Fréttablaðið - 23.02.2013, Side 61
www.innnes.is
Innnes ehf. er ein stærsta og öflugasta matvöru-
heildsala landsins og eru vörumerki fyrirtækisins
neytendum vel kunnug.
Innnes á m.a. velgengni vörumerkja sinna að þakka
góðu og samhentu starfsfólki. Markmið Innnes er
að vera ávallt í fararbroddi á sínu sviði hvað varðar
vörur, þjónustu til viðskiptavina sinna og markaðs-
setningu vörumerkjanna.
Höfuðstöðvar Innnes eru að Fossaleyni í Grafarvogi.
Auk þess rekur fyrirtækið útibú á Akureyri.
Innnes er eigandi Selecta sem sérhæfir sig í drykkja-
vörulausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá Innnes starfar samhent liðsheild 100 starfs-
manna, þar af starfa 7 starfsmenn í markaðsdeild og
þar af tveir grafískir hönnuðir.
GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR ÓSKAST
Innnes óskar eftir að ráða fjölhæfan grafískan hönnuð með reynslu í vefhönnun
til starfa sem fyrst. Fjölbreytt verkefni á lifandi og skemmtilegum vinnustað.
Starfssvið:
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Reyklaust umhverfi.
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti ásamt sýnishornum
af fyrri verkum til Framkvæmdastjóra markaðssviðs,
Páls Hilmarssonar á netfangið ph@innnes.is sem
jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur:
Til og með 4. mars 2013
Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála
á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankinn skal ennfremur sinna viðfangsefnum sem sam-
rýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t.
greiðslukerfi í landinu og við útlönd.
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða fulltrúa til starfa við
rekstrar- og skrifstofuþjónustu bankans, sem er eining
innan rekstrar- og starfsmannasviðs. Um er að ræða 100%
starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík.
Markmið rekstrar- og starfsmannasviðs Seðlabankans er
að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir bankanum kleift
að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma. Að gæta
hagsýni í hvívetna við notkun á þeim fjármunum sem ætl-
aðir eru til reksturs bankans og að framfylgja starfsmanna-
og fræðslustefnu bankans hverju sinni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Ritara- og skrifstofuþjónusta fyrir öll svið bankans.
Umsjón ferðabeiðna og bókun.
Þátttaka í undirbúningi gestamóttöku og funda.
Umsjón þjónustubeiðna.
Dagleg umsjón skrifstofuþjónustu.
Hæfniskröfur:
Reynsla af skrifstofu- og þjónustustörfum skilyrði.
Mjög góð reynsla af ferðabókunum æskileg.
Góð kunnátta á helsta skrifstofuhugbúnað
nauðsynleg.
Gott vald á íslensku og ensku skilyrði.
Vald á norðurlandamáli æskilegt.
Hæfni til að vinna skipulega og í hóp er nauðsynleg.
Upplýsingar um starfið veitir Þórður Gautason aðstoðar-
framkvæmdastjóri rekstrar- og starfsmannasviðs, í síma
569-9600.
Laus störf hjá Seðlabanka Íslands
Sérfræðingur
skrifstofuþjónusta
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa
við rekstrar- og skrifstofuþjónustu bankans, sem er eining
innan rekstrar- og starfsmannasviðs. Um er að ræða 100%
starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík.
Markmið rekstrar- og starfsmannasviðs Seðlabankans er
að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir bankanum kleift
að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma. Að gæta
hagsýni í hvívetna við notkun á þeim fjármunum sem ætl-
aðir eru til reksturs bankans og að framfylgja starfsmanna-
og fræðslustefnu bankans hverju sinni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Sérhæfð verkefni, t.d. prófarkalestur, ritun fundar-
gerða, aðstoð við vinnslu tölfræðigagna og texta.
Skráning erinda í skjalakerfi bankans.
Umsjón ýmissa erinda til bankans.
Umsjón ýmissa þjónustuverkefna.
Ritara og skrifstofuþjónusta fyrir öll svið bankans.
Hæfniskröfur:
Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði.
Þekking á OneRecords mála- og skjalakerfi kostur.
Góð kunnátta á helsta skrifstofuhugbúnaði
nauðsynleg.
Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku skilyrði.
Vald á norðurlandamáli æskilegt.
Hæfni til að vinna skipulega og í hóp er nauðsynleg.
Upplýsingar um starfið veitir Þórður Gautason aðstoðar-
framkvæmdastjóri rekstrar- og starfsmannasviðs, í síma
569-9600.
Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa
á fjárhagssvið bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall
með starfsstöð í Reykjavík.
Fjárhagur hefur umsjón með fjárhagsupplýsingum bankans
og sér um umsýslu erlendra og innlendra lána ríkissjóðs og
Seðlabankans. Þá hefur sviðið umsjón með SWIFT-kerfi
bankans ásamt innlendum og erlendum greiðslum fyrir
bankann, ríkissjóð og ríkisfyrirtæki. Einnig sér sviðið um
vörslu verðbréfa og uppgjör verðbréfaviðskipta. Starfsemi
sviðsins skiptist í tvær einingar, reikningshald og bakvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Ábyrgð á rekstrarbókhaldi.
Daglegar bókanir.
Greining fjárhagsupplýsinga.
Skýrslugerð og upplýsingavinnsla.
Þátttaka í mótun verkefna sviðsins.
Hæfniskröfur:
Háskólapróf er nýtist í starfi eða próf í viðurkenndum
bókara.
Reynsla af bókhaldi og reikningshaldi skilyrði.
Þekking á Navision skilyrði.
Þekking á Agresso æskileg.
Starfsreynsla af fjármálamarkaði æskileg.
Reynsla af uppgjörum mikill kostur.
Hæfni til að starfa sjálfstætt eða í hópi.
Ágætt vald á íslensku og ensku, bæði á töluðu og
rituðu máli.
Mjög gott vald á Excel og ýmiskonar greiningarvinnu.
Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Guðmundsdóttir,
aðstoðarframkvæmdastjóri fjárhagssviðs, erlag@cb.is
Sótt skal um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2013. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Fulltrúi
skrifstofuþjónusta
Sérfræðingur
reikningshald