Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 2
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
MENNING 66➜81
FRÉTTIR 2➜12
SKOÐUN 16➜22
HELGIN 24➜56
SPORT 82➜84
FYRIR FÓLKIð Í LANDINU
Raunhæfir kostir í húsnæðismálum almennings
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Fjölbreytt úrræði í húsnæðismálum - engar töfralausnir
Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG.
Mikilvægi félagslegs húsnæðis og húsaleigubóta
Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG.
Úr viðjum vanans - nýjar lausnir á húsnæðismarkaði
Elín Sigurðardóttir, félagsfræðingur.
ÞAK YFIR HÖFUðIð
STEFNUMÓT UM HÚSNÆðISMÁL
Þriðjud. 12. mars, kl. 20 - 22 í Nema Forum, Hafnarstræti 20
ALLIR
VELKOMNIR
SKIPULAGSMÁL „Litið er til að Hótel
Borg er eitt elsta og virtasta hótel
landsins og talið mikilvægt að það
fái að dafna,“ segir í umsögn sem
skipulagsráð Reykjavíkur sam-
þykkti og felur í sér að reisa má
viðbyggingu við Hótel Borg.
Rífa á lágreistar byggingar á
baklóð Hótels Borgar að mestu
leyti. Í staðinn rís viðbygging
með kjallara, tveimur hæðum og
tveimur rishæðum á þeim hluta
sem snýr að Lækjargötu 4 en fjór-
um hæðum á þeirri hlið sem snýr
að gamla hótelinu. Fást eiga 43 ný
hótelherbergi til viðbótar við 52
herbergi sem fyrir eru.
Húsfélögin í Pósthússtræti 13
og Lækjargötu 4 segja mjög halla
á íbúa reitsins og opin rými ætluð
almenningi; garð Hressingar-
skálans, verönd Tes & Kaffis
og útitorg sem að mestu sé á lóð
Lækjar götu 4.
„Að þessum rýmum yrði þrengt
að öllu leyti, það er með auknu
skuggavarpi, minnkun á útsýni
og með mikilli nánd húsa á milli,“
segir í bréfi húsfélaganna til
skipulagssviðs borgarinnar.
Þá óttast húsfélögin skemmd-
ir á framkvæmdatímanum. Ein
versta breytingin verði þó pers-
ónuleg röskun íbúanna. „Ekki síst
vegna þess að hún er viss innrás í
friðhelgi einkalífs. Innsýn í íbúð-
ir þeirra verður verulega meiri
vegna nándar,“ segja húsfélögin
í mótmælabréfi sínu. „Forsendur
breytinganna byggja ekki á neinni
hugmyndafræði heldur hagsmun-
um eins aðila á kostnað annarra.“
Knút Kützen frá Færeyjum,
sem fyrir þremur árum eignaðist
íbúð á þriðju hæð í Pósthússtræti
13, vill skaðabætur. „Ég mun tapa
baðherbergisglugganum,“ skrif-
ar Knút skipulagssviðinu. Hann
kveðst munu þurfa að leggja í tölu-
verðan kostnað vegna nýrrar loft-
ræstingar ef byggt verði að veggn-
um hans. Skipulagsfulltrúi svarar
að baðherbergislugginn sé ekki á
samþykktum teikningum og bætur
því ekki í myndinni.
Varðandi skuggavarp segir
skipulagsfulltrúi það helst munu
aukast síðdegis, næst Hótel Borg.
Litið hafi verið til þarfa hótels-
ins eins og segir hér í upphafi.
„Þó var leitast við að finna til-
lögu sem gengi ekki um of á hags-
muni nágrennisins og var tillagan
minnkuð talsvert,“ segir skipu-
lagsfulltrúi, sem setur það skilyrði
að viðbyggingin sé unnin í samráði
við Húsafriðunarnefnd og Minja-
stofnun Íslands.
Ekki liggur fyrir hvenær fram-
kvæmdir hefjast.
gar@frettabladid.is
Hótel Borg stækkar
þótt íbúar mótmæli
Þrátt fyrir mótmæli tveggja húsfélaga vegna skuggvarps og ónæðis og ósáttan
íbúðareiganda sem missir baðherbergisglugga heimilar skipulagsráð að bætt verði
allt að 43 herbergjum við Hótel Borg, fyrst og fremst í viðbyggingu á baklóð.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair,
er nýr formaður Samtaka atvinnulífsins.
Hans fyrsta verk var að ítreka að ljúka skyldi
aðildarviðræðum við ESB. Menn áttu ekki
endilega von á því frá fyrrverandi formanni
LÍÚ.
Sunneva Sverrisdóttir er ekki nema 21
árs en er þegar farin að ræða fjálglega um
BDSM-kynlíf í fjölmiðlum. Það skýrist af því
að hún er annar stjórnenda sjónvarpsþátta
um kynlíf sem hófu göngu sína á Popptíví í
vikunni.
Bændasamtökin hafa eignast nýjan formann.
Hann heitir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
og er líka varaþingmaður Framsóknarflokksins.
Sindri, eins og hann er kallaður, sat fyrir
svörum í Kastljósi í vikunni og kvaðst ekki mjög
hræddur við sjúkdóma úr hráu, erlendu kjöti.
Benedikt Jóhannesson, formaður Sjálfstæðra
Evrópusinna, er ekki par hrifinn af andstöðu
Sjálfstæðisflokksins við ESB. Hann segist ekki
einu sinni vera viss um að hann geti kosið
flokkinn sinn í vor. Þar hljóta menn
að skjálfa á beinum.
HIN HLIÐIN 16
Þorsteinn Pálsson um stjórnmál og fj ármál.
KONUR VÆLA– KARLAR DEYJA 18
O. Lilja Birgisdóttir um vinnuumhverfi .
ANDLEGT OFBELDI Í
SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM 19
Þórir Stephensen um stjórnmál.
GRAFFAÐI Í SVEITINNI 66
Sara Riel sýnir í Listasafni Árnesinga.
RUSLAHAUGUR Á
ENDASTÖÐ SÖGUNNAR 68
Viský Tangó er nýtt útvarpsleikrit Jóns Atla.
ÞAKKAR TRÚNNI FYRIR
AÐ VERA Á TOPPNUM 76
Mark Wahlberg leikur í fj órum
myndum á þessu ári.
VIÐBYGGING VIÐ HÓTEL
BORG Svona verður svipmót
baklóðar Hótels Borgar ef
áformuð viðbygging verður
reist. MYND/THG ARKITKETAR
BAKLÓÐ HÓTEL BORGAR Lágreistar
byggingar á baklóð Hótels Borgar víkja
fyrir stærra húsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FIMM Í FRÉTTUM EVRÓPA, BÆNDUR OG BDSM
➜ Kvenfélag SÁÁ hefur verið lagt niður eftir skærur við formann-
inn Gunnar Smára Egilsson, að sögn kvennanna. Leikkonan Ilmur
Kristjánsdóttir var hluti af kvenfélaginu– sem nú heitir Rótin
– og telur brýna þörf á kynjaskiptri afeitrun.
SLITASTJÓRN GLITNIS HÖFÐAR
SKAÐABÓTAMÁL GEGN TVEIMUR
FYRRVERANDI STARFSMÖNNUM
BANKANS 4
HUGO CHAVEZ
KVADDUR HINSTU KVEÐJU 6
BANKARNIR HAFA HAGNAST UM
260 MILLJARÐA KRÓNA 8
„Það er fyrir neðan allar hellur
að ætla að halda þessu debatti
um Evrópusambandið áfram
næstu 30 ár í viðbót.“ 10
Heiða Kristín Helgadóttir,
formaður Bjartrar framtíðar.
GERÐUM RÉTT MEÐ
ÞVÍ AÐ BÍÐA 24
Hljómsveitin Ylja slær í gegn
EINFALT
AÐ AFNEMA
VERÐTRYGGINGU 32
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
BESTU MYNDIRNAR
2012 44
Ljósmyndarar Fréttablaðsins
HVAÐ VARÐ
UM ARABÍSKA
VORIÐ? 46
Fyrir tveimur árum fagnaði
heimsbyggðin arabísku vori en
nú er vorhret.
HVERGI NÆRRI
HÆTTUR 50
Guðmundur E. Stephensen
og allir titlarnir.
KRAKKASÍÐAN 54
KROSSGÁTAN 56
BJÖRGUN Karlmaður var fluttur með
þyrlu ofan úr Hvalfirði í gær, en hann
hafði fótbrotnað illa í miklum bratta
uppi við Botnsúlur í Hvalfirði. Langur
vegur var fyrir björgunarsveitir að
manninum, en menn komu að honum
rúmum tveimur tímum eftir að hann
hringdi á hjálp.
Að sögn talsmanns Landsbjargar var
maðurinn nokkuð kaldur þegar að var
komið en hann var þokkalega vel búinn
til útivistar.
Aðstæður voru nokkuð erfiðar þar
sem hvassviðri var og skafrenningur
auk þess sem hann var í bratta. Um
40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í
aðgerðinni sem og menn úr sérsveit
ríkislögreglustjóra sem voru við æfing-
ar í nágrenninu. Þurftu þeir að slaka
hinum slasaða í börum niður í björgun-
arbíl sem flutti hann þangað sem þyrl-
an beið, en hún gat ekki athafnað sig
á slysstað. Var maðurinn svo fluttur
þaðan á sjúkrahús í Reykjavík. - þj
Björgunarsveitir sótti slasaðan mann upp að Botnsúlum í Hvalfirði:
Fótbrotinn í tvo tíma á fjalli
ÞYRLAN BÝÐUR Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti björgunarsveitir upp í
Hvalfjörð en gat ekki athafnað sig á slysstað. Hún flutti svo hinn slasaða á
sjúkrahús. MYND/LANDSBJÖRG
SPÁÐ Í BIKARHELGINA 82
Undanúrslit kvenna í dag og úrslitaleik-
irnir á morgun.
GYLFI ÖFLUGUR Í MARS 84
Mars virðist vera mánuður Gylfa Þórs
Sigurðssonar.