Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 30
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● fermingar Nokkrir íslenskir krakkar fermast í Lúxemborg í ár. Hópurinn sem tekur þátt í fermingarfræðslunni í ár er fjölmennur en flestir krakkanna fermast heima á Íslandi. Minna stress fylgir undirbúningnum og veislunni ytra en heima á Íslandi. Á hverju ári fermist hópur unglinga erlendis enda er fjöldi Íslendinga búsettur víða um heim. Einn þeirra er Stefán Broddi Sigvalda- son, sem hefur búið í Lúxemborg síðast- liðin átta ár ásamt fjölskyldu sinni. Ferm- ingarundirbúningurinn í Lúxemborg er að mörgu leyti með svipuðu sniði og á Íslandi en hann er í höndum séra Sjafnar Mueller Þórs. Stefán Broddi segir fermingarundir- búninginn hafa verið mjög skemmtilegan og þar skiptir miklu máli að hafa eytt tíma með öllum íslensku krökkunum þar sem þau leystu meðal annars ýmis skemmtileg verkefni saman. „Síðan förum við í ferm- ingarbúðir í Þýskalandi um næstu helgi og hlakka ég mikið til þeirra. Þar bætast í hópinn fermingarbörn búsett í Þýskalandi og munum við gista í tvær nætur.“ Hópurinn sem undirbýr fermingu í Lúxem borg í ár er óvenju stór að sögn Dagnýjar Broddadóttur, móður Stefáns. „Í ár fermast tólf krakkar. Þeir hafa hist fimm sunnudaga með prestinum og tekið þátt í messum á vegum íslenska safnaðarins hér í Lúxemborg. Reyndar fermast ekki öll börnin hér heldur munu flest þeirra fermast á Íslandi. Stefán Broddi mun þó fermast í Lúxemborg ásamt fjórum öðrum Íslend- ingum um hvítasunnuhelgina. Við erum svo heppin að séra Sjöfn var tilbúin að sjá um at- höfnina fyrir okkur.“ Börn í Lúxemborg fermast samkvæmt kaþólskri trú og fer athöfnin fram á vor- dögum þegar þau eru á tíunda ári. Þann vetur miðast kristinfræðikennslan í skólanum við ferminguna og fræðslu sem tengist henni. Einnig sækja börnin tíma utan skólans og flest þeirra fara í fermingar búðir að sögn Dagnýjar. HEFÐBUNDIN VEISLA Fjölskyldan heldur hefðbundna fermingar- veislu í tilefni af fermingunni en heima- menn halda gjarnan slíkar veislur á veit- ingastöðum eða í heimahúsum. „Fólkið hér heldur iðulega formfastar matarveislur í til- efni ferminga þar sem allir sitja við dekkuð langborð. Við munum hins vegar halda hefðbundna íslenska fermingarveislu fyrir Stefán Brodda. Nánustu ættingjar okkar koma út og taka þátt í þessum stóra degi með okkur. Síðan munum við halda veislu á Íslandi seinna meir þar sem fleiri ætt ingjar okkar og vinir geta tekið þátt.“ Minna stress er í kringum fermingar- daginn sjálfan en heima á Íslandi. At höfnin fer fram klukkan tvö í mótmælendakirkj- unni og það er í raun það eina sem búið er að ákveða varðandi daginn. „Það er ekk- ert stress í kringum undirbúninginn hjá okkur. Við erum ekki enn farin að huga að því hvernig og hvar við ætlum að vera með veisluna. Án efa verður þó fermingardag- urinn afslappaður dagur í faðmi fjölskyldu og vina þar sem Stefán Broddi og ákvörðun hans verður miðpunktur dagsins.“ Fjölskyldan kann vel við sig í Lúxemborg. Upphaflega ætluðu þau að dvelja þar í tvö til þrjú ár en nú hafa átta ár liðið á augabragði. Dagný kennir íslensku fyrir þýðendur hjá Evrópusambandinu en maður hennar, Sig- valdi Stefánsson, starfar hjá fjármálafyrir- tæki þar í landi. Börnin eru þrjú, bræðurnir Stefán Broddi 13 ára og Alexander Broddi sem er níu ára. Einnig eiga þau dótturina Auði sem er 18 ára og stundar háskólanám í Englandi. Bræðurnir stunda nám í alþjóð- legum skóla og æfir Stefán Broddi fótbolta með skólaliðinu og frjálsar íþróttir með lúx- emborgsku félagi. - sfj Ekkert stress við undirbúninginn Stefán Broddi tekur þátt í fermingarfræðslu í Lúxemborg. Hér er hann með yngri bróður sínum, Alexander Brodda. MYND/ÚR EINKASAFNI Tíminn hefur liðið hratt hjá fjölskyldunni í Lúxem- borg en hún hefur búið þar í átta ár. MYND/ÚR EINKASAFNI Pastasalat er þægilegt að gera og það er vinsælt á hlaðborðum. Salatið er hægt að gera degi fyrr. Einnig er hægt að bæta út í það eftirlætishráefni sínu að vild. Hér er uppskrift að mjög góðu pastasalati sem er upplagt á hlaðborðið. Uppskriftin er miðuð við fjóra. Einfalt pastasalat 400 g pastaskrúfur eða penne 50 g furuhnetur 3 skalottlaukar 2 stór hvítlauksrif 4 msk. ólífuolía 1 tsk. chili-flögur 2 eggaldin 1 kúrbítur 6 tómatar 50 g rúsínur nýmalaður pipar Sjóðið pasta eftir leið- beiningum á pakkanum. Þegar suðu er lokið setjið þá strax í sigti og undir kalt vatn til að stoppa áframhaldandi suðu. Ristið furuhnetur á þurri pönnu á meðalhita en takið síðan af pönnunni. Skrælið lauk og hvítlauk og saxið niður. Steikið lauk og hvítlauk í ólífu- olíu og setjið chili-flögur út í. Steikið þar til laukur- inn verður mjúkur. Takið af pönnunni. Skerið egg- aldin í litla bita og steikið á sömu pönnu, því næst kúrbít og tómata sem einnig hefur verið skorið niður. Öllu blandað saman við pastaskrúf- urnar. Setjið furuhnet- urnar út í þegar pastað er sett á borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.