Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 86

Fréttablaðið - 23.02.2013, Síða 86
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, tryggð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORKELS SIGURBJÖRNSSONAR tónskálds. Barbara Sigurbjörnsson Mist Þorkelsdóttir Sigfús Nikulásson Sigurbjörn Þorkelsson Aðalheiður Magnúsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA ÞORLEIFSDÓTTIR Höfða, Akranesi, andaðist 20. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 1. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili. Sigurður Gunnarsson Kristjana Þórarinsdóttir Sigurlín Gunnarsdóttir Eiríkur Jónsson Þór Arnar Gunnarsson Björg Agnarsdóttir Gunnar Gunnarsson Sigríður Þrastardóttir og ömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, DÍSU SIGFÚSDÓTTUR Austurbyggð 17, Akureyri. Hreinn Grétarsson Margrét G. Magnúsdóttir Heiða Grétarsdóttir Jón Sveinbjörnsson Líney Grétarsdóttir Jóhanna Grétarsdóttir Rósant Grétarsson Sigmar Grétarsson Edda J. Baldursdóttir Haraldur Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát heittelskaðs eiginmanns, föður, tengdaföður, tengdasonar og afa, JÓNS REYKDAL. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi sem annaðist hann af fagmennsku og mikilli umhyggju. Jóhanna Vigdís Þórðardóttir Nanna Huld Reykdal Magnús Eðvald Björnsson Hadda Fjóla Reykdal Snorri Einarsson Hlín Reykdal Hallgrímur Stefán Sigurðsson Sigríður Þóra Eiríksdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinsemd við andlát eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, BIRGIS ÁGÚSTSSONAR vélvirkja, Hraunbæ 84. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar Karitas fyrir alúð og góða umönnun. Edda Kjartansdóttir Kjartan Birgisson Guðrún Sæmundsdóttir Ágúst Birgisson Sigurður Rúnar Sigurðsson Jóhanna Birgisdóttir Björn Hörður Jóhannesson Auður Edda Birgisdóttir Margrét Kjartansdóttir Kjartan Helgi Kjartansson Aron Bjarki Björnsson Karen Lea Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður og frænda, SIGURÐAR ÞÓRÐARSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Þóra Gísladóttir Helga Þórðardóttir og aðrir vandamenn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELMA JÓNATANSDÓTTIR Miðvangi 12, áður Hörgatúni 9, Garðabæ, lést föstudaginn 8. febrúar sl. Útförin hefur farið fram. Kjartan Jóhann Magnússon Katrín Linda Óskarsdóttir Unnur Erna Óskarsdóttir Símon Már Sturluson Elma Ósk Óskarsdóttir Jörgen Söderman Ester Inga Óskarsdóttir Magnús Guðbjartsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KNÚTS OTTERSTEDT fyrrverandi rafveitustjóra, Brekkugötu 36, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð. Harriet Otterstedt Lena Otterstedt Kristján Otterstedt Ólöf Margrét Eiríksdóttir Ása Karen Otterstedt Karl Eckner Knútur Otterstedt Sylvía Rán Andradóttir Margrét Sesselja Otterstedt Una Lind Otterstedt Sambýlismaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR BERGMANN ÁRNASON áður til heimilis að Brekkustíg 1, Bakkafirði, lést hinn 19. febrúar á Fjórðungs sjúkra- húsinu á Akureyri. Útför hans fer fram laugardaginn 2. mars frá Skeggjastaðakirkju, Bakkafirði, kl. 14.00. Elly S. Höjgaard Árni B. Pétursson Oddný Hjaltadóttir Kristinn Pétursson Hrefna S. Högnadóttir Bjartmar Pétursson Helga L. Helgadóttir Baldur Pétursson Salóme H. Viggósdóttir Brynjar B. Pétursson Svanhildur Káradóttir Ómar Pétursson Sigrún I. Guðmundsdóttir börn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSRÚN RAGNA ÞÓRÐARDÓTTIR Hrafnistu í Kópavogi, síðast til heimilis á Kópavogsbraut 1b, lést fimmtudaginn 21. febrúar. Útförin auglýst síðar. Steinunn Karlsdóttir Jóhann Karlsson Ragnheiður Björnsdóttir Þorbjörg Karlsdóttir Þórir Ingason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem auðsýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og útför kærs bróður okkar, mágs og frænda, JÓNS ÚLFARS LÍNDAL. Sérstakar þakkir fá þau fjölmörgu sem auðguðu líf hans með margvíslegum hætti. Þórhildur Líndal Eiríkur Tómasson Björn Líndal Sólveig Eiríksdóttir Páll Jakob Líndal Sigurlaug Gunnarsdóttir og systkinabörn. Okkar ástkæra FRIÐFRÍÐUR DODDA RUNÓLFSDÓTTIR frá Dýrfinnustöðum í Skagafirði, til heimilis að Byggðarholti 11, Mosfellsbæ, lést á líknardeildinni í Kópavogi hinn 19. febrúar. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ föstudaginn 1. mars kl. 13.00. Friðrik Friðriksson, Friðrik Friðriksson yngri, Gísli Friðriksson, barnabörn, barnabarnabörn, systkini hinnar látnu og tengdadætur. Rósalind Gísladóttir mezzósópran og píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir halda tónleika í Salnum á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru ljóðaflokkur eftir Britten, aríur eftir Verdi, Mascagni og Rossini og þekkt lög úr söng- leikjum eftir Kern, Loewe og Gershwin. Þetta eru fyrstu einsöngstónleikar Rósalindar en hún vakti athygli í fyrra þegar hún bar sigur úr býtum í Barry Alexander Vocal International Competition - BAVIC og söng við það tilefni í Carnegie Hall í New York. Í nóvember 2011 söng hún hlutverk Greifynjunnar í verðlaunagjörningi Ragnars Kjartanssonar í New York á Performa 11. Viðburðurinn var valinn einn af tíu merki- legustu listgjörningum ársins þar ytra og upptaka af atburðinum var sýnd á Listahátíð 2012. Rósalind stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík þar sem hennar aðalkennarar voru Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Kolbrún Sæmundsdóttir. Að loknu 8. stigi stund- aði hún framhaldsnám í Madrid og Barcelona undir hand- leiðslu Cristina Beatriz Carlin og Maria Dolors Aldea. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á fjölda tónleika hér á landi og einnig á Spáni og Ítalíu. Meðal annars hefur hún sungið hlutverk Carmen úr samnefndri óperu eftir Bizet með Sumaróperunni (Óperu Reykjavíkur) og mezzo- hlutverkið í Stabat Mater eftir Pergolesi. Rósalind og Helga Bryndís í Salnum Konudagurinn verður haldinn hátíðlegur í Salnum í Kópavogi með tónleikum tveggja kvenna. Á efnisskránni eru meðal annars verk eft ir Britten, Verdi og Rossini. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Tónleikarnir í Salnum eru fyrstu einsöngstón- leikar Rósalindar Gísladóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ein af hetjum kappaksturssögunnar, Argentínumaðurinn Juan Manuel Fangio, kom óvænt við sögu í frelsisbaráttu Kúbu þennan dag árið 1958. Daginn áður en hann átti að keppa í öðrum Formúlukapp- akstrinum, sem haldinn var í Havana á Kúbu, var honum rænt af skæruliðum kommúnista sem fylgdu Fidel Castro og Che Guevara að máli. „Við vildum sýna heiminum fram á að á Kúbu ríkti stríðs- ástand þar sem barist væri gegn einræði Batista,“ útskýrði Arnol Rodriguez, einn mannræningjanna. Fangio hélt í fyrstu að verið væri að grín- ast þegar skæruliðinn Manuel Uziel vatt sér að honum inni á hóteli og beindi að honum skammbyssu. Hann sá þó fljótlega hvers kyns var þegar fleiri skæruliðar bætt- ust í hópinn vopnaðir vélbyssum og hlýddi rólegur á þá útskýra fyrirætlan sína um að halda honum þar til keppnin væri afstaðin. Þegar Fangio hafði verið látinn laus og var kominn í argentínska sendiráðið sýndi hann samkennd með málstað mannræn- ingjanna, neitaði að hjálpa til við að bera kennsl á þá og bar áleiðis boð þeirra um að ránið hefði verið pólitísk yfirlýsing. Í kappakstrinum sjálfum hafði hins vegar átt sér stað mikið slys og taldi Fangio jafnvel æðri mátt hafa haldið honum frá keppninni. Mörgum árum síðar kom hann aftur til Kúbu og var þá tekið á móti honum sem sérlegum gesti ríkisins. Fangio þakkaði hæglætislega fyrir sig og sagði: „Nú hafa ræst tveir drauma minna, annar að snúa aftur til Kúbu og hinn að hitta Fidel Castro.“ ÞETTA GERÐIST 23. FEBRÚAR 1958 Kappaksturshetju rænt á Kúbu FORINGINN Juan Manuel Fangio fékk þann draum sinn uppfylltan að hitta Fidel Castro.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.