Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 6
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6
DÓMSMÁL Verjendur í lögmanna-
stétt eru margir hverjir órólegir
yfir símhlerunum lögreglu, sem
kunna að beinast gegn skjólstæð-
ingum þeirra og jafnvel þeim
sjálfum. Framkvæmdastjóri Lög-
mannafélags Íslands staðfestir að
hafa fundið fyrir þessu undan-
farin misseri.
Innanríkisráðherra svaraði í
fyrradag skriflegri fyrirspurn
um símhleranir lögreglu sem
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, lagði fram
á þingi.
Bjarni spurði meðal annars
hversu oft samskipti grunaðs
manns og lögmanns hefðu verið
hleruð, hvernig farið væri með
rannsóknargögnin og jafnframt
hve oft samskipti verjanda við
aðra en sakborninginn hefðu
verið hleruð.
Ráðherra leitaði til ríkis-
saksóknara eftir upplýsingum en
ríkissaksóknari taldi ekki unnt
að svara þessum spurningum,
enda væru gögn um símhleranir
„ekki greind niður á þann veg að
unnt sé að svara því sem þar er
spurt um,“ eins og segir í svari
ráðherra.
„Tekur ríkissaksóknari fram að
heimilt sé að framkvæma hlustun
hjá lögmönnum eins og hverj-
um öðrum, að uppfylltum laga-
skilyrðum um úrskurð dómara
o.s.frv. Hins vegar verði ekki séð
hvaða tilgangi það þjóni að upp-
lýsa sérstaklega um hlustanir
sem beinast að þeirri starfsstétt,
auk þess sem hér verði að hafa í
huga þagnarskylduákvæði.“
Þó tekur ríkissaksóknari fram
að í sakamálalögum sé kveðið á
um að „eyða skuli þegar í stað
gögnum sem hafa að geyma sam-
töl eða önnur samskipti sak-
bornings við verjanda sinn“.
Ingimar Ingason, fram-
kvæmdastjóri Lögmanna-
félags Íslands, er ekki sátt-
ur við þessi svör og segir að
stjórn félagsins muni taka
málið fyrir á næstunni.
„Það skýtur svolítið skökku
við að það sé ekki talin ástæða til
að svara því hvort þarna sé um
að ræða einhvern fjölda mála þar
sem símar lögmanna eru hlerað-
ir,“ segir hann.
„Mér finnst eðlilegt að það sé
skýrt frekar hversu stór hluti
af þessum hlerunar úrskurðum
snertir lögmenn beint, ekki
sem viðmælendur við sína
skjólstæðinga, heldur sem and-
lag úrskurðanna.“
Í þeim tilfellum beri lögreglu
ekki skylda til að eyða upptökum
af símtölum lögmannanna við
skjólstæðinga sína, sem geti verið
mjög viðkvæms eðlis.
stigur@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
Búnaður
Verð: 5.590.000
CHEVROLET CAPTIVA
Chevrolet Captiva
NOTAÐIR BÍLAR
1. Hvað er talið að mikið af sjúkra-
húsmáltíðum á Landspítalanum endi
í ruslinu?
2. Hvar á Akureyri opnar Hamborgara-
fabrikkan nýjan veitingastað?
3. Hvað hefur Daniel Day-Lewis oft
hreppt Óskarsverðlaun fyrir leik í aðal-
hlutverki?
SVÖR
1. Um 40%. 2. Á jarðhæð Hótel KEA. 3.
Þrisvar.
Hleranir styggja verjendur
Lögmenn grunaðra sakamanna óttast að trúnaðarsímtöl þeirra við skjólstæðinga kunni að vera hleruð. Ríkis-
saksóknari svaraði ekki fyrirspurn ráðherra um málið og stjórn Lögmannafélagsins hyggst taka það fyrir.
„Ég tel að það sé algjörlega fráleitt
að líkja lögmönnum við hverja aðra
starfsstétt í þessu sambandi,“ segir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sem sinnt
hefur verjenda störfum um árabil. „Þegar
lögreglu er ljóst að viðkomandi er í trún-
aðarsamtali við lögmann sinn þá hlýtur
að vera eitthvað bókað um það. Ég tala
nú ekki um í ljósi svars ríkissaksóknara
um að þegar í stað beri að eyða viðkom-
andi samtali, þá hlýtur að eiga sér stað
einhver skrásetning um hvernig staðið
er að eyðingunni og í hversu mörgum
tilvikum slíkum samtölum hefur verið
eytt.“ Vilhjálmur segir að það væri mjög
alvarlegt ef hlerunin sem slík beindist í
einhverjum tilvikum að síma lögmanns-
ins. „Ég held að það þyrfti mikið að koma
til til þess að slík hlerun yrði heimiluð.
Hins vegar bendir svarið til þess að það
breyti engu hvort menn eru lögmenn
eða hjúkrunarfræðingar, það sé jafngreið
leið að hlerunum á símum lögmanna og
annarra. Það gefur þá augaleið hvílíkt
gríðarlegt trúnaðarbrot það væri og
röskun, því að ég mundi telja að nánast
öll vinnusímtöl lögmanna væru trúnaðar-
símtöl við skjólstæðinga.“
Þá kveðst hann telja að mjög vandlega
þurfi að fara í saumana á málinu. „Þetta
sýnir bara þær ógöngur sem við erum í
með þessar hlerunarheimildir, leyndina
sem hvílir yfir þessum málum og mikil-
vægi þess að skipaður sé málsvari þess
sem er hleraður– hlutlaus þriðji aðili sem
gætir hagsmuna hins hleraða. Ef ríkis-
saksóknari er ekki að fylgjast með því að
þessum trúnaðarsamtölum sé eytt, hver
er þá að fylgjast með því? Enginn?“
Lögmenn ekki eins og hver önnur stétt
VILHJÁLMUR H.
VILHJÁLMSSON
Mér finnst eðlilegt að
það sé skýrt frekar hversu
stór hluti af þessum
hlerunarúrskurðum
snertir lögmenn beint.
Ingimar Ingason
framkvæmdstjóri Lögmannafélags
Íslands
DÓMSMÁL Fjórar konur, nítján
til 27 ára, sem ákærðar eru
fyrir hrottalega líkamsárás á þá
fimmtu, fengu frest til að taka
afstöðu til sakarefnisins þegar
ákæran var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Konurnar fjórar huldu andlit
sín við komuna í héraðsdóm í
gærmorgun. Þeim er gefið að sök
að hafa fyrir rúmu ári ráðist að
þeirri fimmtu, þar sem hún lá
sofandi í íbúð í Mosfellsbæ, sleg-
ið hana ítrekað í andlitið, rakað
af henni nánast allt hárið og
neytt hana til að afklæðast undir
hótunum.
Stúlkan sem ráðist var á lagði
í gær fram bótakröfu sem nemur
1,3 milljónum króna. - sh
Ákærðar fyrir rakstur:
Fá frest til að
svara fyrir árás
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
áfrýjað sýknudómi yfir Styrmi
Þór Bragasyni í Exeter-málinu til
Hæstaréttar.
Styrmir
var ákærður
fyrir hlutdeild
í umboðssvik-
um Jóns Þor-
steins Jónsson-
ar og Ragnars
Z. Guðjóns-
sonar, fyrrver-
andi stjórn-
enda Byrs, sem
Hæstiréttur dæmdi í fyrrasumar
í fjögurra og hálfs árs fangelsi.
Þætti Styrmis var vísað aftur til
Héraðsdóms Reykjavíkur, sem
sýknaði hann.
Málið snýst um rúmlega eins
milljarðs lán sem Byr veitti
félaginu Exeter Holding síðla árs
2008 til að kaupa stofnfjárbréf í
Byr, meðal annars af MP banka
og stjórnarmönnum Byrs. - sh
Ríkissaksóknari áfrýjar:
Þáttur Styrmis
til Hæstaréttar
STYRMIR ÞÓR
BRAGASON
SAMKEPPNI Fyrirtækið Loga-
land ehf. hefur kært innkaupa-
deild Landspítalans (LSH) til
Samkeppniseftirlitsins vegna
vinnubragða í innkaupum á heil-
brigðisvörum. Ástæðan er tölvu-
póstssamskipti LSH við fyrir-
tækið Hátækni, þar sem verð
samkeppnisaðilans er borið
saman við verð Hátækni og eru
forsvarsmenn Hátækni beðnir
um lækka verðið til að LSH kaupi
af þeim.
„Getur þú ekki pressað þetta
eitthvað meira niður fyrir okkur?“
segir meðal annars í einu bréf-
anna frá innkaupadeild spítalans
til Hátækni. Þann 17. október 2011
sendi starfsmaður innkaupasviðs
LSH forsvarsmanni Hátækni töflu
með verðsamanburði á vörum
fyrir tækisins og Logalands. Þar
sést að tilboð Logalands er rúm-
lega 220 þúsund krónum lægra en
það frá Hátækni.
Í tilkynningu frá Heilbrigðis-
vörum, sem rekur Logaland ehf.,
segir að vinnubrögð innkaupa-
deildar standist að mörgu leyti
hvorki ákvæði samkeppnislaga
né ákvæði laga um opinber inn-
kaup og skerði því samkeppni með
alvarlegum hætti.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
innkaupadeild spítalans er gagn-
rýnd fyrir vinnubrögð sín. Nýlega
féll úrskurður þar sem stöðvuð
voru kaup á tækjum til nýrrar
kjarnarannsóknarstofu fyrir
meira en sex hundruð milljónir
og lagt fyrir Ríkiskaup að auglýsa
innkaupin að nýju. - sv
„Getur þú ekki pressað þetta eitthvað meira niður fyrir okkur?“:
Landspítalinn kærður vegna samskipta
TIL SAMKEPPNISEFTIRLITSINS
Logaland telur samskipti LSH við
samkeppnis aðilann ekki standast lög.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM