Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 23.02.2013, Qupperneq 44
FÓLK| PRAKKARI „Ég hef alltaf verið athyglissjúkur og bekkjartrúðurinn en þótti þó mátu- lega klár. Eftir á að hyggja er ég þakk- látur þeim kenn- urum sem gáfust ekki upp á mér og leyfðu mér að vera dálítið fífl, vitandi að ég myndi þrosk- ast.” HAMINGJUSAMUR Björn Bragi hefur jákvætt lífsviðhorf og segir lífið bæði skemmtilegt og fyndið. MYND/STEFÁN ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU að aðlagast mismunandi að- stæðum.“ Í þakkarræðu á Eddunni þakkaði Björn Bragi meðal annars samstarfsmönnum fyrir að þola sig og foreldrum sínum fyrir að „skapa þetta skrímsli“. „Sem krakki og unglingur var ég óþolandi skrímsli og held að mörgum af mínum gömlum kennurum komi á óvart að sjá mig taka við verðlaunum og að vel hafi ræst úr mér. Ég hafði taumlausa orku sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við en með árunum hef ég nýtt hana til góðs.“ Björn Bragi segist hafa verið uppátækjasamur eins og margir af kollegum hans í sama geira. „Ég hef alltaf verið athyglis- sjúkur og bekkjartrúðurinn en þótti þó mátulega klár. Eftir á að hyggja er ég þakklátur þeim kennurum sem gáfust ekki upp á mér og leyfðu mér að vera dálítið fífl, vitandi að ég myndi þroskast. Ég hef sótt hvatn- ingu í spakmælin sem segja að maður ráði ekki hvaða spil maður fær á hendi en að mað- ur ráði hvernig maður spilar úr þeim. Þetta snýst um að finna sér réttan farveg.“ HAMINGJUSAMUR Björn Bragi segist fæddur inn í dásamlega fjölskyldu en hann er yngstur í systkinahópnum og á tvær eldri systur. „Í stað þess að móta mig og stýra mér of mikið létu foreldrar mínir mig læra af reynslunni, brenna mig á hlutunum og detta á rassinn. Því var ekki hlaupið upp til handa og fóta þótt ég væri með fíflagang heldur mér leyft að njóta mín í honum líka. Ég hef alltaf átt stuðning þeirra í öllu og þau verið skilningsrík. Ég vona að þau séu stolt af mér því ég hefði ekki getað óskað mér betri foreldra,“ segir Björn Bragi og kveðst hamingjusamur. „Ég sé lífið í jákvæðu og fallegu ljósi og finnst lífið bæði fyndið og skemmtilegt. Ég elska að vera til.“ NÝTUR AUGNABLIKSINS Björn Bragi verður þrítugur að ári. Hann er með gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík en ílengdist í fjölmiðlum eftir að hann réði sig í vinnu sem blaðamaður eftir útskrift úr Versló. „Ég finn mig vel í fjölmiðlum því ég hef gaman af fólki. Starf sjónvarpsmannsins er óhefð- bundið og þar er maður laus- ari við. Það hentar mér vel því mér finnst gott að vera minn eigin herra,“ segir Björn Bragi sem ætlar ekki að láta verð- launin stíga sér til höfuðs. „Ég ætla fyrst og fremst að njóta augnabliksins. Í fram- tíðinni vil ég klárlega þróa mig áfram sem sjón varpsmann og þótt ég sinni nú gaman málum og uppistandi hef ég líka ánægju af alvarlegra efni og vil spreyta mig á sem flestu.“ Eins og margt í lífi Björns Braga slysaðist hann í uppistand þegar vinir hans í Mið-Íslandi fengu hann sem kynni eitt kvöld. „Uppistand liggur vel fyrir mér og ég hef gaman af beittum og kaldhæðnum húmor. Ef manni sjálfum finnst eitthvað fyndið smitar það út frá sér til áhorfenda og ég hef enn ekki orðið kjaftstopp.“ RÓMANTÍSKUR KÆRASTI Þá sjaldan að Björn Bragi á frídag finnst honum best að slaka á heima yfir leik með Tottenham í enska boltanum eða að reima á sig hlaupaskóna. „Allra skemmtilegast finnst mér að slaka á eftir langa vinnutörn, staldra við og njóta. Margir teldu þá að ég ynni of mikið og væri hvíldarþurfi en svo er ekki. Auðvitað er maður ekki alltaf vel upplagður en ég get alltaf gírað mig upp í það,“ segir Björn Bragi og brosir. Konudagurinn er á morgun. „Ég er rómantískur og hugsa vel um kærustuna. Ég reyni að gera tíma okkar saman sér- stakari en ella vegna þess að ég er svo oft önnum kafinn. Ég gaf henni fallegar rósir og jakka á Valentínusardaginn en hef ekki úthugsað útspil mitt á morgun. Kannski að tími sé kominn á nýjar rósir.“ ■ thordis@365.is | FÓ K | HELGIN2 FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Nings kynnir Nings tekur þátt í verk- efninu Út að borða fyrir börnin sem Barnaheill stendur fyrir. Í tilefni af því lætur Nings 50 prósent af barna- matseðli renna til átaksins. Mikið er að gerast hjá Nings. Nýrri heimasíðu var hleypt af stokkunum nýverið og nýjum matseðli. Að auki hafa tveir af veitingastöðum Nings fengið andlits- lyftingu. NÝJUNGAR Á MEÐAL NÝRRA RÉTTA Á MAT- SEÐLI ERU: Grilluð kjúklingabringa með brokkólíi, chili, hvítlauk, engifer og yakitori-sósu. Taílensk kjúklingasúpa með grænmeti, kókos, chili, lime og fersku kóríander. Orange-önd, hægeldað andalæri með appelsínusósu borið fram með grænmeti og engiferristuðum hrísgrjónum. Crispy aromatic-kjúklingur borinn fram með chili-satay-sósu, plómu-hoisin-sósu og steiktum hrísgrjónum. Snöggsteiktur lambainnanlærisvöðvi og grænmeti í sterkri drekasósu. Bleikja á japanska vísu með hvítlaukshrísgrjónum og sesam. Allir velkomnir á Nings sem lætur 50 prósent af barna- matseðli renna til Barna- heilla. Crispy aromatic-önd borin fram með pönnukökum, agúrku og vorlauk ásamt sérlagaðri Pekingandarsósu og ristuðum hrísgrjónum. Veitingastaðurinn Nings hefur í 22 ár kitlað bragðlauka Íslendinga. Alla tíð hefur Nings staðið vörð um gæði, góða þjónustu og ferskt hráefni. Staðirnir eru þrír, á Suðurlands- braut, í Hlíðarsmára og á Stórhöfða. Auk þess rekur Nings veislu þjónustu þar sem framleitt er ferskt sushi og ýmsir sælkeraréttir alla daga fyrir veislur af öllum stærðum og gerðum. Nings tekur þátt í verkefninu „Út að borða fyrir börnin“ sem Barna- heill – Save the Children á Íslandi stendur fyrir. Í tilefni af því er veitt- ur fimmtíu prósenta afsláttur af barnamatseðli Nings til 15. mars. Á barnamat seðlinum eru ljúffengir og heilsusam legir réttir og má þar nefna eggjanúðlur, kjúklingaleggi, tröllagrjón og djúpsteiktan fisk. Nýverið var opnuð ný heimasíða Nings á www.nings.is. Þar má nálgast allar helstu upplýsingar um staðinn, matseðilinn og ýmsa rétti. Auk þess er boðið upp á bráðskemmtileg mynd- bönd af stofnanda staðarins, herra Ning, að matreiða hina ýmsu rétti af matseðli Nings. Veitingasalir Nings hafa einnig gengið í endurnýjun lífdaga. Staðurinn á Suðurlandsbraut var tekinn í gegn fyrir ári en nýlega var klárað að stand- setja Nings í Hlíðar smára og geta gestir nú notið matarins í glænýju rými. Enn ein nýjungin hjá Nings er nýr og endur bættur matseðill. Fjöl margir réttir hafa bæst við þá yfir hundrað rétti sem fyrir voru. Nú fylgja hverjum rétti á matseðli upplýsingar um orku-, prótín-, kolvetni- og fituinnihald. Einkar hentugt fyrir þá sem vilja fylgj- ast með því sem þeir setja ofan í sig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.