Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 12
27. febrúar 2013 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að sam- þykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðis- flokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir að inntak stefnu hans sé að „tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélag- inu“. Frá þeirri stefnu var horfið að hluta um helgina. Í fyrsta lagi var samþykkt ályktun á landsfundi um að hætta aðildar- viðræðum við ESB og svipta þar með þjóðina frelsi til að kjósa um málið. Samhliða á að loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki slíkan aðgang að upplýsingum. Í öðru lagi hefur flokkurinn fallið frá þeirri stefnu að hann leggi „áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi“. Fyrir tveimur árum lét Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að það væri ekki sjálfsagt að útlendingar gætu keypt stórar jarðir á Íslandi. Hann steig annað stórt skref í átt að því að skapa geðþóttastýrt, en ekki almennt, fjárfestingarumhverfi á Íslandi í síðustu viku þegar hann sagði að afskrifa ætti að verulegu leyti kröfur erlendra vogunarsjóða í þrotabú föllnu bankanna. Þessari skoðun voru gerð skil í Financial Times, einni af biblíum viðskiptalífsins. Í þriðja lagi virðist morgunljóst að hinir ungu forystumenn flokksins hafi beygt sig undir „heimsyfirráð eða dauði“-stefnu gömlu harðlínujaxlanna í flokknum. Þessi afstaða kristallaðist ágætlega í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var vel skreytt af Davíðslegum aulahúmor á kostnað pólitískra and- stæðinga. Hún hefur árum saman viljað markaðssetja sig sem sáttastjórnmálamann en steig þarna af þeirri braut. Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslu á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórnmálaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstriflokkur, sem er samt sú skilgreining sem margir flokksmenn hans vilja kenna sig við. Það að samþykkja að klára ESB-viðræðurnar var þó pólitískt klókt hjá VG. Með því er flokkurinn allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu. Saman mælast þessir þrír flokkar nú með um 42 prósent en ljóst er að formennska Katrínar Jakobsdóttur ætti að geta ýtt fylgi VG í tveggja stafa tölu. Þá eru fimm smáframboð að mælast með um átta prósenta fylgi sem gæti vel leitað til ofan- greindra flokka. Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áframhaldandi viðræður. Því virðist hafa verið dregin lína í sandinn um helgina. Mögulegt ríkisstjórnarmynstur er annars vegar Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn, með skuldaniðurfellingar, skatta- lækkanir og óljósa peningamálastefnu á oddinum. Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjáls- lyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhald- andi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert. Tveir landsfundir umbreyttu pólitísku landslagi: Hægri varð vinstri Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is Eftir að hafa hlýtt á landsfundar ávörp formanna tveggja stjórnarandstöðu- flokka fagna ég þeirri þver pólitísku samstöðu sem nú hefur náðst um ýtr- ustu vörn fyrir hagsmuni íslenskra heimila og fyrirtækja gagnvart því verkefni að gera upp þrotabú föllnu bankanna og losa um fjármagnshöft. Fyrir aðeins ári síðan var umdeilt á Alþingi hvort fella ætti erlendar eignir þrotabúanna undir fjármagnshöftin og fulltrúar stjórnarandstöðu ýmist greitt atkvæði gegn því eða setið hjá. Í dag ríkir hins vegar einhugur um mikil- vægi þess að með því náðum við fullum tökum á greiðsluflæði frá þrotabúunum til erlendra kröfuhafa. Full eining er um það milli ríkisstjórn- ar og Seðlabanka Íslands að ganga eins langt í því að verja íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við væntum þess að losunaráætl- unin gengi hraðar en varúðar sjónarmið gagnvart þróun á alþjóðamörkuðum og stöðu þrotabúanna hafa ráðið hraðan- um. Til að stýra uppfærslu áætlunar um losun fjármagnshafta, þar sem tekið er á því risavaxna verkefni sem uppgjör þrotabúa föllnu bankanna sannarlega er, starfar stýrinefnd sem í eiga sæti ráðherrar efnahags- og bankamála auk Seðlabankastjóra og forstjóra Fjármála- eftirlitsins. Ekki verða gefnar út reglur sem heimila undanþágur til uppgjörs á þrotabúum gömlu bankanna án þess að þær hafi verið yfirfarnar í stýrinefnd og staðfestar af fjármála- og efnahags- ráðherra. Ég hef lagt ríka áherslu á að halda forystumönnum allra flokka upp lýstum um framvinduna enda blasir við að hver sú ríkisstjórn sem hér tekur við að loknum kosningunum í vor mun þurfa að fást við þetta verkefni. Samstaða hefur nú náðst um að stíga það mikil- væga skref að miða losun fjármagns- hafta ekki við ákveðnar dagsetningar heldur við þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar og þann árangur sem við viljum ná. Gagnvart kröfuhöfum styrkir það stöðu okkar að þessi þverpólitíska sam- staða sem náðst hefur um íslenska hags- muni síðustu misserin haldi. Þannig hef ég stýrt þessu verkefni og hyggst gera áfram. Samstaða um að verja íslenska hagsmuni FJÁRMÁL Katrín Júlíus- dóttir fj ármála- og efna- hagsráðherra Bara ein könnun af mörgum Það er gömul saga og ný að stjórn- málamenn eru öðrum flinkari í að túlka tíðindi og vendingar í þjóð- félaginu sjálfum sér í hag. Á þessum stað á mánudag var minnst á Bjarna Benediktsson og það hvernig honum tókst með aðdáunarverðum hætti að sjá styrkleikamerki í því að sumir flokksmenn vildu hann frá. Bjarni hélt uppteknum hætti í gær. Ný könnun, sem sýnir fylgishrun Sjálfstæðisflokksins á milli mælinga, er í hans huga bara ein könnun af mörgum, flokkurinn eigi eftir að eiga samtal við þjóðina og að eina könnunin sem máli skipti sé sú stóra: Kosningarnar sjálfar. Það er ýmislegt til í þessu hjá Bjarna. Bara ein könnun Bregðum okkur samt þrjú ár aftur í tímann, til 19. mars 2010. Þá birti Fréttablaðið könnun á fylgi flokka þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mældist mjög hár, en ríkisstjórnar- flokkarnir mjög lágir. Það var ekki bara ein könnun af mörgum– heldur var það könnunin, með greini, að mati Bjarna. Hann taldi könnunina sýna að ríkisstjórnin réði ekki við verkefni sitt og að hún skyldi fara frá. Sneiðar formannsins Á mánudag var líka vikið að Katrínu Jakobs- dóttur á þessum stað, og duldu sneiðinni sem hún sendi nýkjörnum varaformanni Vinstri grænna með því að hvetja pólitíkusa til hófstill- ingar í orðavali. En sneiðar formanns- ins nýja til eigin flokksmanna eru fleiri. Fyrir helgi mætti Katrín galvösk í settið hjá piltunum í Hraðfréttum– vikulegu skemmtiinnslagi í Kastljósi. Sá þáttur hefur einmitt mætt efasemdum– sumir mundu segja vandlætingu– af hálfu Álfheiðar Ingadóttur, sam- flokkskonu Katrínar, sem hefur í tvígang hið minnsta gagnrýnt hann á þingi fyrir smekkleysi og óbeinar auglýsingar. stigur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.