Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Miðvikudagur
12
NETIÐ Í FLUGIFjögur af þeim sextán félögum sem fljúga til Íslands í sumar
bjóða upp á nettengingu í flugvélum. Frá þessu greinir turisti.
is. Flugfélögin eru Norwegian, SAS, Icelandair og Delta.
K aupmannahöfn stendur mér næst,“ segir Kristján Sigur-jónsson, útgefandi Túristi.is, þegar við forvitnumst um uppáhalds-borg hans í heiminum. Kristján hefur ferðast víða en er nú búsettur í Stokk-hólmi ásamt fjölskyldunni. Hann segir þó Kaupmannahöfn eiga hug hans og hjarta, enda bjó hann þar í sjö ár.„Ég flutti þaðan í fyrra. Bæði börnin mín fæddust í Kaupmannahöfn og hún skipar því sérstakan sess í fjölskyldunni þó kk
er á Møllegade 3 og þar taka Robert og mamma hans vel á móti fólki með frábæru kaffi og sætabrauði.“Til að kynnast ekta mannlífi Kaup-mannahafnar mælir Kristján með því að tylla sér á bekk við tjarnirnar eða Søerne og fylgjast með fólkinu sem á þar leið um. Á heitum sumarkvöldum
megi þar sjá eldri konur að húlla, ung
pör með tærnar ofan í skítugu vatninuog eldri hjón að b
HAKKABUFFIÐ BESTUPPÁHALDSBORGIN Kristján Sigurjónsson býr í Stokkhólmi en ber sterkar
taugar til Kaupmannahafnar. Hann segir Norðurbrú hverfið sitt.
SØERNE Til að kynnast ekta Kaupmannahöfn mælir Kristján með því að fylgjast með mann-lífinu kringum Søerne. NORDICPHOTOS/GETTY
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerískgæðavara
Amerískgæðavara
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18Opið laugardaga 10-14
Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með
vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.-
2 SÉRBLÖÐ
Fermingar | Fólk
Sími: 512 5000
27. febrúar 2013
49. tölublað 13. árgangur
SPORT Haraldur Dean Nelson er afar
ósáttur við ÍSÍ, sem hann segir ekki
hafa áhuga á íþróttum. 22
SAMGÖNGUR Til þess að komast hjá miklum jarð-
efnaburði úr Markarfljóti í Landeyjahöfn þarf
að færa farveg árinnar 2,5 kílómetra til austurs.
Þetta er mat Dönsku straumfræðistofnunarinnar.
Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar
Dönsku straumfræðistofnunarinnar (DHI)
unnið að rannsóknum í Landeyjahöfn. Niður-
stöður þeirra voru kynntar í síðustu viku á
fundi samráðshóps um samgöngur, að því er
fram kom á bæjarráðsfundi í Eyjum í gær.
Danirnir telja að lenging hafnargarða skili
ekki bættri hafnaraðstöðu heldur auki þvert
á móti straum og ölduhæð og geri innsiglingu
erfiðari en nú er. Hins vegar séu líkur á að
bæta megi höfnina, meðal annars með neðan-
sjávarrifum og föstum dælubúnaði.
„Danska straumfræðistofnunin leggur til
að farið verði í svokallaðar „reservoir“-lausn-
ir sem eru róttækari en þær dýpkunaraðferð-
ir sem hingað til hafa verið notaðar,“ segir
í fundar gerð bæjarráðs. Fulltrúi Siglinga-
stofnunar telji hins vegar mikla óvissu um
magn sandflutninga sem fylgi þeirri lausn.
„Niðurstöður DHI gera ráð fyrir að færa þurfi
Markarfljót til austurs um 2,5 kílómetra sem
fyrst til að forðast þann mikla efnisburð sem
því fylgir. Farvegur þess hefur þegar verið
færður um 650 metra með góðum árangri.“
Tveir fulltrúar Vestmannaeyja í þarfa-
greiningar hópi um nýja Vestmannaeyjaferju
fóru nýlega í siglingahermi í Danmörku þar
sem þeir prófuðu að sigla fjórum tegundum
skipa inn í Landeyjahöfn. „Núverandi
Herjólfur kom langverst út úr öllum mæling-
um,“ segir um þetta í fundargerð bæjarráðs.
Fulltrúarnir telji fullreynt með núverandi
Herjólf.
Þá segir að vonast sé til að hægt verði að
bjóða hönnun nýs Herjólfs út um páskana og
að nýtt skip verði komið til þjónustu eigi síðar
en vorið 2015. Skipið sem henti best í verkefnið
sé litlu minna en Herjólfur en taki fleiri bíla
og sama fjölda farþega. „Með styttri lestunar-
og losunartíma mun verða hægt að sigla fleiri
ferðir á núverandi siglingatíma og þannig auka
verulega framboð sæta.“ gar@frettabladid.is
Danir vilja færa Markarfljót
Fullreynt þykir að gera núverandi Vestmannaeyjaferju út frá Landeyjahöfn. Bjóða á út smíði nýrrar ferju á
næstunni. Danska straumfræðistofnunin leggur til að ós Markarfljóts verði færður 2,5 kílómetra til austurs.
b ó k a b ú ð
f o r l a g s i n s
www.vertuáverði.is
INTEL PENTIUM
Sat C850-1C8
99.990
kkar vinsælustu fyrir hefðbundna tölvuvinnslu.f oEin a
Núverandi Herjólfur kom lang-
verst út úr öllum mælingum.
Fulltrúar Vestmannaeyja í þarfagreiningarhópi um nýja
Vestmannaeyjaferju.
Farvegur
frá 2011
Markarfl jót
Farvegur
fyrir 2011
Landeyjahöfn
Tillaga að
farvegi
FÆRSLA MARKARFLJÓTS
LANDEYJAHÖFN OG MARKARFLJÓT Mikill efnis-
burður er frá Markarfljóti í Landeyjahöfn þótt farvegur
árinnar hafi þegar verið færður um 650 metra. Nú er
lagt til að færa fljótið 2,5 kílómetra til austurs.
MYND/LOFTMYNDIR
SKOÐUN Sif Sigmarsdóttir spyr hvers
vegna kona megi ekki ganga með
barn fyrir systur sína eða vinkonu. 13
MENNING Íslenskar hljómsveitir og
tónlistarmenn eru á samningum víða
um heim. 26
MENNING Jón Gunnar Th. leikstjóri hefur
skrifað undir samning við Old Vic-leik-
húsið í London um að leikstýra Macbeth í
haust. Sýningarrýmið er í Old Vic Tunnels,
aflagðri járnbrautarstöð undir Waterloo-
stöðinni. Listrænn stjórnandi Old Vic er
bandaríski kvikmyndaleikarinn Kevin
Spacey og það var hann sem bauð Jóni
Gunnari að velja sér verkefni til að svið-
setja í undirgöngunum.
„Þetta kom nú þannig til að ég
gekk á milli leikhúsa í London
í maí í fyrra og kynnti mig og
verkefni sem mig langaði að
setja upp,“ segir Jón Gunnar.
„Þeir hjá Old Vic höfðu séð
sýningu sem ég gerði í Lond-
on fyrir nokkrum árum
þannig að þeir þekktu mig
en keyptu ekki hugmyndina
sem ég var með. Kevin Spacey, listrænn stjórn-
andi Old Vic, bað mig þá að skoða undirgöng-
in, Old Vic Tunnels, og gá hvort ég fengi ekki
einhverja aðra hugmynd. Ég gekk þarna um
göngin og sá að þetta rými er alveg óskap-
lega spennandi og þá sérstaklega fyrir Mac-
beth. Þeim leist vel á þá hugmynd og voru
til í að vera meðframleiðendur. Síðan hefur
hugmyndin þróast, það er kominn annar fram-
leiðandi til viðbótar og ég er kominn með
samning og fer út í september til að
gera þennan draum að veruleika.“
- fsb / sjá síðu 18
Jón Gunnar Th. leikstýrir Macbeth í Old Vic í London:
Fékk tilboð frá Kevin Spacey
LEIKSTJÓRINN Jón Gunnar Th. fer til
London í september og setur Macbeth
á svið í leikhúsinu Old Vic, sem
Kevin Spacey stjórnar. MYND/HEIÐA.IS
Bolungarvík 4° SV 13
Akureyri 4° SV 10
Egilsstaðir 6° SV 6
Kirkjubæjarkl. 5° SV 8
Reykjavík 5° SV 13
STREKKINGUR Í dag verða suðvestan
8-15 m/s og skúrir eða él V-til en bjart
eystra. Kólnar smám saman í veðri. 4
HVÍTÁ DJÚP OG BREIÐ Vatnavextir settu mikinn svip á Suðurland í gær. Vegna rigninga og óvenjulegra hlýinda miðað við árstíma flæddu Hvítá og Ölfusá
yfir bakka sína og fór vegurinn að Auðholtsbæjum í Hrunamannahreppi í kaf við Hvítá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kindahræ rotna
Engar áætlanir eru um að farga þús-
undum fjár sem drápust í óveðrinu
í september. Sum hræjanna eru á
ferðamannaslóðum. 2
Næstum sokkinn Lögreglan rann-
sakar tildrög þess að jeppi festist úti
í miðri á í Landmannalaugum. Litlu
munaði að jeppinn sykki áður en
þyrla bjargaði fólkinu. 4
Óttast hleranir Lögmenn grunaðra
sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl
þeirra við skjólstæðinga kunni að
vera hleruð. 6
Uppistand á Ítalíu Stjórnmálaflokk-
ur ítalska grínistans Beppes Grillo
vann stórsigur í kosningum. Útlit er
fyrir stjórnarkreppu. 8