Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 17

Fréttablaðið - 27.02.2013, Side 17
3 | FÓLK | LYFTUR  SKY TOWER Lyftan í Sky Tower í Auckland á Nýja-Sjálandi er ekki fyrir lofthrædda. Í hverri af fjórum lyftum turnsins er glergólf og því ótrúleg upp- lifun fyrir gesti að þjóta upp og niður hina 70 hæða háu byggingu.  BAR UM BORÐ Í LYFTU Í einu stærsta skemmtiferðaskipi heims, MS Oasis of the Seas, er að finna lyftu sem ber heitið Rising Tide. Því er haldið fram að lyftan sé sú eina í heiminum sem bjóði upp á bar. Alls rúmast 35 farþegar í lyftunni milli tveggja hæða. Ferðin tekur átta mínútur og því nægur tími til að panta eins og einn kokkteil.  FALKIRK-HJÓLIÐ Falkirk-hjólið í Skotlandi flytur báta á milli Union-síkisins og Forth og Clyde-síkisins. Það var tekið í notkun árið 2002 og er eina snúnings- bátalyftan í heiminum. Tíu vökvamótorar snúa hjólinu og tekur það um átta mínútur að fara heilan hring. Á meðan snýst vatnsfyllt karið sem bátarnir liggja í á sama hraða en í öfuga átt.  SANTA JUSTA LYFTAN Raul Mesnier de Ponsard, lærlingur Gustave Eiffel, hannaði Santa Justa-lyft- una í Lissabon í Portúgal. Hún er í nýgotneskum stíl og var gufuknúin þegar hún var byggð árið 1902. Hin 130 metra háa lyfta er nú rafknúin en útlitið hefur feng- ið að halda sér. Á hundrað ára afmæli lyftunnar 2002 var hún friðuð og gerð að minnismerki.  BÍLAGEYMSLA Á MÖRGUM HÆÐUM Við hlið aðalstöðva Volkswagen í Wolfsbug í Þýskalandi stendur ein fullkomnasta bílageymsla heims. Þegar búið er að smíða bíl í VW- verksmiðjunni ber færiband bílinn átta hundruð metra leið í undir- göngum yfir í sextíu metra háan turn. Sjálfvirk lyfta tekur bílinn af færibandinu og kemur honum fyrir í lausu stæði. Þar sem bílnum er ekki ekið neitt í þessu ferli stendur núll á kílómetramælinum þegar viðskipta- vinir fá bílinn í hendurnar.  LYFTA Í FJALLSHLÍÐ Bailong-lyftan í Wulingyuan í Zhangjiajie í Kína er afar sérstök. Hún er talin vera hæsta lyfta heims sem er utandyra. Lyftan liggur upp með kletti sem teygir sig um 300 metra upp í loftið. UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 26. október 6. mars Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 Fyrirtækið RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan Brautarholti 26 er nýlega sameinað fyrirtæki sem byggir á grunni tveggja rótgróinna fyrirtækja. RÍ og Rými hafa yfir að ráða mikilli og langri reynslu í sölu, uppsetningu og þjónustu á lyftum og tengdum búnaði. Slagorð fyrirtækisins á þessu sviði, „aðgengi fyrir alla“, undir- strikar áherslur þess, enda sérhæfir fyrirtækið sig í lyftum sem og öðrum tæknibúnaði sem bætir aðgengi að fyrirtækj- um, stofnunum og heimilum. VEITA VANDAÐA RÁÐGJÖF Aðgengi fólks með skerta hreyfigetu er mjög ábótavant á Íslandi. Fyrirtækið leggur sín lóð á vogarskálarnar til þess að bæta úr þessu. Á undanförnum áratugum hefur það sérhæft sig í hjólastólalyftum, stigalyft- um, sætislyftum, sjálfvirkum opnunarbúnaði sem og ýmsum lausnum þar að lútandi. Reynsla þess á þessu sviði nýtist þegar kemur að hönnun nýbygginga með aðgengismál í huga sem og við breytingar eldra húsnæðis, þannig að það sé aðgengilegt fyrir ALLA. RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan veitir vandaða ráðgjöf og kem- ur auga á hagkvæmar og góðar lausnir með tilliti til kostnaðar, pláss og notagildis. Ef aðgeng- ismálum er ábótavant þá leysir það málið af fagmennsku. AÐGENGI FYRIR ALLA – SLAGORÐ RÍ OG RÝMI RÝMI OG RÍ KYNNA RÍ Verslun og Rými – Ofnasmiðjan hafa sameinast. Þau hafa meðal annars sérhæft sig í hjólastóla-, stiga- og sætislyftum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.