Fréttablaðið - 23.02.2013, Blaðsíða 72
KYNNING − AUGLÝSINGHeiti blaðs LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 20136
Ég var fljót að eignast vini hérna og svo þarf
maður eiginlega að vera sérfræðingur í
leiðindum til að láta sér leiðast í New York.
Dóra um upplifun sína af borginni.
Dóra svarar í símann. Hún er á leiðinni með son sinn Ragnar Eld í fimleika fyrir
börn og biður mig um að hringja
eftir nokkrar mínútur. Næst þegar
hún svarar er hún á göngu um götur
New York-borgar meðan sonurinn
spriklar í fimleikum. „Við fluttum
út í haust þegar Jörundur hóf nám
í kvikmyndaleikstjórn við Col-
umbia-háskólann. Okkur langaði
bæði að prófa eitthvað nýtt og New
York er frábær staður til að vera á,”
segir Dóra um ástæður dvalarinnar
þar ytra.
Dýr leikskólapláss
Jörundur stundar námið af kappi
og fer í skólann snemma dags og
kemur vanalega seint heim að
kveldi. Dóra og Ragnar Eldur spóka
sig í borginni á meðan. „Leikskóla-
pláss hérna kostar rúmlega 200
þúsund á mánuði svo að við ákváð-
um að ég myndi vera heimavinn-
andi með Ragnar til að byrja með.
Við mæðginin njótum þess að vera
saman og upplifa það sem borgin
hefur upp á að bjóða.”
Frábær staðsetning
Íbúðin þeirra er á mörkum Upper
West Side og Harlem á stað sem
heitir Morningside Heights. „Hún
er á háskólasvæðinu og Jörundur er
bara tvær mínútur í skólann og það
er fimm mínútna gangur í Central
Park. Þetta er því mjög fín staðsetn-
ing. Við erum með stóra íbúð og
fengum okkur meðleigjanda til að
drýgja tekjurnar. Það er rússnesk-
bandarískur strákur sem er með
Jörundi í skólanum.“
Í fyrstu fannst Dóru skrítið að
hafa meðleigjanda enda vön því
að þau Jörundur og Ragnar Eldur
byggju saman ein. „Fyrsta kvöldið
lokaði ég mig inni í herbergi og fór
að grenja, en í dag finnst mér þetta
eiginlega bara lúxus. Hann kennir
stráknum okkar ensku og það er
minna að þrífa því við skiptum því
á milli okkar. Svo er hann orðinn
mjög góður vinur okkar.”
Nýlega fengu þau svo au-pair til
sín og Dóra notar tímann í að sækja
námskeið og vinna að öðrum verk-
efnum, en íbúðin er stór og allir eru
með sér herbergi. „Hér er því kátt
í höllinni. Svo ef það koma gest-
ir, sem gerist mjög oft, þá erum
við með svefnsófa í stofunni.“ Um
þessar mundir er móðir Dóru ein-
mitt í heimsókn hjá þeim hjónum.
Nóg að gera í New York
Spurð hvort hún hafi ekkert orðið
einmana til að byrja með þar sem
Jörundur er mikið í skólanum
segir Dóra það ekki hafa gerst. „Ég
var fljót að eignast vini og svo þarf
maður eiginlega að vera sérfræð-
ingur í leiðindum til að láta sér
leiðast í New York.”
Barnvæn borg
Uppáhaldsstaður Dóru í borginni
er Central Park. „Í garðinum er
mikið af fjölbreyttum leikvöllum
og gaman fyrir Ragnar Eld að leika
sér. Hér eru líka margar fjölskyldur
þar sem annar aðilinn er útivinn-
andi en hinn heima og því mikið
líf á leikvöllunum alla daga, nema
kannski þegar það er sem kaldast,
þá treysta fáir aðrir en Íslending-
arnir sér á róló.“
Margir halda kannski að líf í
stórborg sé ekkert fyrir krakka en
Dóra mótmælir því. „Ég er ekk-
ert standandi á Times-torgi með
barnavagninn. Hverfið okkar er
mjög barnvænt og fólk sem kemur
að heimsækja okkur er oft undr-
andi á því hve þetta er í rauninni
yndislegt.“
Saknar ekki Íslands
Óvíst er hversu lengi fjölskyldan
ætlar að dvelja í Bandaríkjunum
en söknuðurinn er ekki enn farinn
að gera vart við sig. „Ég sakna fjöl-
skyldunnar og vinanna en er ekki
farin að sakna Íslands enn. Hér er
svo ótrúlega margt að skoða og gera
og við njótum lífsins í botn.“
Leiðindi
ekki til í
New York
Sumt fólk eltir drauma sína og lætur þá verða að
veruleika. Leikarahjónin Jörundur Ragnarsson og
Dóra Jóhannsdóttir vildu prófa eitthvað nýtt. Þau
fluttu síðasta haust til New York. Dóra telur að fólk
þurfi að vera sérfræðingar í leiðindum til að láta
sér leiðast í New York.
Dóra, Jörundur og sonur þeirra Ragnar Eldur njóta lífsins í New York enda möguleikarnir endalausir Þegar kemur að því að finna sér
eitthvað að gera.
Eru ferðalög í
kortunum?
Pantaðu bílaleigubílinn hér heima á avis.is eða
í síma 591 4000 og njóttu ferðarinnar.