Fréttablaðið - 27.02.2013, Qupperneq 34
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR16 ● fréttablaðið ● fermingar
Persónulegar tilfinningar
eiga til að flækjast fyrir þegar
margar fjölskyldur standa að
einni fermingu. Mikilvægt
er að fullorðna fólkið leggi
sig fram við að hefja sig
upp fyrir eigin þarfir og
tilfinningar, fermingarbarnsins
vegna. Þetta er mat
Halldóru Björnsdóttur
fjölskyldumeðferðarfræðings.
Á hverju ári lenda um og yfir þús-
und börn á Íslandi í því að for-
eldrar þeirra skilja, aðstæður
þeirra breytast og til verða stjúp-
fjölskyldur með nýju fólki, siðum
og breyttum lífsstíl. Þegar kemur
að fermingu þessara barna þurfa
ólíkir einstaklingar að sameinast
og halda veislu sem oft getur reynt
á. Gömul særindi geta opnast og
þá er mikilvægt að muna að það
er barnið sem er í aðalhlutverki.
„Alltof oft er það staða fjöl-
skyldumálanna sem er kvíðvæn-
legust fyrir fermingarbörnin,“
segir Halldóra, enda komi frá-
skildum foreldrum misvel saman.
Þá blandist inn í málið stjúpfor-
eldrar og jafnvel fleiri flókin fjöl-
skyldutengsl. Halldóra segir erfitt
fyrir fermingarbarnið að átta sig
á því hvernig það eigi að haga sér
eða hvernig því eigi að líða við að-
stæður þar sem mamma, pabbi,
stjúpmóðir og stjúpfaðir hafa öll
hlutverk í einu. „Það veltir fyrir
sér hvort foreldrum sínum líði
illa og slíkar hugsanir geta litað
tilhlökkun og viðhorf fermingar-
barnsins til fermingardagsins.“
Halldóra segir mikilvægt að
foreldrar komi sér saman um
hvaða leiðir séu heillavæn legastar
fyrir alla, með þarfir fermingar-
barnsins efst í huga. Tali síðan við
börnin sín, skýri vel út fyrir þeim
hvaða möguleikar séu fyrir hendi
varðandi veisluhöld. „Fermingar-
barnið hefur þörf fyrir að finna að
foreldrar og stjúpfor eldrar séu að
hugsa um hag þess. Ef fólk treystir
sér til dæmis ekki til að halda
sameiginlega veislu fyrir barnið
er mikilvægt að ákvörðunin um
tvær veislur sé tekin í sameiningu
og sátt myndist um þá lausn.“
SKIPULAGT Í GÓÐU TÓMI
„Hvort haldnar eru ein eða tvær
veislur er ekki aðalmálið, heldur
samskipti fullorðna fólksins og
samkomulag í kringum undirbún-
inginn,“ segir Halldóra og bætir
við að mestar líkur séu á að ferm-
ingarbarnið verði sátt við ákvörð-
unina, ef aðrir eru á eitt sáttir.
„Þegar kemur að kostnaðar-
liðum vegna fermingar þurfa aðilar
að koma sér saman um það tíman-
lega hvernig að því skuli staðið,
gera fjárhagsáætlun sem báðir að-
ilar geta ráðið við og skipta með sér
verkum,“ segir Halldóra og bætir
við að fermingarbarninu sé mikil-
vægt að báðir foreldrar hafi áhuga
á þessum viðburði í lífi þess.
Stundum geta komið upp flókin
vandamál, til dæmis ef fjölskyldan
úr annarri áttinni er mun stærri
en úr hinni. Þá geta komið upp
deilur um skiptingu kostnaðar.
„Svona mál er erfitt að leysa ef
fólk er með leiðindi en á sama hátt
er hægt að vinna úr öllum atriðum
á farsælan hátt ef allir koma sátt-
fúsir að samningaborðinu.“
Annar ásteytingarsteinn er
íburður veislunnar. „Lífsstíll for-
eldranna getur verið ólíkur eftir
skilnað. Fjárhagsstaða og áherslur
ólíkar. Þá skiptir máli að kunna að
rata meðalveginn og troða engum
um tær sem og að fólk fái að halda
virðingu sinni,“ áréttar Halldóra.
STJÚPFORELDRI HEFUR LÍKA SKOÐUN
Ekki aðeins foreldrar fermingar-
barnsins þurfa að vera sammála
um framkvæmd mála heldur
verða stjúpforeldrar líka að vera
sáttir enda varðar málið fjárhag
heimilisins. „Að halda jafnvægi í
auknum samskiptum við hitt for-
eldrið og jafnframt að passa að
samskiptin við nýja makann verði
ekki fyrir hnjaski í fermingar-
undir búningnum getur reynt á. Þá
er mikilvægt að allir þeir fullorðnu
átti sig á og muni hvers vegna þetta
þarf að ganga svona á þessu tíma-
bili. Vonandi geta sem flestir híft
sig upp fyrir eigin þarfir og tilfinn-
ingar, barnsins vegna, allavega um
stundarsakir,“ segir Halldóra.
Hún segir stöðu stjúpforeldra
á þessum tímamótum oft mjög
óljósa og erfitt fyrir viðkomandi að
átta sig á stöðu sinni í fjölskyldu-
kerfinu. „Til dæmis geta komið upp
spurningar um hver eigi að víkja
ef fermingarbarninu er úthlutað of
fáum sætum í kirkjunni,“ útskýrir
Halldóra. Hún vonar þó að nú til
dags sé tekið tillit til þess ef börn
eru alin upp í stjúpfjölskyldum.
Hún segir mikilvægt að hinir
fullorðnu vinni að lausnum og séu
sjálfir sáttir. „Börn sjá og skilja
miklu meira en við viljum viður-
kenna. Því er ekki nóg að láta sem
allt sé í lagi, þau finna það strax.
Finna þarf lausnir á smáu og stóru
svo barnið eigi góðan dag.“
HÁLFGERÐUR LÍNUDANS
Halldóra segir misjafnt hve stjúp-
foreldrar taka mikinn þátt í ferm-
ingarundirbúningi eða fram-
kvæmd. Það getur farið eftir því
hve stjúpforeldrið er stór hluti af
lífi og uppeldi fermingarbarnsins.
„Í lífi barns eru mörg fjöl-
skyldukerfi. Foreldrar og börn eru
eitt kerfi, stjúpfjölskyldan annað,
afi og amma það þriðja og síðan
upprunafjölskyldur í allar áttir.
Þess ber að gæta að brothætt-
asta kerfið er það nýjasta sem oft
er stjúpfjölskyldan og þess vegna
þarf að hlúa sérstaklega að því.
Þetta getur því orðið hálf gerður
línudans fyrir þá sem standa ferm-
ingarbarninu næst,“ segir Hall-
dóra.
AÐ FERMA STJÚPSYSTKINI SAMAN
Þó það geti virkað sameinandi
og praktískt að ferma stjúp syst-
kini saman þá getur það orðið
skrítin upplifun fyrir fermingar-
börnin sjálf að mati Halldóru.
„Það varðar fyrst og fremst þátt-
töku stórfjölskyldna barnanna en
lífsstíll þeirra getur verið mjög
ólíkur. Það getur leitt af sér veru-
lega mis munun þegar kemur t.d.
að fermingargjöfum,“ segir Hall-
dóra og bendir á að fjölskyldur séu
mismannmargar. „Þá er hættan sú
að annað fermingarbarnanna eða
jafnvel bæði upplifi að það sé auka-
atriði á eigin fermingardegi og
finni fyrir höfnun,“ varar hún við.
GOTT AÐ LEITA AÐSTOÐAR
Fullorðna fólkið er oft óöruggt
um sína eigin stöðu í fjölskyldu-
kerfinu og það verður oft enn skýr-
ara þegar eitthvað stórt stendur til
eins og ferming.Þegar upp koma
deilur eða samskiptavandi getur
verið gagnlegt að leita sér að-
stoðar sérfræðinga á því sviði.
„Til eru ótal úrræði, námskeið
og fróðleikur. Einfaldur gátlisti
vegna ferminga gæti verið til
gagns fyrir fólk í þessari stöðu. Þá
getur líka verið gagnlegt að ræða
málin fyrir þriðja aðilann á borð
við fjölskyldumeðferðarfræðing,“
ráðleggur Halldóra. - sg
Flókin fjölskyldutengsl
Halldóra segir
mikilvægt að
muna að barnið
er í aðalhlutverki í
fermingunni.
ADH 2576,
Adidas herraúr
Kr: 25.400
Dömuhringur
Kr: 3.900
Dömukross
Kr: 6.800
Herraarmband
Kr: 7.990
Herrakross
Kr: 4.900
Dömulokkar
Kr: 4.990
Herrahringur
Kr: 3.900
Fossil, dömuúr
Kr: 19.400