Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 40
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 20132
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s. 512 5432 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Kviknes-hótel í Balestrand var fyrir stuttu valið besta sveitahótelið í Noregi af
Grand Travel Awards, sem tíma-
ritið Travel News stendur fyrir.
Hótelið stendur við hinn undur-
fagra Sognefjord. Fjörðurinn er sá
lengsti í Noregi og þriðji lengsti í
heimi og sækir mikill fjöldi ferða-
manna hann heim yfir sumar-
tímann.
Ásdís segir að á meðan skóla-
fríin voru lengri á Íslandi yfir
sumar mánuðina hafi verið afar
algengt að ungar stúlkur ynnu á
norskum hótelum. Þannig er það
ekki lengur. Hún finnur þó vel fyrir
fjölgun Íslendinga eftir hrunið í
nærliggjandi bæjum en Björgvin
er næsta borg við Sognefjord. Þrjár
klukkustundir tekur að aka þá leið
en einnig er hægt að taka hraðbát.
„Balestrand er lítill bær og hér
er fámennt yfir vetrartímann. Á
sumrin fyllist allt af ferða mönnum
og þá er mikið líf hér. Hér eru þrjú
stór hótel og farfuglaheimili. Á
þessum stað búa ríf lega tuttugu
Íslendingar. Þar á meðal er kona
hótelstjórans og eiganda Kvik-
nes, María Ragnarsdóttir. Ég hef
mikið samband við Maríu en hún
á fjögur börn og ég fimm. Einnig er
hér mjög vinsæll íslenskur smiður,
Svanur Kristófersson og fjölskylda
hans. Svanur er með sjö manns í
vinnu. Hann kom fyrst hingað 1993
og byggði húsið okkar, fór heim
en flutti síðan með fjöl skylduna
hingað, enda nóg fyrir hann að
gera,“ segir Ásdís.
„Allir sem koma hingað segja að
þetta sé fallegasti staður sem þeir
hafa komið til. Það er ferja sem
f lytur fólk hingað svo ekki þarf
að aka þennan langa fjörð. Hér er
haldin stór djasshátíð árlega í maí
þar sem meðal annars Mezzoforte
hefur komið fram. Þessi hátíð er
mjög vel sótt og skemmtileg stemn-
ing sem myndast.“
Það er margt að sjá í Sognfirði
en þar eru fimm elstu stafkirkjur
í Noregi. Ein þeirra er á heims-
minjaskrá UNESCO. Í firðinum
eru fjölbreytt ávaxtatré og berja-
lönd. Mikið er lagt upp úr matar-
gerð á svæðinu og þá er að sjálf-
sögðu notað hráefni úr sveitinni.
Hægt er að kaupa sultu, saft, epla-
cider eða ávaxtavín, allt unnið á
staðnum.
Ásdís segist fara reglulega í heim-
sókn til Íslands svo hún fær sjaldan
heimþrá. Hún rekur heildsölu og
verslun í Balestrand, flytur meðal
annars inn Cintamani-vörur frá Ís-
landi, fatnað frá Farmers Market og
Ígló barnafatnað. Einnig hefur hún
umboð fyrir ítalskan pitsuofn bæði í
Noregi og á Íslandi. „Ég sel einungis
vönduð merki og hef marga fasta
viðskiptavini hér í Noregi.“
Ásdís á fjóra syni og eina dóttur
sem var fermd síðasta sumar. Þá
kom fjölskylda hennar í heimsókn
frá Íslandi. „Fermingarveislur hér
eru svipaðar og heima. Það er mikið
í þær lagt og alltaf heitur matur.
Mikið sungið og haldnar ræður.“
Ílengdist í Noregi
Ásdís Hrund Einarsdóttir réð sig til sumarvinnu á Kviknes-hóteli sem stendur
á undurfögrum stað í Balestrand. Þetta var árið 1979 en Ásdís býr þar enn og
hefur komið sér vel fyrir.
Kviknes-hótelið í Balestrand við Sognfjörð
í Noregi.
Ásdís Hrund Einarsdóttir, til vinstri, ásamt systur sinni, Hildi, og dótturinni Elsu Hrund á
fermingardeginum hennar í fyrra.
New York trónir efst á lista virtra ferðatímarita sem matarhöfuð-
borg heimsins. Borgin ber viðurnefnið Stóra eplið með rentu því
þar spretta upp veitingastaðir eins og gorkúlur og sífellt bætast ný
nöfn í raðir frægðarfólks úr röðum kokka, veitingamanna, matar-
bloggara og matargagnrýnenda. Í New York malla saman í einum
graut allt frá heimsins fínustu Michelin-kokkum yfir í metnaðar-
gjarna götukokka sem selja sælkerapylsur í sölutjöldum. Allt sem
viðkemur matartísku magnast upp og verður enn meira í New
York og hægt að þræða veitingastaði með smakkmatseðla yfir
í nýnorrænt eldhús og allt þar á milli. Það er svo fjölþjóðasam-
félaginu í New York að þakka hægt er að verða sér úti um spænska
reykta skinku, geitamjólkur-gnocchi og fylltar soðkökur innan tíu
húsalengda.
Matarhöfuðborg heims
Djúsbar og matsölustaðir framan við Trinity-kirkjuna í New York.
SNJÓHÚS TIL SÖLU
Yfirgefið og hálfklárað hótel
hefur verið auglýst til sölu í
Alaska. Húsið er merkilegt að
því leyti að það lítur út eins og
risavaxið snjóhús.
Byggingin, sem staðið hefur
auð í nærri fjóra áratugi, er á
fjórum hæðum og hefur verið
kölluð „Igloo City“, snjóhúsa-
borg, af íbúum svæðisins. Fjár-
hagsvandi og vandræði með
upphaflegar teikningar urðu til þess að húsið var aldrei klárað.
Og verðið? Eigandinn segist skoða öll tilboð en setur þá kröfu að nýi
eigandinn ætli sér að klára bygginguna og reka þar hótel.
Það gæti þó orðið erfitt fyrir nýja eigendur að finna næturgesti. Snjó-
húsahótelið stendur nefnilega við afskekktan þjóðveg tæplega 300 km
norður af Anchorage. Íbúar í nálægasta þorpi eru rétt um 200 talsins.
Ertu á leiðinni til útlanda? Pantaðu ódýra bílaleigubílinn hér heima
í síma 562 6060 eða á budget.is og gerðu ferðina dýrmætari.
www.budget.is
Dýrmæt
ferð Ódýrbílaleigubíll
Allir sem koma
hingað segja að þetta
sé fallegasti staður sem þeir hafa
komið til.