Fréttablaðið - 09.03.2013, Page 22

Fréttablaðið - 09.03.2013, Page 22
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22 ➜ Það er afar mikilvægt að því merka starfi sem unnið var af stjórn- lagaráði, verði tryggt framhaldslíf á næsta þingi. Flestir eru sammála um mikil- vægi aukinnar fjárfestingar til að auka hagvöxt á Íslandi. Þessi grein er til að vekja athygli jákvæðri þróun. Reykjavíkurborg hefur verið að kortleggja stöðuna til að vita hvað er í vændum og styðja við aukna fjárfestingu í Reykjavík, í samræmi við nýja atvinnustefnu borgar innar. Hlemmur plús Íbúðafjárfesting er að aukast aftur í Reykjavík eftir mikla lægð í kjöl- far hrunsins. Áætlað hefur verið að um 360 íbúðir verði fullgerðar 2013, um 510 árið 2014, 790 árið 2015 og alls um 2.500 til ársins 2016. Þetta er mjög varlega áætlað. Af svæðum sem eru að fara í uppbyggingu má nefna þrjá reiti í kringum Hlemm. Í Einholti-Þverholti er Búseti að hefja bygg- ingu 230 fjölbreyttra búseturéttaríbúða. Á Hampiðjureit er að hefjast vinna við byggingu 140 íbúða og auglýst hefur verið nýtt deiliskipulag vegna 99 stúdentaíbúða í Brautarholti 7. Í liðinni viku var tekin skóflustunga að 175 íbúðum sem rísa eiga í Mánatúni. Heildarfjárfesting í þessum fimm verkefnum er varla undir 20 millj- örðum króna. Gamla höfnin Fljótlega verður einnig kynnt nýtt deili- skipulag fyrir Gömlu höfnina. Á reitunum við hliðina á hinu nýja Hótel Marína festi borgin nýverið kaup á landi þar sem reisa má um 250 nýjar íbúðir ásamt þjónustu- og atvinnuhúsnæði. Hönnun þessara húsa getur hafist fljótlega og uppbygging næsta vetur. Þegar er þó hafin bygging 63 nýrra íbúða á lóð gömlu Hraðfrystistöðvarinnar sem ljúka mun síðar á þessu ári. Þær munu allar vera seldar. Í næsta nágrenni leysti svo borgin nýverið til sín Tryggvagötu 13, sem eðlilegt er að komi til uppbyggingar samhliða annarri uppbyggingu á þessu eftirsótta svæði. Fjárfesting í sjávarútvegi Hafnarsvæðið er að verða eitt líf- legasta og skemmtilegasta svæði borgarinnar með nýjum veitinga- stöðum, verslunum og hönnunar- búðum á hverju horni. Brim hefur bætt 3,5 milljarða togara í flota sinn í fyrra. Þá úthlutuðu Faxaflóa- hafnir nýverið lóð til HB-Granda fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á nýrri frystigeymslu. Fjárfestingin er tæpur milljarður auk þess sem áform eru uppi um að gera eldri húsum fyrirtækisins til góða, svo sómi sé að. Fjárfesting í hótel- og gistirýmum Við könnuðum í fyrra hvað þyrfti að byggja mörg hótel í Reykjavík miðað við fjölgun ferðamanna. Bæta þarf við sem nemur einni Hótel Sögu (um 215 herbergi) á ári, miðað við 5% árlegan vöxt, en tvöfalt meira ef vöxturinn verður eins og síðustu tvö ár. Allvíða er verið að skoða mögu- leika á hótelbyggingum miðsvæðis í borg- inni. Af nýjum verkefnum til vinnslu má nefna að nú er í auglýsingu 40 herbergja stækkun hjá Hótel Borg. Gert er ráð fyrir að á Hljómalindareit við Laugaveg muni rísa nýtt hótel síðar á árinu. Nýtt hótel er að opna við Suðurlandsbraut 12. Nýtt gisti- heimili og hótel er að opna við Hlemm. Unnið er að deiliskipulagi fyrir hótel á Landssímareit og Ingólfstorg. Útboðsferli fyrir lóðina við hlið Hörpu er hins vegar ólokið. Vísindagarðar og stúdentaíbúðir Unnið er hörðum höndum við að reisa um 297 stúdentaíbúðir í Vatnsmýri sem teknar verða í gagnið næsta skólavetur. Reykjavíkurborg vill nýtt átak í byggingu stúdenta íbúða í kjölfarið. Þá vinnur borgin þétt með Háskóla Íslands í því skyni að bygging Vísindagarða í Vatnsmýri hefjist. Það myndi bæta nýrri vídd við þekkingar- hagkerfi borgarinnar sem er í fullkomnu samræmi við sýn og atvinnustefnu borgar- innar. Fjárfesting borgarinnar Eitt fyrsta verk borgarstjórnarmeirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar var að flýta mannaflsfrekum framkvæmda- verkefnum fyrir hálfan milljarð sumar- ið 2010. Samhliða var ákveðið að efna til framkvæmdaátaks árin 2011, 2012 og 2013 þar sem um 6,5 milljörðum yrði varið í framkvæmdir á vegum borgarinnar hvert ár. Þetta voru alger umskipti og meira en tvöföldun framkvæmda frá þriggja ára áætlun fráfarandi meirihluta. Þetta sést í endurbótum í sundlaugum borgarinnar, yfirstandandi skólabyggingum, endur- gerð skólalóða og nýjum hjólastígum. Af næstu verkefnum má nefna skóla og sund- laug í Úlfarsárdal, útilaug við Sundhöllina, þjónustu miðstöð í Grafarvogi og endur- gerð Hverfisgötu. Ekki má heldur gleyma metnaðarfullri fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Tvö ný hús munu rísa á svæði Háskóla Íslands: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Hús íslenskra fræða. Hið síðarnefnda er hluti fjárfestingaráætlunarinnar. Það er einnig nýtt fangelsi á Hólmsheiði en bygg- ing þess hefst einnig á þessu ári. Stærsta einstaka framkvæmd næstu ára er jafn- framt ein sú mikilvægasta. Það er bygging nýs Landspítala. Borgarstjórn samþykkti skipulag vegna verkefnisins fyrir hátíðir. Standa vonir til þess að útboð fari fram hið fyrsta og nauðsynleg lagasetning varðandi fjármögnun gangi fram á Alþingi fyrir þinglok. Er vonandi að breið samstaða náist um þetta þjóðþrifamál. Aukin fjárfesting fram undan í Reykjavík Árni Páll Árnason hét því þegar hann var kjör- inn formaður Samfylk- ingarinnar að leita leiða til að auka sátt og sam- ráð í samfélaginu. Það er ánægjulegt að sjá að nokkrum vikum síðar einhendir hann sér í að leysa stjórnarskrármálið sem komið var í sjálfheldu vegna tímaskorts og kallar þar fulltrúa allra flokka að borðinu. Það hefur mikið verið rætt um nauðsyn þess á síðustu árum, að draga úr átökum og leita samvinnu þvert á flokka um stærri mál. Nú er tækifæri. Formenn Samfylkingar, Bjartrar fram tíðar og Vinstri grænna hafa lagst á eitt til að stuðla að því að stjórnarskrármálið fái far- sæla lausn og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa enn tíma til að sýna í verki að þeir hafi raunverulega áhuga á að ná sátt um stór ágreiningsmál. Það er afar mikilvægt að því merka starfi sem unnið var af stjórnlagaráði, verði tryggt framhaldslíf á næsta þingi. Það kom skýrt fram í þeirri ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðslu sem fram fór, að menn vilja að vinnu við nýja stjórnarskrá verði haldið áfram á grundvelli þeirra tillagna sem ráðið lagði fram. Um það er ekki deilt. Sérstaklega var mikill stuðningur við ákvæði um að auð- lindir okkar séu þjóðareign og ákvæðið um þjóðaratkvæðagreiðslur. Árni Páll á heiður skilið fyrir að berjast fyrir því að vinna við nýja stjórnarskrá haldi áfram en dagi ekki endanlega uppi á því þingi sem nú situr. Tækifæri til samráðs SKIPULAGSMÁL Dagur B. Eggertsson formaður borgar- ráðs STJÓRNARSKRÁ Erna Indriðadóttir starfsmaður Alcoa Fjarðaáls ➜ Af næstu verkefnum má nefna skóla og sundlaug í Úlfarsárdal, útilaug við Sundhöllina, þjónustu- miðstöð í Grafarvogi og endurgerð Hverfi sgötu. Hyundai Santa Fe Comfort 2,2 dísil, sjálfskiptur. Verð 7.650 þús. kr. Eyðsla 6,6 l/100 km* HYUNDAI SANTA FE SPARNEYTINN D SILJEPPI NEW THINKING. NEW POSSIBILITIES. Kaupt ni 1 - 210 Garðabæ 575 1200 - www.hyundai.is Verið velkomin í kaffi og reynsluakstur í dag milli kl. 10–16 * M ið as t vi ð bl an da ða n ak st ur s am kv æ m t fr am le ið an da E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 9 4 1 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.