Fréttablaðið - 27.02.2013, Síða 15
NETIÐ Í FLUGI
Fjögur af þeim sextán félögum sem fljúga til Íslands í sumar
bjóða upp á nettengingu í flugvélum. Frá þessu greinir turisti.
is. Flugfélögin eru Norwegian, SAS, Icelandair og Delta.
Kaupmannahöfn stendur mér næst,“ segir Kristján Sigur-jónsson, útgefandi Túristi.is,
þegar við forvitnumst um uppáhalds-
borg hans í heiminum. Kristján hefur
ferðast víða en er nú búsettur í Stokk-
hólmi ásamt fjölskyldunni. Hann segir
þó Kaupmannahöfn eiga hug hans og
hjarta, enda bjó hann þar í sjö ár.
„Ég flutti þaðan í fyrra. Bæði börnin
mín fæddust í Kaupmannahöfn og hún
skipar því sérstakan sess í fjölskyld-
unni þó okkur líki lífið ljómandi vel í
Stokkhólmi. Ég bjó öll árin á Norður-
brú og myndi sennilega koma mér þar
fyrir aftur ef ég flyt til borgarinnar á ný.
Þar hafa alls kyns þjóðarbrot komið
sér fyrir og fjölbreytileikinn er mikill.
Þaðan er líka stutt í allar áttir og mörg
græn svæði,“ segir Kristján og sam-
þykkir að ljóstra upp um tvær leyni-
perlur í hverfinu, Høkeren og Super-
kaffeforsyningen.
„Høkeren er lítil bjórbúð í kjallar-
anum á Ravnsborggade 13, sem selur
alls kyns öl sem gaman er að prófa. Af-
greiðslukonan býður viðskiptavinum
sínum nær alltaf upp á öl á meðan þeir
skoða úrvalið. Superkaffeforsyningen
er á Møllegade 3 og þar taka Robert
og mamma hans vel á móti fólki með
frábæru kaffi og sætabrauði.“
Til að kynnast ekta mannlífi Kaup-
mannahafnar mælir Kristján með því
að tylla sér á bekk við tjarnirnar eða
Søerne og fylgjast með fólkinu sem á
þar leið um. Á heitum sumarkvöldum
megi þar sjá eldri konur að húlla, ung
pör með tærnar ofan í skítugu vatninu
og eldri hjón að borða kvöldmatinn
á bekk. „Og svo menn eins og mig að
skokka eða passa að börnin detti ekki
ofan í vatnið,“ segir Kristján og ber
Dönum vel söguna. Spurður um bestu
búðirnar í bænum nefnir hann ekki
Strikið, heldur Elmegade á Norðurbrú.
„Það er ein skemmtilegasta gatan
í borginni með nokkrum góðum sér-
verslunum. Í miðbænum er Pilestræde
einna fjölbreyttust. Svo er nýi matar-
markaður borgarinnar við Nørreport
skyldustopp fyrir sælkera.“ Og talandi
um sælkera, hvar finnst honum best að
borða?
„Hakkabuffið á Toldbod Bodega er
í sérstöku uppáhaldi hjá mér og dró
ég marga svanga Íslendinga með mér
þangað.“ ■ heida@365.is
HAKKABUFFIÐ BEST
UPPÁHALDSBORGIN Kristján Sigurjónsson býr í Stokkhólmi en ber sterkar
taugar til Kaupmannahafnar. Hann segir Norðurbrú hverfið sitt.
BER STERKAR
TAUGAR TIL KÖBEN
Kristján Sigurjónsson,
útgefandi Túristi.is segir
Kaupmannahöfn þá
borg sem standi honum
næst eftir að hafa búið
þar í sjö ár.
MYND/KRISTJÁN SIGURJÓNSSON
SØERNE Til að kynnast
ekta Kaupmannahöfn
mælir Kristján með því
að fylgjast með mann-
lífinu kringum Søerne.
NORDICPHOTOS/GETTY
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara
Amerísk
gæðavara
15% AFSLÁTTUR
Stærðir: 5-300 lítrar
BLÖNDUNARLOKI
FYLGIR
NORSK FRAMLEIÐSLA
Olíufylltir
rafmagnsofnar
Stærðir: 250W-2000W
Gæða viftur fyrir baðherbergi,
eldhús, vinnustaði o.fl.
af OSO hitakútum, Wösab olíufylltum
ofnum og Vortice loftræstiviftum.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18
Opið laugardaga 10-14
Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað
BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Teg: „ Annapolis“ Fótlaga skór úr leðri með
vönduðu innleggi. Stærðir: 36 - 42 Verð: 28.900.-