Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 60
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 16 BAKÞANKAR Svavars Hávarðssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KROSSGÁTA PONDUS Eftir Frode Øverli GELGJAN Eftir Jerry Scott & Jim Borgman HANDAN VIÐ HORNIÐ Eftir Tony Lopes BARNALÁN Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman MYNDASÖGUR LÁRÉTT 2. æsa, 6. einnig, 8. gras, 9. móðurlíf, 11. gangþófi, 12. kjöt, 14. þátttakandi, 16. strit, 17. goð, 18. hækkar, 20. númer, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. í röð, 4. andlegt þróttleysi, 5. máttur, 7. matarlím, 10. þokki, 13. arr, 15. sjá eftir, 16. ról, 19. gyltu. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. og, 8. sef, 9. leg, 11. il, 12. flesk, 14. aðili, 16. at, 17. guð, 18. rís, 20. nr, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. rs, 4. veiklun, 5. afl, 7. gelatín, 10. geð, 13. sig, 15. iðra, 16. ark, 19. sú. Við eigum það allir! Er ég ekki eldheitur aðdáandi? Ég á allt sem þeir hafa gefið út! Ég á plötur sem þeir vita ekki einu sinni að þeir hafa gefið út! Á DVD, CD, MP3, vínyl, akrýl og á kassettu! Ég klifraði upp í gluggann á hótelinu þeirra á áttundu hæð og Ace Frehley talaði við mig! „Étt‘ann sjálfur“ sagði hann! En hann talaði við mig! Ég keypti gömlu stígvélin hans Gene á eBay og fékk fótasvepp! Ég er með þá í blóðinu! Svakalegt! Sumar okkar hafa húðflúrað svartar stjörnur á húðina okkar! Ég sé enga svarta stjörnu hjá þér félagi! Ég skal sýna þér svarta stjörnu hálfvitinn þinn! Nei, það gerir þú ekki! Kemst, já. Átt samskipti, ég veit ekki. Kemst hann í símann? Segðu henni að Beta hafi sagt að Sigga hafi sagt að Sara hafi sagt að henni sé sama ef Diddu er sama. Ella vill tala við þig. Við höfum nú þegar fengið símtöl frá Landssambandi píanóleikara og Táknmálsfélaginu... ...Hún á afmæli hún Solla! Hún á afmæli í daaaag! Nú máttu óska þér! Skrýtið... ég finn ekki enn lykt af hnakkaleðri... Þú hefðir átt að seg ja „Þú mátt óska þér alls nema smáhests“. Sætt B L Á Á Á Á S! Þef þef Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti þann 25. febrúar 2013 breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006- 2018 og nýtt deiliskipulag vegna Krossholt/Langholt á Barðaströnd í Vesturbyggð. Deiliskipulagssvæðið er um 54 ha að stærð og innan þess eru þrjú svæði með núverandi byggingum og áætlaðri viðbótar byggð. Umhverfis byggðasvæðin er útivistarsvæði og land- búnaðarland sem er óbyggt. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma við bæði aðalskipulagsbreytinguna og deiliskipulagið og hefur þeim aðilum verið send umsögn bæjarstjórnar. Vesturbyggð hefur sent aðal- skipulagsbreytinguna og deiliskipulagið til Skipulags- stofnunar og óskað eftir leyfi til þess að deiliskipulagið öðlist samþykki með birtingu auglýsingar í b-deild stjórnartíðinda. Hægt er að skjóta skipulaginu til Úr- skurðanefndar umhverfis- og auðlindamála Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Ásthildur Sturludóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og nýtt deiliskipu- lag vegna Krossholt/Langholt á Barðaströnd í Vesturbyggð Bygging snjóflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2013. umsókn Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir ofanflóðavörnum eins og þeim er lýst í framkvæmdaleyfis- umsókn, greinagerð og umhverfisskýrslu með deiliskipu- lagi. Bæjarstjórn hefur tekið rökstudda afstöðu til veitingu leyfisins. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og deiliskipulag ofanflóðavarn- anna. Framkvæmdaleyfið er bundið ákveðnum skilmálum, sem byggja á bókun bæjarstjórnar. Deiliskipulagið er aðgengilegt á vef Skipulagsstofnunar skipulag.is og vef Vesturbyggðar vesturbyggd.is ásamt bókunum bæjarstjórnar. Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar Vesturbyggðar er kæranlegt til úrskurðanefndar umhverfis - og auðlinda- mála, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík. Kærufrestur er einn mánuður frá því að leyfið er auglýst. Ásthildur Sturludóttir Bæjarstjóri Vesturbyggðar Auglýsing um veitingu framkvæmdaleyfis í sveitafélaginu Vesturbyggð Dagforeldranámskeið Í lok mars mun Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði bjóða upp á starfsréttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra. Upplýsingar í síma 585-5860 og á simenntun@hafnarfjordur.is nhms@hafnarfjordur.is FYRIR svona fimmtán árum fékk ég áhuga á hnefaleikum – á þeim tíma sem beinar útsendingar hófust frá þessari vin- sælu íþrótt í fyrsta skipti. Úr varð nýtt æði á Íslandi. Ég, eins og tugþúsundir annarra, sat við skjáinn og taldi mig hafa fundið nýjan sannleika. Ég lagðist í trúboð – vildi kveða niður gagnrýnisraddir sem voru margar. Það má reyndar segja að fleiri hafi fyllt hóp gagnrýnenda en þeirra sem litu æðið jákvæðum augum, eins og kom greinilega fram í samfélags- umræðunni á þeim tíma. MÓÐIR mín sá ekkert jákvætt við hnefaleika. Hún sagði það sprottið af blóðþorsta að horfa á fullorðna menn berja hver annan sundur og saman. Ég hélt nú ekki. Íþróttin væri þvert á móti ein sú fegursta og göfugasta í heimi. Þetta taldi ég mig geta sannað; ef hún vildi læra. MÓÐIR mín er keppnis- manneskja og hún sam- þykkti að halda áfram rök- ræðunum á meðan horft væri á hnefaleikabardaga. Þetta var árið 1997 og fram undan var endurtekinn bardagi um heimsmeistaratitilinn í þungavigt á milli Mike Tyson og Evander Holy- field. Fullkomið. ÉG lagði mikið í kvöldið; fékk lánaða góða stóla og keypti bjór og aðrar nauðsynjar. Strax í byrjun afþakkaði mamma kalt ölið á þeim forsendum að hún þyrfti að klára hælana á nokkrum ullarsokkapörum sem hún hafði með sér. Ég drakk því bjórinn sjálfur og hélt langan fyrirlestur um sögu hnefaleika. Mamma sat við hliðina á mér, prjónaði og kinkaði kolli öðru hvoru. ÞÁ auðvitað, eins og flestir vita, ákvað Tyson að gera tilraun til að éta andstæðing sinn, og til að gera langa sögu stutta þá var eyrað á Holyfield ekki lent í gólfinu þegar mamma var staðin upp – augnatillitið sem ég fékk þurfti engra skýringa við. Á þeim tíma sá ég mína sæng upp reidda og lét af frekari tilraunum til þess að sannfæra gömlu konuna – eða ákvað öllu heldur að leita færis síðar. SVO birtist Gunnar Nelson eins og frels- andi engill. Nýtt tækifæri gafst eftir allan þennan tíma. Reyndar önnur íþrótt og harkalegri, en samt. Svo fékk ég bakþanka og hætti við – veit reyndar alveg hverju hún hefði svarað hefði ég lagt í aðra kross- ferð. „Svavar minn. Það breytir engu þótt það sé Íslendingur sem er að ná árangri. Íþróttin sú arna verður ekkert fallegri við það.“ MAMMA hefur kannski töluvert til síns máls. Þótt hún hafi reyndar ekkert sagt. Mamma og afb itna eyrað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.