Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 17
3 | FÓLK | LYFTUR  SKY TOWER Lyftan í Sky Tower í Auckland á Nýja-Sjálandi er ekki fyrir lofthrædda. Í hverri af fjórum lyftum turnsins er glergólf og því ótrúleg upp- lifun fyrir gesti að þjóta upp og niður hina 70 hæða háu byggingu.  BAR UM BORÐ Í LYFTU Í einu stærsta skemmtiferðaskipi heims, MS Oasis of the Seas, er að finna lyftu sem ber heitið Rising Tide. Því er haldið fram að lyftan sé sú eina í heiminum sem bjóði upp á bar. Alls rúmast 35 farþegar í lyftunni milli tveggja hæða. Ferðin tekur átta mínútur og því nægur tími til að panta eins og einn kokkteil.  FALKIRK-HJÓLIÐ Falkirk-hjólið í Skotlandi flytur báta á milli Union-síkisins og Forth og Clyde-síkisins. Það var tekið í notkun árið 2002 og er eina snúnings- bátalyftan í heiminum. Tíu vökvamótorar snúa hjólinu og tekur það um átta mínútur að fara heilan hring. Á meðan snýst vatnsfyllt karið sem bátarnir liggja í á sama hraða en í öfuga átt.  SANTA JUSTA LYFTAN Raul Mesnier de Ponsard, lærlingur Gustave Eiffel, hannaði Santa Justa-lyft- una í Lissabon í Portúgal. Hún er í nýgotneskum stíl og var gufuknúin þegar hún var byggð árið 1902. Hin 130 metra háa lyfta er nú rafknúin en útlitið hefur feng- ið að halda sér. Á hundrað ára afmæli lyftunnar 2002 var hún friðuð og gerð að minnismerki.  BÍLAGEYMSLA Á MÖRGUM HÆÐUM Við hlið aðalstöðva Volkswagen í Wolfsbug í Þýskalandi stendur ein fullkomnasta bílageymsla heims. Þegar búið er að smíða bíl í VW- verksmiðjunni ber færiband bílinn átta hundruð metra leið í undir- göngum yfir í sextíu metra háan turn. Sjálfvirk lyfta tekur bílinn af færibandinu og kemur honum fyrir í lausu stæði. Þar sem bílnum er ekki ekið neitt í þessu ferli stendur núll á kílómetramælinum þegar viðskipta- vinir fá bílinn í hendurnar.  LYFTA Í FJALLSHLÍÐ Bailong-lyftan í Wulingyuan í Zhangjiajie í Kína er afar sérstök. Hún er talin vera hæsta lyfta heims sem er utandyra. Lyftan liggur upp með kletti sem teygir sig um 300 metra upp í loftið. UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 26. október 6. mars Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 Fyrirtækið RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan Brautarholti 26 er nýlega sameinað fyrirtæki sem byggir á grunni tveggja rótgróinna fyrirtækja. RÍ og Rými hafa yfir að ráða mikilli og langri reynslu í sölu, uppsetningu og þjónustu á lyftum og tengdum búnaði. Slagorð fyrirtækisins á þessu sviði, „aðgengi fyrir alla“, undir- strikar áherslur þess, enda sérhæfir fyrirtækið sig í lyftum sem og öðrum tæknibúnaði sem bætir aðgengi að fyrirtækj- um, stofnunum og heimilum. VEITA VANDAÐA RÁÐGJÖF Aðgengi fólks með skerta hreyfigetu er mjög ábótavant á Íslandi. Fyrirtækið leggur sín lóð á vogarskálarnar til þess að bæta úr þessu. Á undanförnum áratugum hefur það sérhæft sig í hjólastólalyftum, stigalyft- um, sætislyftum, sjálfvirkum opnunarbúnaði sem og ýmsum lausnum þar að lútandi. Reynsla þess á þessu sviði nýtist þegar kemur að hönnun nýbygginga með aðgengismál í huga sem og við breytingar eldra húsnæðis, þannig að það sé aðgengilegt fyrir ALLA. RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan veitir vandaða ráðgjöf og kem- ur auga á hagkvæmar og góðar lausnir með tilliti til kostnaðar, pláss og notagildis. Ef aðgeng- ismálum er ábótavant þá leysir það málið af fagmennsku. AÐGENGI FYRIR ALLA – SLAGORÐ RÍ OG RÝMI RÝMI OG RÍ KYNNA RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan hafa sameinast. Þau hafa meðal annars sérhæft sig í hjólastóla-, stiga- og sætislyftum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.