflokknum. Engu að
síður hafa allir skoðun á ástandinu og hvert skal stefnt. Stefnan verður hins vegar að byggja á réttum upplýsingum sem þurfa að liggja fyrir.
ÍSLAND Spurningunni um hver eigi Ísland er ekki auðsvarað, enda á landið sig líklega sjálft. Ljóst er bæta þarf upplýsingar ef
marka á stefnu til framtíðar í jarðamálum. MYND/NASA
Íslandi ber, sem aðila að EES-samningnum, skylda til að taka upp tilskipun
um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu
(INSPIRE). Tilskipunin rennur út árið 2019, en Ísland hefur fengið frest
til ársins 2022 til að uppfylla tilskipunina. Samkvæmt henni þarf að veita
aðgang að öllum opinberum landupplýsingum og kortum.
Landmælingar Íslands vinna að verkefninu, með styrk frá Evrópusam-
bandinu. Hins vegar felur tilskipunin ekki í sér kröfu um að gögn verði
búin til þar sem þau vantar. Það er því ekki skylda að mæla upp land eða
gera kort af jörðum. Styrkjakerfi ESB í landbúnaði samanstendur, meðal
annars, af beingreiðslum sem byggja á stærð jarða. Verði Ísland einhvern
tímann aðili að sambandinu, þurfa þær því að liggja fyrir.
Styrkur vegna landupplýsingakerfis
Líkt og fram hefur komið er ríkið langstærsti
jarðeigandinn. Ríkisjörðum hefur þó fækkað
umtalsvert á síðustu árum og áratugum. Árið
1996 voru þær 638, árið 2000 516 og í dag
eru þær 445. Líkt og sést hér til hliðar hefur
ríkið selt fjórtán jarðir á síðustu fjórum árum.
Á árunum 1991 til 2000 seldi ríkið 127 jarðir,
en keypti á móti 21 jörð.
Steingrímur J. Sigfússon veltir því upp hvort
ríkið eigi kannski að hætta að selja jarðir.
„Ætlar ríkið að hætta að selja jarðir sem það
á, bara til þess að það sé þá visst mótvægi í
því fólgið að þetta mikið af jarðnæði sé þá
í íslenskri eigu. Í mínum huga er ákaflega
mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þessu
og það gera öll lönd í kringum okkur. Það er
engum sama um það hvernig jarðnæði er
meðhöndlað og að það geti í stórum stíl sóp-
ast á fárra manna hendur, eða þá menn geti
keypt það upp til þess að gera eitthvað allt
annað við það heldur en kannski samfélagið
telur almennt skynsamlegt að gera.“
Ríkissjóður hægir á sölu jarða sinna
*Jarðir á forræði fj ármálaráðuneytis, sem
hefur langfl estar ríkisjarðir á sínu forræði.
1 2 3 4 5 6HVER Á ÍSLAND?
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Páll Hilmarsson
pallih@gogn.in
2009 2010 2011 2012
6
5
4
3
2
1
0
■ Seldar ríkisjarðir
■ Seldir jarðahlutar/skikar úr ríkisjörðum
Hlutfall eigenda að jörðum
sem eiga 100% í jörð
84%
12%
2%1%
1%
1 jörð
2 jarðir
3 jarðir
4 jarðir
5 jarðir eða fl eiri
HEIMILD: ÞJÓÐSKRÁ