Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.02.2013, Blaðsíða 66
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22 Mér finnst ekki vera við hæfi að ÍSÍ skuli ekki vera áhugasamara um íþróttalífið í landinu. Haraldur Dean Nelson 1350 POTTURINN STEFNIR Í Fyrsti vinningur stefnir í 120 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.230 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is 120.000.000 +1.230.000.000 ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 27. FEBRÚAR 2013A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 82310000183296 SPORT MMA Áhugi Íslendinga á Gunnari Nelson er gríðarlegur og áhuginn á blönduðum bardagalistum, MMA, hefur aukist samhliða því. Enn hefur ekki verið keppt í íþróttinni á Íslandi og þess utan ekki víst að það sé að öllu leyti löglegt. „ Það væri frábært ef við gætum verið með amatör-bardaga. Við viljum gera það á réttan og fag- legan hátt,“ sagði Haraldur Dean Nelson hjá Mjölni, en hann er einnig faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson. „MMA er ekki bannað en við viljum að það verði settar reglur og reglugerðir um það hvernig á að halda MMA-mót. Við viljum ekki hafa einhverja vitleysinga í því að setja menn saman í búrið þar sem það verður ójafn leikur.“ Haraldur bendir á að Svíar hafi gert hlutina á faglegan hátt. Þar er annars vegar áhugamanna-MMA og svo keppni atvinnumanna. „Það voru sett lög í kringum 1950 en þau eru um hnefaleika. Þar kemur lítið annað fram en að hnefaleikar séu bannaðir. Það er barn síns tíma. Síðan hefur karate komið og þar er fullsnerting í skrokk og aðeins í andlit. Svo er líka taekwondo á Íslandi þar sem menn eru rotaðir með háspörkum. Svo eru alls konar köst í júdóinu. Þessar íþróttir eru samt greinilega ekki bannaðar hér á landi þrátt fyrir þessa löggjöf. Það er því ekk- ert sem bannar MMA sem slíkt.“ Ekki hefur verið stofnað íslenskt MMA-samband og það er því utan ÍSÍ eins og fleira. „Við höfum reynt að koma brasil- ísku jújitsú inn í ÍSÍ í mörg ár en það hefur ekki gengið. Það er kapi- tuli út af fyrir sig. Það er ótrúlegt að ÍSÍ skuli sýna nýjum íþróttum eins lítinn áhuga og raun ber vitni. ÍSÍ er orðið þannig samband að þeir eru meira í því að halda íþrótt- um úti en fá þær inn. Það er þeim ekkert keppikefli að fá inn helstu vaxtarsprota í íslensku íþrótta- lífi. Þeir hafa engan áhuga á að fá okkur inn. Þetta er orðinn allt að því lokaður klúbbur. Því hefur verið haldið fram við mig að lottó- peningarnir séu farnir að snúast upp í andhverfu sína. Þeir áttu að efla íþróttalífið en nú sitja menn við kjötkatlana. Ég veit ekki hvort það er rétt en ég veit að það er ekki neinn áhugi né eftirleitan í því að fá íþróttir eins og brasilískt jújitsú inn. Samt eru hundruð að æfa þessa íþrótt og um 200-300 manns að keppa á Íslandsmóti. Mér finnst þetta ekki vera Íþróttasamband Íslands ef það hefur ekki áhuga á íþróttum,“ segir Haraldur. En á hverju stranda þessar umsóknir? „Við höfum farið og hitt forsvars menn ÍSÍ. Þá var okkur tjáð að við yrðum að vera í Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Við sóttum um þar og þá feng- um við þau svör að við kæmumst ekki þar inn því íþróttin væri ekki viður kennd innan ÍSÍ. Þá tal- aði ég aftur við Líneyju hjá ÍSÍ. Hún sagði að þau væru búin að kanna þetta í nágrannalöndunum og þar væri brasilískt jújitsú ekki hluti af íþróttasamböndunum þar. Mér hefur síðan verið tjáð að það sé hreinlega ekki rétt hjá henni. Jújitsú sé inni hér og þar. Ég sagði við Líneyju að einhver yrði að taka fyrsta skrefið að því að taka nýjar íþróttir inn. Annars yrði engin nýjung. Þarna væri tækifæri fyrir ÍSÍ að taka fyrsta skrefið,“ segir Haraldur, en þá hafi umræðan farið að snúast um lyfjamál. „Ég sagði henni að það væri velkomið að koma og lyfjaprófa á mótum hjá okkur. Það myndi eng- inn fagna því meira en við. Það má svo benda á að Gunnar Nelson var lyfjaprófaður af ÍSÍ er hann tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í júdói. Það voru þrír teknir og Gunnar einn af þeim. Ég hugsa að það hafi ekki verið sérstök til- viljun en samt fínt. Hann hefur verið lyfjaprófaður margoft og aldrei fallið. Hann er til í að fara í próf hvenær sem er og hvar sem er. Það má þess vegna prófa hann út af fæðubótarefnum. Hann notar þau ekki. Hann borðar íslenskan mat og drekkur íslenskt vatn.“ Hver eru eiginlega næstu skref hjá Mjölnismönnum í þessum málum? „Við erum að vinna í því að komast inn í International MMA Federation. Það samband stefnir að því að halda HM 2013. Það beitir sér algjörlega að áhuga- manna-MMA. UFC er svo með atvinnumanna-MMA. Við erum að stofna íslenskt MMA-samband sem mun svo ganga inn í alþjóða- sambandið. Þeir eru að aðstoða okkur við að koma okkar sam- bandi á fót öfugt við það sem ÍSÍ gerir. Eins og heyra má er ég ör- lítið bitur út í þá. Mér finnst bara ekki við hæfi að ÍSÍ skuli ekki vera áhugasamara um íþrótta- lífið á landinu. Mér finnst það ekki vera ásættanlegt.“ henry@frettabladid.is ÍSÍ hefur ekki áhuga á okkur Haraldur Dean Nelson, stjórnarmaður í Mjölni og faðir Gunnars Nelson, vandar forystumönnum ÍSÍ ekki kveðjurnar. Hann segir ÍSÍ vera allt að því lokaðan klúbb sem hafi ekki áhuga á íþróttum. Sambandið geri meira af því að halda íþróttum úti en að fá þær inn. MMA-keppni á Íslandi verður ekki haldin á næstunni. ÚTI Í KULDANUM Haraldur og sonur hans Gunnar hafa ekki komið brasilísku jújitsú í ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham þegar hann jafn- aði metin í 2-2 í 3-2 sigri á West Ham á Upton Park í fyrrakvöldi. Þetta er jafnframt fyrsta íslenska markið í ensku úrvals- deildinni á þessu tímabili, sem þýðir að Íslendingur hefur nú skorað í ensku úrvalsdeildinni á fjórtán tímabilum í röð. Síðasta tímabil þar sem ekkert íslenskt mark leit dagsins ljós var 1999-2000 en þá var Arnar Gunn- laugsson eini íslenski leikmaður- inn í deildinni. Arnari tókst þá ekki að skora í níu leikjum sínum. - óój ÍSLENSK MÖRK Í ENSKU ÚRVALS- DEILDINNI: 2012-2013 1 mark (Gylfi Þór Sigurðsson 1) 2011-2012 16 (Heiðar Helguson 8, Gylfi 7) 2010-2011 1 (Grétar Rafn Steinsson 1) 2009-2010 2 (Eiður Smári, Hermann ) 2008-2009 4 (Grétar Rafn 2, Hermann 2) 2007-2008 7 (Hermann Hreiðars- son 3) 2006-2007 8 (Heiðar 3, Brynjar Björn Gunn. 3) 2005-2006 10 (Eiður Smári Guðjohnsen 8) 2004-2005 13 (Eiður Smári Guðjohnsen 12) 2003-2004 8 (Eiður Smári Guðjohnsen 6) 2002-2003 13 (Eiður Smári Guðjohnsen 10) 2001-2002 16 (Eiður Smári Guðjohnsen 14) 2000-2001 15 (Eiður Smári Guðjohnsen 10) 1999-2000 7 (Heiðar Helguson 6) 1998-1999 0 Íslenskt mark 14. árið í röð GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON Skoraði í sínum 23. deildarleik með Tottenham. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.