Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 48
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR30 ● fréttablaðið ● fermingar
Því heyrist stundum fleygt að
fermingar séu leiðinlegar en af
hverju skyldi það vera?
„Í guðs bænum ekki bjóða mér í
fermingar. Ég skal mæta í öll barna-
afmæli en ég get ekki fermingar,“
stundi miðaldra einhleypur frændi,
nýfluttur til landsins eftir margra
ára viðburðarríkt stór borgar líf
handan Atlantshafsins. „Prúð búnir
fjölskyldumeðlimir við hvítdúkuð
hringborð með kaffibolla og kransa-
köku í hönd. Flestir í tilgerðar-
legum samræðum um helstu at-
burði liðinna missera og ára. Vissu-
lega fær maður gott að éta en þarf
líka að borga fyrir sig; helst með
nokkrum bláum. Ég þakka pent!“
bætti hann fussandi við.
En þurfa fermingarveislur
að vera svona leiðinlegar? Það
vill einhvern veginn loða við. Af
hverju? Hvað er verið að halda upp
á? Jú, að barnið sem um ræðir sé
komið í fullorðinna manna tölu og
að það vilji staðfesta þá játningu
sem aðrir fóru með fyrir þess hönd
í skírninni. Kannski ekki svo stór-
kostlegt í hugum einhverra en
flest börn á fermingaraldri vilja
nú engu að síður fermast og hví
ekki að gleðjast, gera barninu hátt
undir höfði og njóta um leið sam-
vista við sjaldséða ættingja?
SKIPIÐ VEISLUSTJÓRA
Það sem gjarnan vantar er um-
gjörð og veislustjórn. Veitingarnar
skipta vissulega máli en eru þó
ekki allt. Oft er framvindan í
fermingarveislum nokkuð fyrir-
sjáanleg. Fólk safnast saman við
borð og er svo boðið upp á mat og
kræsingar. Það skrafar eitthvað
saman, skrifar í gestabók, skilur
eftir gjöf og kveður. Stöku sinnum
sýnir barnið listir sínar á ein-
hverju sviði og vekur það yfirleitt
mikla lukku. En það eru þó ekki
nærri því allir unglingar sem vilja
koma fram og margir geta varla
hugsað sér að stynja upp: „gjörið
svo vel!“
ÚTBÚIÐ MYNDBAND
Með smá fyrirhyggju má þó
hæglega brjóta veisluna upp og
skemmta gestum. Hinir tækni-
væddu gætu til að mynda útbúið
myndband með hápunktum úr
lífi barnsins en margir luma á
skemmtilegum myndbrotum
sem gaman er að klippa saman
við skemmtilega tónlist og sýna
gestum. Við þetta má svo jafn-
vel bæta nokkrum laufléttum við-
tölum við ættingja, vini og aðra
sem þekkja barnið. Hægt er að
fara með myndbandsupptöku-
vélina á milli fólks og biðja það um
að lýsa fermingarbarninu og segja
nokkur vel valin orð. Þetta er svo
hægt að klippa saman á skemmti-
legan hátt og koma barninu og
veislugestum á óvart.
SÝNIÐ MYNDIR OG UNDIRBÚIÐ
SKEMMTIATRIÐI
Þá er um að gera að búa til mynda-
sýningu með myndum af barninu
og varpa upp á vegg. Ef til eru
myndir af því með veislugestum
vekur það án efa enn meiri lukku.
Eins er um að gera að leita til hæfi-
leikafólks í fjölskyldunni og biðja
það að troða upp eða taka til máls.
Allt brýtur þetta upp hefð bundið
veisluformið; það losnar um mál-
bein gesta og gerir stundina
ánægjulegri og eftirminnilegri
fyrir alla. - ve
Umgjörð veislunnar
skiptir sköpum
Leitið til hæfileikafólks í fjölskyldunni og biðjið það að troða upp eða taka til máls.
Það brýtur upp veisluna, losar um málbein gesta og gerir stundina eftirminnilegri.
Ef fermingarbarnið er tilbúið til að koma fram og sýna listir sínar vekur það án efa lukku. NORDICPHOTOS/GETTY
Hannaðu persónulega
myndabók á oddi.is
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
NÝR
END
URB
ÆTT
UR
VEF
UR
VERÐ FRÁ
6.990 KR.
EINTAKIÐ
Fermingartilboðin
hafin
Save the Children á Íslandi