Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 32

Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 32
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 ➜ HUGINN MUNINN Guðrún Guðjónsdóttir Lýstu línunni í stuttu máli: Huginn Muninn stendur fyrir klassík og gott handbragð. Við viljum fagna rótum okkar en um leið horfa til framtíðar. Skyrturnar eru með klassísku yfirbragði, en á sama tíma með nútíma- legum blæ sem finnst í lita- og efnasamsetningum og í hverju einasta smáatriði. Verður þú aldrei uppiskroppa með nýjar hugmyndir að herraskyrtum? Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur gert við svo einfaldan hlut eins og skyrtu. Ég virðist alltaf getað fundið upp á einhverju nýju, eiginlega hef ég of margar hugmyndir frekar en of fáar. Hvaða tímabil í tískusögunni er í mestu uppáhaldi hjá þér? Satt að segja væri ég svo til í að hafa verið uppi á flestöllum tímum þegar kemur að tísku. En það tímabil sem heillar mig kannski mest er stríðstíminn, þetta er tími sem skortur var á öllu og ég einfaldlega heillast af úrráða- góðum konum sem fundu upp á alls kyns leiðum til að líta sem best út. Til dæmis má nefna þegar þær máluðu rönd aftan á fót- legginn á sér til að sýnast vera í nælonsokkabuxum. Það veitir mér einfaldlega innblástur að á þessum tíma reyndi fólk að finna gleði og hamingju hvar sem þau gátu fundið hana. Hvaða flík eða fylgihlut á fólk að forðast í vor og sumar? Þar sem að ein flík eða fylgi- hlutur fer einum en ekki öðrum finnst mér ekki rétt að láta fólk forðast einhvern ákveðinn hlut. Það eiga bara allir að vera í því sem þeir vilja. Eigum við von á dömulínu frá Hugin Munin í framtíðinni? Já, fyrsta dömulínan kemur í verslanir í vor. Við ætlum einnig að vera með sýnishorn af næstu dömuvetrarlínu á RFF í mars. Hvaða líkamsrækt stund- arðu helst? Hlaup á milli skrifstofunnar og saumastof- unnar svo fátt eitt sé nefnt. ➜ ELLA Katrín Káradóttir og Elínrós Líndal Hvaðan sóttirðu innblástur fyrir nýju línuna? Elínrós: Inn- blásturinn kom frá samtímanum, fréttum og því efnahagslega umhverfi sem við lifum í. Ég notaði tilvísun í gamla tíma sem minntu á tímabilið sem við erum að ganga í gegnum, en mig langaði að gera línu sem konur gætu leitað í þegar tilefnið væri að fagna. Katrín: Undanfarið hef ég mikið leitað í bíómyndir og gamlar ljósmyndir en margar leiðir eru færar og ekki nein ein sem virkar alltaf. Tíðarandinn breytist og mikilvægt að staðna ekki í ákveðnu kerfi heldur halda áfram að leita, prófa og þróa hugmyndir. Hver er munurinn á „slow fashion“ og venjulegri hönnun? Elínrós: Ég veit ekki hvort ég geti skil- greint mun á hönnun innan slow fashion miðað við venjulega hönnun, því það er ekkert venjulegt við fallega hönnun. En við sem vinnum innan ramma slow fashion beitum öðrum aðferðum og efnistökin okkar eru ólík fyrirtækjum í fast fashion svo dæmi séu tekin. Þú getur t.d. ekki bent svo auðveldlega á hönnun fyrir- tækja í fast fashion þar sem fyrirtækin stela nýjustu hugmyndum þekktra hönnuða á tískuvikum og fjölda- framleiða með svo miklum hraða að stundum koma fötin þeirra út á undan tískuhúsunum sem þeir stálu frá. Hönnuður í slow fashion fær tækifæri til að vinna hönnunarvinnu sína ár fram í tímann og þarf ekki að hugsa um nýjustu strauma og stefnur. Hönnuðurinn fær tækifæri til að skapa eitthvað alveg nýtt og þessi vörumerki eru oft og tíðum mjög þekkjanleg á götum úti.” Hvaða flík er nauðsynlegt að eignast fyrir vorið? Elínrós: ,,Það fer eftir hverjum og einum. Ég mæli með því að 20% af fataskáp hverrar konu séu lykilflíkur á borð við LBD (litla svarta kjólinn), pensilpils, kasmír- peysa og góð klassísk kápa er mikilvæg. Þetta eru flíkur sem endast og eru mikið notaðar. Það er alltaf gaman að kaupa fallega liti fyrir sumarið en eftir að ég kynnti mér hvernig efnislitun er að menga drykkjarvatn í Asíu, hef ég haft meiri og meiri áhuga á ólituðum nátt- úrulegum efnum. Katrín: Eitthvað sem minnir mann á að fagna vorinu og gleðjast yfir því að vera til. Hvort lestu heldur tískublogg eða –tímarit? Elínrós: Hvorugt, því miður hef ég ekki tíma í slíkt. En ég hlusta mikið á BBC á daginn og hef mjög gaman af því að hlusta á greiningar hagfræðinga á tískunni hverju sinni. Það sem fangar auga þeirra er allt annað en blaðamenn tala um almennt og þeir eru alltaf eitt stórt spurningamerki eftir sýningarnar. Eitt allra skemmtilegasta og fróðlegasta efnið um sam- tímann hverju sinni! Katrín: Ég fylgist með sýning- unum, les stundum tímarit og jafnvel tískugagnrýni aðila sem ég ber virðingu fyrir. Hvaða íslenski hönnuður er í mestu uppáhaldi hjá þér um þessar mundir? Elínrós: Katrín Kára– frá því ég hitti hana fyrst vissi ég að hún gæti gert eitthvað sem skiptir máli, enda leggur hún allt sitt í hverja tískulínu. Hún er með mikla þekkingu á tískusögunni. Klæðskerarnir okkar elska að vinna með henni því hún hefur einnig menntun þeirra og skilur að á bak við hverja hönnun verður að vera hugmynd sem er fram- kvæmanleg í öðrum deildum. Katrín: Fatahönnun á Íslandi hefur tekið miklum framförum á undanförnum árum en ég vil ekki nefna neinn sérstakan að svo stöddu. Hvað mundirðu endurfæðast sem? Elínrós: Ég lifi í þeirri von um að ég muni ekki endurfæðast enda á ég nóg með þá örbylgju-hraðsuðu öld sem við lifum á í dag. En ef ég mætti velja mér annað tímabil þá myndi ég velja fimmta áratug síðustu aldar. Ég hefði viljað vera samferðarkona ömmu minnar í móður- ætt. Ég hefði þá þurft að sækja vatn út í læk, búa í örfáum fermetrum með stórfjölskyldunni og þannig kynnst því hvað það var sem bjó til þennan stórbrotna karakter sem hún hafði að geyma. Katrín: Mér finnst nú fátt benda til þess að ég fengi að velja ef til kæmi. ➜ Farmers Market Bergþóra Guðnadóttir Lýstu línunni í stuttu máli: Gróft í bland við fínt, sveitin mætir borginni og hið þjóðlega mætir hinu alþjóðlega. Við höfum frá upphafi lagt ríka áherslu á náttúruleg hráefni og sveitarómantíkin mun halda áfram að svífa yfir vötnum. Hvernig er hinn „týpíski“ kúnni Farmers Market? Við erum lítið fyrir að setja fólk í merktar skúffur og viljum helst ekki hugsa um okkar viðskiptavini þannig. En línan okkar er breið og það kemur okkur sífellt á óvart hvað kúnnarnir okkar eru margvíslegir. Mér finnst t.d. alltaf gaman að sjá tískumeðvitaða Japani birta myndir af sér á bloggi þar sem þeir eru búnir að blanda Farmers Market við sinn persónulega og skemmtilega stíl. Svo eru Íslendingar á öllum aldri og gerðum frábærir kúnnar sem hafa tekið okkur vel frá upphafi og það þykir okkur auð- vitað vænst um. Hvaða flík eða fylgihlut spáir þú mestum vinsældum í vor og sumar? Við erum að þróa ýmislegt nýtt sem við erum gríðarlega spennt fyrir og komum til með að sýna eitt og annað af því á RFF í mars. Flíkurnar öðlast svo sjálfstætt líf þegar þær eru komnar á markað og erfitt að spá fyrir um vinsældir. Svo er kominn biðlisti eftir flauelsbuxunum okkar sem munu koma í verslanir í mars. Er erfitt að vera hönnuður á Íslandi í dag? Ekkert erfiðara en hvað annað, í litlu fyrirtæki þurfum við auðvitað að sjá um allt sjálf þannig að þetta er bara hellings vinna. En þar sem við erum nýkomin heim af tískuvikum í Evrópu skal ég alveg viðurkenna að stundum öfunda ég mína erlendu kollega sem búa í nánd við markaðinn þar sem mestu viðskiptin fara fram. Það getur tekið á að þurfa að útskýra muninn á EES og ESB fyrir tískuliðinu sem hefur takmarkaðan áhuga á tollamálum, vilja bara kaupa vörur og fá þær afhentar án vesens. Er jafn skemmtilegt að hanna á konur og karla? Það er ekkert síður skemmtilegt að hanna á karla og ég hef smátt og smátt verið að auka við herralínuna okkar. Að mörgu leyti finnst mér líka herratískan vera á meira flugi um þessar mundir en kventískan og karlar almennt áhugasamari um föt en áður. Hvernig er hið fullkomna föstudagskvöld í þínum huga? Elda góðan mat í góðum félagsskap og njóta annaðhvort við kertaljós í skammdeginu eða úti í garði á sumarsíðkvöldum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.