Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 100

Fréttablaðið - 23.02.2013, Page 100
23. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 BÍÓ ★ ★★★★ A Good Die to Die Hard Leikstjórn: John Moore LEIKARAR: BRUCE WILLIS, JAI COURTNEY, SEBASTIAN KOCH, YULIYA SNIGIR, COLE HAUSER, MARY ELIZA- BETH WINSTEAD. Að setjast niður til þess að skrifa illa um bíólögguna John McClane er erfitt. Það er ekki ósvipað því að bíða eftir rétta augnablikinu til að segja góðum vini að hann eigi við andfýluvandamál að stríða. Helst vill maður fresta því í lengstu lög, en illu er víst best aflokið. Og það er ekki ósennilegt að sá sem klippti A Good Day to Die Hard hafi einmitt verið með þá speki í huga þegar hann skil- aði af sér myndinni, en myndin er ekki nema rétt rúmlega ein og hálf klukkustund, sem gerir hana að langstystu mynd Die Hard-serí- unnar. Aðalmennirnir á bak við mynd- ina, handritshöfundurinn Skip Woods, leikstjórinn John Moore og leikarinn Bruce Willis, sýna fram á svo mikla vanþekkingu á efniviðnum og því sem gerir Die Hard að einni skemmtilegustu hasarmyndaseríu allra tíma, að eðlilegast væri að leggja fram vantrauststillögu á hendur þeim. Vissulega fataðist John McClane flugið í bragðdaufri fjórðu mynd- inni, en fimmta myndin hefði getað bætt skaðann nánast að fullu. Því miður ber myndin metnaðar- leysisins skýr merki. John McClane fer til Moskvu þegar sonur hans kemst í kast við lögin og fimm mínútum síðar erum við stödd í leiðinlegasta bílaeltingar- leik sem festur hefur verið á filmu. Okkur á að finnast sniðugt að sjá McClane mala hversdagslega við dóttur sína í farsíma á meðan hann eyðileggur Moskvu með ofurjeppa. Við fyrirgáfum Willis kjánaskap- inn í Hudson Hawk. Af hverju er svona atriði í Die Hard-mynd? Myndin nær sér aldrei á strik eftir hörmungarnar í upphafi. Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna. Áferðin er ljót og myndatakan þreytandi. Það koma augnablik í síðari hluta myndar- innar sem eru sæmileg en það dugir ekki til. Grunnurinn er of veikbyggður og því hrynur þetta allt saman. Ég óttast að þessi mynd verði banabiti seríunnar. Máske verða gerðar fleiri myndir en John McClane verður aldrei samur. Haukur Viðar Alfreðsson NIÐURSTAÐA: Ófyrirgefanleg afskræming á klassískri seríu. Þetta er búið. Þetta er búið A GOOD DAY TO DIE HARD „Sonurinn er leiðindatýpa og það er aldrei sjáanlegur neisti á milli feðganna.“ Fjölmenni á Borginni Veitingastaðurinn Borg hélt veglegt opnunarhóf á fi mmtudagskvöldið og fj ölmargir prúðbúnir gestir mættu til að berja herlegheitin augum. Það var innanhússarkitektinn Hanna Stína sem sá um að gefa staðnum andlits- lyft ingu en matseðilinn var í hönd- unum á Völundi Snæ Völundarsyni, sem á staðinn ásamt Hauki Víðissyni. STILLTU SÉR UPP Ási Baldursson, Helga og Halla. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL SÁTTIR Óli, Greipur og Jakob. 300 mín 300 SMS 300 MB 500 mín 500 SMS 500 MB 1000 mín 1000 SMS 1000 MB 3.490 kr./mán. 4.990 kr./mán. 7.990 kr./mán. Sony Xperia Tipo Verð 22.900 kr. 2.090 kr./mán. í 12 mán. Apple iPhone 5 16 GB Verð 149.900 kr. 8.990 kr./mán. í 18 mán. Samsung Galaxy S III Verð 114.900 kr. 6.690 kr./mán. í 18 mán. *G re ið sl ug ja ld 3 40 k r. b æ tis t v ið m án .g ja ld .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.