Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 61
www.innnes.is Innnes ehf. er ein stærsta og öflugasta matvöru- heildsala landsins og eru vörumerki fyrirtækisins neytendum vel kunnug. Innnes á m.a. velgengni vörumerkja sinna að þakka góðu og samhentu starfsfólki. Markmið Innnes er að vera ávallt í fararbroddi á sínu sviði hvað varðar vörur, þjónustu til viðskiptavina sinna og markaðs- setningu vörumerkjanna. Höfuðstöðvar Innnes eru að Fossaleyni í Grafarvogi. Auk þess rekur fyrirtækið útibú á Akureyri. Innnes er eigandi Selecta sem sérhæfir sig í drykkja- vörulausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Innnes starfar samhent liðsheild 100 starfs- manna, þar af starfa 7 starfsmenn í markaðsdeild og þar af tveir grafískir hönnuðir. GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR ÓSKAST Innnes óskar eftir að ráða fjölhæfan grafískan hönnuð með reynslu í vefhönnun til starfa sem fyrst. Fjölbreytt verkefni á lifandi og skemmtilegum vinnustað. Starfssvið: Hæfniskröfur: Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Reyklaust umhverfi. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti ásamt sýnishornum af fyrri verkum til Framkvæmdastjóra markaðssviðs, Páls Hilmarssonar á netfangið ph@innnes.is sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknarfrestur: Til og með 4. mars 2013 Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankinn skal ennfremur sinna viðfangsefnum sem sam- rýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða fulltrúa til starfa við rekstrar- og skrifstofuþjónustu bankans, sem er eining innan rekstrar- og starfsmannasviðs. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Markmið rekstrar- og starfsmannasviðs Seðlabankans er að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir bankanum kleift að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma. Að gæta hagsýni í hvívetna við notkun á þeim fjármunum sem ætl- aðir eru til reksturs bankans og að framfylgja starfsmanna- og fræðslustefnu bankans hverju sinni. Helstu verkefni og ábyrgð: Ritara- og skrifstofuþjónusta fyrir öll svið bankans. Umsjón ferðabeiðna og bókun. Þátttaka í undirbúningi gestamóttöku og funda. Umsjón þjónustubeiðna. Dagleg umsjón skrifstofuþjónustu. Hæfniskröfur: Reynsla af skrifstofu- og þjónustustörfum skilyrði. Mjög góð reynsla af ferðabókunum æskileg. Góð kunnátta á helsta skrifstofuhugbúnað nauðsynleg. Gott vald á íslensku og ensku skilyrði. Vald á norðurlandamáli æskilegt. Hæfni til að vinna skipulega og í hóp er nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Þórður Gautason aðstoðar- framkvæmdastjóri rekstrar- og starfsmannasviðs, í síma 569-9600. Laus störf hjá Seðlabanka Íslands Sérfræðingur skrifstofuþjónusta Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa við rekstrar- og skrifstofuþjónustu bankans, sem er eining innan rekstrar- og starfsmannasviðs. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Markmið rekstrar- og starfsmannasviðs Seðlabankans er að skapa umhverfi og aðbúnað sem gerir bankanum kleift að uppfylla hlutverk sitt sem best á hverjum tíma. Að gæta hagsýni í hvívetna við notkun á þeim fjármunum sem ætl- aðir eru til reksturs bankans og að framfylgja starfsmanna- og fræðslustefnu bankans hverju sinni. Helstu verkefni og ábyrgð: Sérhæfð verkefni, t.d. prófarkalestur, ritun fundar- gerða, aðstoð við vinnslu tölfræðigagna og texta. Skráning erinda í skjalakerfi bankans. Umsjón ýmissa erinda til bankans. Umsjón ýmissa þjónustuverkefna. Ritara og skrifstofuþjónusta fyrir öll svið bankans. Hæfniskröfur: Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði. Þekking á OneRecords mála- og skjalakerfi kostur. Góð kunnátta á helsta skrifstofuhugbúnaði nauðsynleg. Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku skilyrði. Vald á norðurlandamáli æskilegt. Hæfni til að vinna skipulega og í hóp er nauðsynleg. Upplýsingar um starfið veitir Þórður Gautason aðstoðar- framkvæmdastjóri rekstrar- og starfsmannasviðs, í síma 569-9600. Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á fjárhagssvið bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Fjárhagur hefur umsjón með fjárhagsupplýsingum bankans og sér um umsýslu erlendra og innlendra lána ríkissjóðs og Seðlabankans. Þá hefur sviðið umsjón með SWIFT-kerfi bankans ásamt innlendum og erlendum greiðslum fyrir bankann, ríkissjóð og ríkisfyrirtæki. Einnig sér sviðið um vörslu verðbréfa og uppgjör verðbréfaviðskipta. Starfsemi sviðsins skiptist í tvær einingar, reikningshald og bakvinnslu. Helstu verkefni og ábyrgð: Ábyrgð á rekstrarbókhaldi. Daglegar bókanir. Greining fjárhagsupplýsinga. Skýrslugerð og upplýsingavinnsla. Þátttaka í mótun verkefna sviðsins. Hæfniskröfur: Háskólapróf er nýtist í starfi eða próf í viðurkenndum bókara. Reynsla af bókhaldi og reikningshaldi skilyrði. Þekking á Navision skilyrði. Þekking á Agresso æskileg. Starfsreynsla af fjármálamarkaði æskileg. Reynsla af uppgjörum mikill kostur. Hæfni til að starfa sjálfstætt eða í hópi. Ágætt vald á íslensku og ensku, bæði á töluðu og rituðu máli. Mjög gott vald á Excel og ýmiskonar greiningarvinnu. Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Guðmundsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri fjárhagssviðs, erlag@cb.is Sótt skal um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2013. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Fulltrúi skrifstofuþjónusta Sérfræðingur reikningshald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.