Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 34

Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 34
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Strax í byrjun mars má búast við því að rúmlega hundrað kardínálar verði kallaðir saman til að kjósa nýjan páfa. Fyrir valinu verður einn úr þeirra hópi. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegri en aðrir. Þar á meðal tveir frá Afríkuríkjum og nokkrir aðrir frá fleiri ríkjum þriðja heimsins svonefnda. Ellin Undanfarið hefur reyndar ekki farið á milli mála að aldurinn er farinn að hafa áhrif á Benedikt páfa. Hann fylgdist náið með því þegar heilsu forvera hans, Jóhannesar Páls II., hrakaði jafnt og þétt undir lokin. Haft hefur verið eftir samstarfsmönnum Bene- dikts að honum hafi fundist erfitt að horfa upp á það. Ákvörðun Benedikts kom engu að síður flestum á óvart og margir hafa reyndar lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raun- verulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, og þá helst sú að hann hafi séð fram á að barnaníðs- málin myndu verða honum þung í skauti. Og þar með kirkjunni allri. Nú í vikunni sagði til dæmis einn af kardínálum kirkjunnar, Brasilíu maðurinn Geraldo Majella Agnelo, að mikilvægasta verkefni næsta páfa yrði að takast á við barnaníðsmálin. Erfið verkefni Nærri sex hundruð ár eru liðin frá því páfi tók síðast ákvörðun um að hætta að gegna þessu höfuðembætti kaþólsku kirkjunnar. Aðrir páfar hafa látið sig hafa það að sitja í embætt- inu alveg fram á grafarbakkann, jafnvel þótt þeir væru orðnir afar hrumir og í raun ófærir um að sinna skyldum sínum undir lokin. Ákvörðun Benedikts er að mörgu leyti skynsamleg, bæði fyrir hann sjálfan og líka fyrir kaþólsku kirkjuna. Allir hafa gott af því að verja síðustu æviárunum í kyrrð og ró án íþyngjandi erils valdamikils embættis. Kaþólska kirkjan þarf einnig á því að halda að æðsti leiðtogi hennar sé bæði líkamlega og andlega fær um að takast á við sum þau erfiðu verkefni, sem hrannast hafa upp síðustu árin. Þar munar líklega mest um barnaníðs- málin, sem óneitanlega hafa grafið undan trú- verðugleika stofnunarinnar svo mjög að víða getur varla gróið um heilt aftur. Yfirmaður trúarráðsins Um nærri aldarfjórðungs skeið, frá 1981 til 2005, var Joseph Ratzinger kardínáli, eins og Benedikt páfi hét þá, yfirmaður trúar- ráðs kaþólsku kirkjunnar, sömu stofnunar og áður kallaðist rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar, og var illræmd. Trúarráðið fer meðal annars með rannsókn á agabrotum innan kirkjunnar, þannig að Ratzinger bar á þessum tíma ábyrgð á rannsóknum kaþólsku kirkjunnar á kynferðisbrotum kaþólskra presta og annars starfsfólks kirkjunnar. Þegar barnaníðsmálin komust fyrst í hámæli í Bandaríkjunum árið 2001 og Jóhannes Páll II. páfi fól ráðinu rannsókn málsins, þá féll það í hlut Ratzingers að hafa yfirumsjón með og bera endanlega ábyrgð á rannsókninni. Sneri við blaðinu Benedikt hefur verið sakaður um að hafa í þessu valdamikla embætti brugðist þeim börnum sem urðu fyrir kynferðisbrotum starfsmanna kaþólsku kirkjunnar. Hann hafi litið svo á að æðsta yfirstjórn kirkjunnar ætti ekki að vasast í málum sem biskupsdæmin ættu að leysa úr, hvert fyrir sig. Og jafnvel eftir að ekki varð undan því vikist lengur að taka níðingsmálin alvarlega, þá hafi hann í fyrstu gert lítið úr vandanum. Síðar tók hann þó af skarið, baðst afsök- unar og lét fara fram ítarlegar rann sóknir á vandanum, bæði á Írlandi og í Banda- ríkjunum. Hann hét því jafnframt að sjá til þess að aldrei aftur myndi kirkjan líða þjónum sínum slíkt framferði. Einangrun Starfsfólk í Páfagarði hefur engu að síður lýst áhyggjum yfir því að eftir að Benedikt hættir gæti einhver tekið upp á því að draga hann fyrir dóm vegna barnaníðsmálanna, rétt eins og nokkrir fyrrverandi þjóðarleið- togar hafa mátt þola vegna mannréttinda- brota. Eftir að Benedikt hættir sem páfi missir hann jafnframt alþjóðlega friðhelgi sína sem þjóðarleiðtogi, en heldur áfram ríkisborgara- rétti sínum í þessu litla borgríki kaþólsku kirkjunnar í miðri Rómarborg. Gæti hann þess að stíga aldrei út fyrir landamörk Páfagarðs, þá ætti hann ekki að þurfa að hafa áhyggjur af málaferlum, og kannski hyggst hann einmitt verja síðustu ævidögunum þar í skjóli kirkjunnar. Óvænt endalok Benedikts páfa Afsögn Benedikts XVI. páfa kom flestum á óvart og margir hafa lýst efasemdum um að ellihrumleiki sé hin raun- verulega ástæða afsagnarinnar. Nokkrar aðrar skýringar hafa verið nefndar, einkum þó frekari vandræði kaþólsku kirkjunnar vegna barnaníðsmála sem takast þarf á við. Guð- steinn Bjarnason reynir að lesa í stöðuna. BENEDIKT XVI Páfi hættir um mánaðamótin og tekur þá aftur upp sitt gamla nafn, Joseph Ratzinger. NORDICPHOTOS/AFP Nokkrir kardínálar hafa verið nefndir oftar en aðrir sem líklegir arftakar Benedikts XVI. páfa. Slíkt eru þó einungis vangaveltur og oft hefur á endanum orðið fyrir valinu kardínáli sem fáum þótti fyrir fram líklegur til að hreppa hnossið. Töluverð tíðindi yrðu ef næsti páfi kæmi frá þriðja heiminum svonefnda, en nokkrir kardínálar frá ríkjum Afríku og Suður-Ameríku þykja eiga góða möguleika á kjöri. Úr þeim hópi hefur Peter Turkson frá Gana einna oftast verið nefndur, en einnig Francis Arinze frá Nígeríu, Lonardo Sandri frá Argentínu og Oscar Rodrigues Maradiaga frá Hondúras. Kardínálastaða er æðsta heiðursembætti kaþólsku kirkjunnar. Það er páfi sjálfur sem velur í hóp kardínálanna og eru þeir nú rúmlega 200 talsins. Einungis kardínálar geta orðið páfar, en þeir mega ekki vera orðnir áttræðir. Nú eru 117 kardínálar innan við áttrætt, og það er sá hópur sem er kjörgengur til páfa. Alls eru 63 þeirra eru frá Evrópuríkjum, 33 frá Norður-, Mið- og Suður-Ameríku, ellefu frá Afríku, ellefu frá Asíu og einn frá Ástralíu. Nokkrir líklegir arftakar Mark Quellet frá Kanada Peter Turkson frá Gana Angelo Scola frá Ítalíu Tarcisio Bertone frá Ítalíu Peter Erdö frá Ungverjalandi Christoph Schönborn frá Austurríki Oscar Andres Rodrigues Maradiaga frá Hondúras Timothy Michael Dolan frá Bandaríkjunum © GRAPHIC NEWS PÁFAKJÖR Í FÖSTUM SKORÐUM Nýr páfi er kosinn á kardínálafundi samkvæmt reglum Páfagarðs. Einungis þeir kardínálar sem ekki eru orðnir áttræðir taka þátt í kjörinu. 28. febrúar: Þá lýkur páfatíð Benedikts XVI. 1 Páfakjörsfundur, fyrsti dagurinn: Kardínálarnir 117, sem enn eru innan við áttrætt, koma saman í Sixtínsku kapell- unni að lokinni messu. Fyrsta atkvæðagreiðslan fer fram 2 Hver kardínáli á páfakjörsfundinum skrifar nafn þess kardínála, sem hann kýs að verði næsti páfi , á kjörseðil undir yfi r- skrift inni: „Ég kýs til æðsta prests.“ 3 Camerlengo, sem er fj ármálastjóri Páfagarðs, les upp nöfnin. Kjörseðlarnir eru festir saman með nál og tvinna. Nýr páfi telst kosinn ef einn kardínáli hefur fengið meira en tvo þriðju hluta atkvæða. 4 Kjörseðlar brenndir í ofni. Hvítur reykur stígur upp af ofninum og táknar að nýr páfi hafi verið kosinn. Ef enginn hefur hlotið tilskilinn meirihluta, þá er ákveðið efni sett í ofninn sem á að tryggja að reykurinn verði svartur. 5 Kardínálarnir hafa ekkert samband við umheiminn utan samkomusalarins meðan atkvæðagreiðsla fer fram. 6 Eft ir fyrsta daginn: Kosið er tvisvar á dag, að morgni og síðdegis, þangað til niðurstaða er komin. 7 Leiði 34 atkvæðagreiðslur ekki til kjörs páfa, þá er kosið á milli þeirra tveggja kardínála, sem fl est at- kvæði fengu í síðustu atkvæða- greiðslunni. Páfi er þá kosinn með ein- földum meirihluta. Vistarverur kardínála Péturskirkjan Péturstorgið Sixtínska kapellan Reykmerki gefur til kynna niður- stöðu kjörs. Habemus papam: Tilkynning á latínu: „Við höfum páfa“. Nýkjörinn páfi kemur fram á svalir og blessar mannfj öldann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.