Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. mars 2013 | SKOÐUN | 19 Ég gekk í Sjálfstæðisflokk- inn sextán ára gamall. Ég fór fagnandi til starfs í flokki sem vildi efla gildi mennskunnar og sam- eina frjálsa, sterka ein- staklinga til sameiginlegs átaks og áhrifa í þjóðfélag- inu hinu unga Íslandi til blessunar. Þessi flokkur var þá höfuð vígi frjálsrar hugs- unar og einstaklingsfram- taks. Stjórnviska og víð- sýni prýddu leiðtoga hans. Þeir tóku forystu í flestum hinum mikil vægustu málum. Þeir leiddu viðreisnarstjórnina, komu land- helginni í 200 mílur og áttu lang- stærstan hlut í að Íslendingar gengu í Atlants hafsbandalagið, varnarbandalag vestrænna þjóða. Í átökunum um hið síðastnefnda stóð ég stoltur vörð við Alþingis- húsið, þegar kommúnistar gerðu árás á það 1949. Undir sjónarhorni sjálfstæðis- stefnunnar hef ég horft glaður mót hækkandi sól í íslensku þjóðlífi og fundið mig æ betur í því fjöl- þjóðlega umhverfi, sem V-Evrópa nýtur nú. Ég hefði aldrei trúað því, að óreyndu, að þetta ætti eftir að breytast, að Sjálfstæðisflokkur- inn yrði ekki lengur málsvari frjálsrar hugsunar, að þar ættu eftir að komast til valda fulltrúar einangrunar og forræðishyggju, þar sem flokkurinn ætti að ráða því hvað menn hugsuðu og gerðu, að ekki yrðu leyfðar samræður forystunnar og grasrótarinnar, ef upp kæmi meiningamunur. Við einir vitum Þetta er þó staðreyndin í dag. Umræðan um Evrópusambandið er, að mínu áliti, rekin á svo barna- legum og heimskulegum grunni og af slíku ofstæki, að enginn sæmi- lega viti borinn maður getur lagt slíku lið. Evrópusinnar í flokkn- um hafa beðið um það eitt að fá að sjá samning við ESB, sem svo verði lagður fyrir þjóðina. Eng- inn okkar vill missa neitt af sjálf- stæði okkar. Það hefur heldur ekki gerst, þótt Alþingi sé þegar búið að samþykkja meirihluta regluverks Evrópusambandsins vegna EES. Við væntum hins vegar góðs samn- ings, er muni færa okkur aukið öryggi í fjármálum og hagkvæm- ustu leiðirnar til að losa okkur við verðtryggingu og óðaverðbólgu, styrkja helstu atvinnuvegi okkar og færa okkur menningarlegan ávinning. Við höfum margreynt að fá þessar hugmyndir ræddar í Valhöll, en svarið hefur ætíð verið: „Þess gerist ekki þörf. Við (einir) vitum allt um þetta. Við fáum ekk- ert út úr þessu.“ Vitandi betur gekk ég úr flokknum 2010 eftir 63 ára veru. Á síðustu tveimur landsfund- um hefur verið samþykkt, fyrst að fresta en nú að slíta viðræð- um og taka þær ekki upp fyrr en að undangengnu þjóðaratkvæði. Það er afar ósanngjarnt, að ætla mönnum að skoða slíkt undir stöðugu skítkasti og blekkingum Morgunblaðsins. Til þess að geta gefið yfirvegað samþykki sitt í svo miklu grundvallarmáli, þurfa menn að hafa samninginn sjálfan á borðinu, en ekki bara áróður já- og nei-manna. Skoðanakúgun og bókabrennur Að mínum dómi er það lítilsvirð- ing við þá, sem aðhyllast frjálsa hugsun, að bjóða upp á það sem flokkurinn gerði í lokaályktun sinni: Að slíta viðræðum, sem hafnar voru að ákvörðun Alþingis, er í raun uppreisn gegn þing- ræðinu. Að finna að því, að sendiherra ESB hér á landi tali hér á fundum, er fráleit hugsunarskekkja í nútímaþjóðfélagi. Og loks er ákvæðið um að láta loka upplýsingastofu ESB í Reykjavík fáheyrð skoðana kúgun. Aldrei nokkurn tíma var reynt að reka MÍR úr landi. En við fórum stundum þang- að Heimdellingar til þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þröngsýni Rússa. Upplýsinga- stofnun Bandaríkjanna var mjög hliðstæð Evrópustofunni og þar naut ég margs góðs til stuðnings starfi mínu. Ég þáði einnig boð í lærdómsríka ferð til Brussel og Óslóar á vegum Varðbergs. Allt var þetta jákvætt og í anda frjálsrar hugsunar. En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu mið- öldum, er hún samdi „Skrá yfir bannaðar bækur“. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins. Allt fellur þetta undir hugtakið andlegt ofbeldi. Ég get vel viður- kennt, að ég hef fundið fyrir pólit- ískri heimþrá, síðan ég yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og hef nú í aðdraganda kosninganna lagt mjög að forystumönnum hans að gera okkur, hinum týndu sonum, fært að snúa heim aftur. Við- brögðin hafa öll verið eins, algjört nei. En eftir lestur landsfundar- ályktunarinnar og þess hryllings andlegs ofbeldis, sem þar er boð- aður, þá hefur heimþráin horfið sem dögg fyrir sólu. Hin frjálsa hugsun er horfin. Þess vegna á ég þarna hvorki skjól né erindi leng- ur og hlýt að spyrja: Hvers konar menn eru búnir að yfirtaka minn gamla flokk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann. Andlegt ofbeldi í Sjálfstæðisfl okknum STJÓRNMÁL Þórir Stephensen fv. dómkirkju- prestur og staðar- haldari í Viðey ➜ Hvers konar menn eru búnir að yfi rtaka minn gamla fl okk? Á hvaða leið er hann? Hann er a.m.k. ekki þess verður, að ég eða aðrir kjósi hann. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.