Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 42

Fréttablaðið - 27.02.2013, Page 42
27. FEBRÚAR 2013 MIÐVIKUDAGUR24 ● fréttablaðið ● fermingar Fermingin er varla fullkomin nema fermingarbarnið sé fest á filmu. Sumir kjósa hefðbundna uppstillingu í fermingarkyrtli eins og tíðkast hefur um áratuga skeið en síðustu ár hefur þó færst í vöxt að ferm- ingarmyndatökur séu frjálslegar og á forsendum fermingarbarnanna sjálfra. Þá er oft og tíðum tekið mið af áhugamálum fermingar- barnanna, þau jafnvel mynduð í fótboltabúningum, ballettbúningum eða á skíðum. Fyrir kemur að myndatökur fara fram utandyra enda geta tré og fjöll myndað frábæran bakgrunn. Gæludýr hafa einnig slæðst inn á myndir auk þess sem fjölskyldan grípur oft tækifærið og skellir sér í fjölskyldumyndatöku um leið. Hin stafræna tækni hefur einnig opnað marga möguleika. Hægt er að taka fleiri myndir, sem eykur líkurnar á að einhverjar þeirra heppnist vel. Þetta gefur krökkunum lengri tíma til að aðlagast og losna við feimni en fyrri hluti myndatöku fer oft í að láta börnunum líða vel og losna við kvíða. Ein leið sem sumir ljósmyndarar nota til að láta fermingarbörnum líða vel er að spila tónlist meðan á tökunni stendur. Til dæmis geta krakkarnir komið sjálfir með sína uppáhaldstónlist. Frjálslegar fyrirsætur Færst hefur í vöxt að fermingarmyndatökur séu frjálslegar og á forsendum ferm- ingarbarnanna. Oft er tekið mið af áhugamálum þeirra og þau mynduð með fótbolta eða ballettskó svo dæmi séu nefnd. Hanna María Karlsdóttir ólst upp í Keflavík og fermdist þar. Fermingarveislan var þó nokkuð sérstök og haldin í Hveragerði. Hún var í senn fermingarveisla Hönnu Maríu og Bergþóru Árnadóttur söngvaskálds ásamt því að vera brúðkaupsveisla systkina þeirra sem giftust sama dag. Á heiðskírum og sólríkum degi um páskana fyrir um 50 árum gekk leikkonan Hanna María Karlsdóttir inn í kirkjuna í Keflavík og staðfesti skírn sína ásamt um þrjátíu jafn- öldrum sínum. „Ég fékk þarna í fyrsta skipti á ævinni sviðsskrekk þar sem við þurftum að fara með ritningartexta utanbókar. Ég var alveg að deyja úr stressi og hnén á mér skulfu þar sem ég sat á kirkjubekknum,“ segir Hanna Maja um þennan eftirminni- lega dag. Séra Björn Jónsson sá um að ferma og fræða börnin um veturinn. „Mig minnir að við höfum verið í fermingarfræðslunni í alveg heilan vetur. Þetta var bara hefð bundin fermingarfræðsla.“ Eftir ferminguna í kirkjunni var ekið sem leið lá til Hveragerðis þar sem veislan skyldi haldin á Hótel Hveragerði. „Ég man ekki hvernig það atvikaðist en bróðir minn og hálfsystir Bergþóru Árnadóttur söngva- skálds voru par og höfðu ákveðið að gifta sig sama dag og við Bergþóra fermdumst. Því var slegið saman í eina stóra veislu fyrir okkur öll. Þetta var því tvöföld fermingar- veisla og brúðkaup í senn.“ Veitingarnar voru hefðbundnar kaffihlaðborðsveitingar þess tíma. „Þarna var flatbrauð með hangikjöti, kaffi og kökur og að sjálfsögðu rúllutertur í löngum röðum. Það sem mér er minnis- stæðast er þó hve þetta var fallegur og sól- ríkur dagur og hve allir voru glaðir.“ Hanna Maja var dæmigerður unglingur og útlitið skipti miklu. „Það sést nú kannski á fermingarmyndinni hve fýld ég var. Ég var rauðhærð og freknótt með alveg hræðilega skakkar tennur og mjög viðkvæm fyrir út- litinu. Svo ég var ekkert sérlega hress með það að fara í myndatöku.“ Fermingarkjólinn saumaði Dagrún, móðir Hönnu Maju, sem var klæðskeramenntuð frá Kaupmannahöfn. „Þetta er ægilega fínn kjóll og ég á hann enn hangandi upp í skáp. Passa reyndar ekki í hann en ég gerði það lengi vel.“ Á fermingardaginn var Hanna Maja í fyrsta sinn á háum hælum og í fyrsta sinn í brjóstahaldara. „Ég man meira að segja stærðina,“ segir hún og skellir upp úr. „32A og það var troðið smá bómull inn í til að það sýndist vera meira í skálunum en var. Svo var ég með túperað hár og gríðarlega mikið magn af hárlakki svo þetta var eins og hjálmur.“ Hanna Maja segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að fermast enda alin upp á trúræknu heimili og sótti kirkju framan af. „Ég var mjög trúuð og er enn. Þótt ég fari ekki oft í kirkju í dag þá fór nokkuð reglu- lega í kirkju þegar ég var lítil stelpa. Ég veit ekki hvort það var út af trú eða út af Jesú- myndunum sem við fengum og söfnuðum og voru ægilega fallegar.“ Móðir Hönnu Maju var trúuð og vandi hana af því að blóta á unglingsárum. „Ég blótaði alveg svakalega mikið um tíma. Ég fékk vinnu í frystihúsinu í Keflavík og þar lærði ég alls kyns blót og aðra ósiði. Mamma náði blótinu þó úr mér og í dag er ég henni mjög þakklát fyrir það.“ Sólríkur og fallegur gleðidagur Ég var rauðhærð og freknótt með alveg hræðilega skakkar tennur og mjög viðkvæm fyrir útlitinu. Svo ég var ekkert sérlega hress með það að fara í myndatöku, sem kannski sést á myndinni,“ segir Hanna Maja um fermingarmyndatökuna. Leikkonan Hanna María Karlsdóttir fékk í fyrsta skipti sviðsskrekk þegar hún þurfti að fara með ritningartexta utanbókar á fermingardaginn.           

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.