Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 32
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● fermingar Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Save the Children á Íslandi Dröfn Vilhjálmsdóttir er konan á bak við Eldhússögur, eina girnilegustu matarsíðu landsins. Hún segist fyrst og fremst vera húsmóðir sem nýtur sín í eldhúsinu og gefur lesendum uppskrift að fermingarköku sem auðvelt er að baka heima. „Í upphafi hugsaði ég blogg- ið sem eigin uppskriftabók og sarp fyrir börnin mín að sækja í mömmumat seinna meir. Bloggið var mér líka hvatning til að spreyta mig á nýjum upp- skriftum heima í eldhúsi,“ segir Dröfn, sem byrjaði að blogga um mat í fyrrasumar og færir lesendum sínum nær daglega nýjar uppskriftir. „Ég vanda mig mikið og set ekkert inn sem ég vil ekki prófa aftur. Það er heilmikið bjástur að halda úti matarbloggi, búa til uppskriftir, elda, baka, taka myndir, setja þær á netið og skrifa færslur en ég hef ánægju af því öllu. Ég dunda mér við það í eldhúsinu í stað þess að liggja yfir sjónvarpinu á kvöld- in,“ segir hún og hlær. Dröfn segir heimilismatinn hafa breyst eftir að hún fór að blogga. „Ég er með stóra og þakk- láta fjölskyldu sem nýtur góðs af matseldinni. Reyndar segj- ast eldri börnin orðin spillt og þykja eðlilegt að fá nýjan og spennandi mat á borðið á hverj- um degi.“ Dröfn hefur að eigin sögn meira yndi af bakstri en elda- mennsku. „Ég legg mikið upp úr bragðgóðum kökum og bakaði litlar súkkulaðitertur fyrir fermingu dóttur minn- ar, ekki ósvipaðar þeirri sem ég gef uppskrift af. Þær féllu vel í kramið enda heimilis- legt og gómsætt kaffibrauð og alveg eftir óskum fermingar- barnsins.“ Sjá www.eldhussogur.com. Heimilisleg hnallþóra Dröfn Vilhjálmsdóttir er geislafræðingur, nýútskrifaður bókasafns- og upplýsingafræð- ingur og fjögurra barna móðir. Hún er húsmóðir af gamla skólanum því henni vex aldrei í augum að halda stór matarboð eða baka fyrir veislur. MYNDIR/VALLI Kökubotnar 2 egg 2 dl sterkt kaffi 2½ dl súrmjólk 1,25 dl matarolía 200 g hveiti 420 g sykur 85 g kakó 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1 tsk. vanillusykur Hitið ofn í 160 °C á blæstri. Smyrjið þrjú bökunar- form, 20 cm í þvermál. Hrærið saman eggjum, kaffi, matarolíu og súr- mjólk í stutta stund. Bætið því næst þurrefn- unum út í og hrærið þar til deig er jafnt og kekkja- laust. Skiptið deiginu jafnt í formin og bakið í um 35 mínútur. Athugið að botnarnir munu líta út fyrir að vera blautir. Látið kólna. Hægt er að setja botnana í frysti í 30 mín- útur áður en krem er sett á til þess að auðvelda ásetningu. Kirsuberjakrem 500 g mascarpone- ostur 3 dl rjómi 2½ dl kirsuberjasósa (t.d. frá Den gamle fabrik) 120 g sykur ½ tsk. vanillusykur Þeytið rjóma og geymið í ísskáp. Þeytið saman marcarpone-ost, sykur og vanillusykur þar til blandan er kekkjalaus. Bætið þeytta rjómanum varlega út í með sleikju, ásamt kirsuberja sósunni. Setjið einn kökubotn á kökudisk og smyrjið með kreminu. Gerið eins við hina tvo botnana og leggið saman. Smyrjið kremi ofan á kökuna og á hliðarnar. Kælið í ísskáp meðan súkkulaðikrem er búið til. Súkkulaðikrem 175 g suðusúkkulaði ½ dl rjómi 1 msk. smjör 1 msk. síróp Hitið súkkulaði, rjóma, smjör og síróp saman í potti við vægan hita þar til blandan er slétt og samfelld. Látið kólna þar til passlega þykk. Hellið kreminu yfir tertuna og látið leka dálítið fram af köntum. Skreytið með jarðarberjum eða fersk- um kirsuberjum með stilknum á. Þetta er terta sem bragðast best dag- inn eftir! ● SIGNING Signingin er orð- laus tjáning, játning og bæn. Hún er minning þess að við- komandi er skírður í nafni heil- agrar þrenningar og Guðs eign í lífi og dauða. Signingin fer fram með þessum hætti: Í nafni Guðs, föður (enni), og sonar (brjóst) og heilags anda (frá vinstri öxl til hægri axlar). Amen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.