Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 24
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
HELGIN
9. mars 2013 LAUGARDAGUR
Við segjum oft að við séum „Youtube-lærðar á gítar-inn,“ segir Guðný Gígja Skjaldardóttir, önnur söng-kona Ylju, en hljómsveitina stofnuðu hún og Bjartey Sveinsdóttir á menntaskólaárunum. „Við kynntumst í kór Flensborgarskólans árið 2007. Þar sátum við hlið við hlið og sungum sömu röddina. Okkur datt
svo í hug að taka þátt í söngkeppni Flensborgar saman, þrátt
fyrir að þekkjast eiginlega ekkert. Ég var búin að fatta að við
fíluðum sömu lögin og í kjölfarið fórum við að hittast og æfa.
Upp frá því urðum við bara óaðskiljanlegar vinkonur,“ segir
Guðný Gígja.
Tónlistin virðist vera þeim stöllum í blóð borin en auk þess
að vera sjálflærðar á gítarinn eru þær að mestu sjálfmennt-
aðar í sönglistinni. „Við sóttum um í Söngskóla Reykjavíkur í
fyrra og komumst báðar inn. En við komumst fljótlega að því
að klassíski söngurinn var kannski ekki beint eitthvað fyrir
okkur. Þetta var mjög skemmtilegt en við sögðum samt skilið
við Söngskólann eftir mánuð,“ segir Bjartey.
Fyrsta plata hljómsveitarinnar kom út í nóvember og segja
stelpurnar stílinn vera eins konar þjóðlagapopp. Bjartey og
Guðný fengu gítarleikarann Smára Tarf Jósepsson til þess að
sjá um upptökustjórnun. „Þær báðu mig svo um að spila undir
á „slide-gítar“ í einu laganna. Ég fékk svo ekkert að taka
meira upp eftir það og gekk bara til liðs við þær,“ segir Smári
og hlær. Platan var þó nokkuð lengi í vinnslu en í september
2011 var ákveðið að fara upp í sumarbústað og taka upp. „Við
ákváðum að taka plötuna upp „live“ sem hentaði okkur alveg
rosalega vel,“ segir Bjartey. „Þegar maður tekur upp eitt
hljóðfæri í einu tapast ákveðin dýnamík. Þessi „live-fílingur“
er bara allt annar,“ segir Smári Tarfur, en plötuna gefa þau út
sjálf. Þau segja fyrsta upplagið vera um það bil að klárast og
gæla þau nú við þá hugmynd að gefa plötuna út á vínyl. „Við
erum 100% sátt við þennan frumburð. Oft á
tíðum er fyrsta plata hljómsveitar mjög erfið
fæðing. Stelpurnar voru hvattar til þess að
drífa í því að gera plötu margoft áður en tóku
þá hárréttu ákvörðun að bíða. Þær myndu
sjá eftir því í dag ef þær hefðu gefið plötuna
út fyrir tveimur árum,“ segir Smári Tarfur.
Smári er enginn nýgræðingur í tónlistinni
en hann var meðal annars í hljómsveitinni
Quarashi um tíma en segir það auðveldara
að vinna með stelpum en strákum. „Ég er rosalega mjúkur
og viðkvæmur drengur. Þar af leiðandi hentar samstarf með
stelpum betur,“ segir Smári í léttum dúr. Þríeykið ákvað á
dögunum að fá sér umboðsmann. „Við lentum nefnilega í því
um daginn að mæta klukkutíma of seint á „gigg“ sem var
náttúrulega mjög leiðinlegt, bæði fyrir þá sem bókuðu okkur
og líka fyrir okkur sjálf. Við höfðum bara algjörlega misskilið
tímasetninguna. Það var eiginlega þá sem okkur fannst kom-
inn tími á að finna einhvern til að sjá um þetta með okkur,“
segir Guðný Gígja. En er stefnan sett á útrás? „Við myndum
allavega ekki slá þann einstakling utan undir sem myndi
segja „Hey, ég er með spennandi hluti fyrir ykkur í útlönd-
um“,“ segir Smári, en bætir þó við að Ylja sé enn að fóta sig
hér á landi og þau því enn með fæturna á jörðinni.
Gerðum rétt með því að bíða
Hljómsveitin Ylja gaf út sína fyrstu plötu í nóvember en platan hefur hlotið mikið lof. Það eru þau Guðný Gígja Skjaldar-
dóttir, Bjartey Sveinsdóttir og Smári Tarfur Jósepsson sem skipa hljómsveitina.
HUGGULEGT ÆFINGAHÚSNÆÐI Þau Guðný Gígja, Bjartey og Smári Tarfur hafa komið sér vel fyrir í æfingahúsnæði hljómsveitar-
innar út á Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ágúst Borgþór Sverrisson,
rithöfundur
Skáldskapur og KR
„Helgin verður að einhverju
leyti helguð fjáröflun fyrir 4.
flokk KR í handbolta þar sem
sonur minn er markvörður.
Auk þess fer ég í matarboð
og á laugardaginn ætti ég að
hafa tíma til að vinna í skáld-
sögu sem ég er að skrifa.“
Tryggvi Gunnarsson, leik-
stjóri
Fagnar með heims-
byggðinni
„Foreldrar mínir urðu
sextugir í vikunni. Gjörvöll
heimsbyggðin fagnar því
auðvitað ákaft og verður
veisla um helgina eftir því.“
Guðrún Lárusdóttir, fram-
leiðslustjóri og hönnuður
Bækur og leiksýning
„Ég ætla að fara á bókamark-
aðinn i Perlunni. Svo ætla ég
á frumsýningu á Drekanum
hjá leikfélagi Kvennaskólans
á sunnudaginn þar sem
Kormákur sonur minn
stígur á stokk.“
Unnur Þóra Jökulsdóttir, rithöfundur
Kósíkvöld, tónlist og göngutúrar
„Byrja daginn á Wordpress námskeiði. Kíki svo inn
á hljómsveitaræfingu hjá dóttur minni. Uppá-
halds laugardagskvöld er í sófanum heima með
teppi, prjóna, eld í kamínunni og eitthvað gott á
skjánum. Sunnudagur: Hlusta á Öldu og félaga
hennar spila á Töfrahurðinni í Salnum, síðan
langur göngutúr í Heiðmörk með hundinum Karra.
Og svo eru það bækurnar á náttborðinu...“
Þráðlausa tæknin tröllríður nú öllum okkar
stöðlum og tölvuvæðing ótrúlegustu hluta er að
verða að veruleika. Sjónvörp, rúður, gleraugu og
úr eru engin undantekning því allt þetta hefur
verið, eða er áformað, að tölvuvæða snilldarlega á
næstu misserum.
Tækninni fleytir svo fljótt fram að neytendur
hafa ekki undan að uppfæra tækin. Apple hefur
haft það að markmiði að uppfæra þráðlausu tækin
sín með um það bil árs millibili. Sum tæki, eins og
iPad, hafa jafnvel verið uppfærð á hálfs árs fresti.
Tækin eru alltaf að verða minni og minni. Þau
bjóða jafnframt upp á fleiri möguleika. Nú er svo
komið að Apple hyggst senda frá sér tölvuúr sem
lætur G-Shock-úrin líta út fyrir að vera ættuð úr
grárri forneskju. - bþh
Kjaft asögur um snjallúr frá Apple fá byr í seglin
Nýjasta afurð Apple-tölvurisans verður líklega iWatch og fram eru komnar hugmyndir um hvernig það mun líta út.
1 2 3
ORÐRÓMURINN GEFUR TIL KYNNA AÐ iWATCH
MUNI LÍTA EINHVERN VEGINN SVONA ÚT Willow-glerÞunnt eins og blað,
sveigjanlegt og sterkt.
Enn eru þó um það bil
þrjú ár í að hægt verði
að fjöldaframleiða það.
Eiginleikar iWatch
■ Símtöl ■ Skrefamælir
■ Landakort og GPS
■ Heilsumælar og -skynjarar
1 Kringlótt
skífa:
Sterkasti
orðrómurinn
er sá að
skífan verði
kringlótt og
hugbúnaðurinn muni
byggja á Spiral-tækninni
sem Apple hefur þegar
tryggt sér einkarétt á.
Hönnunin sé svo í anda
Ikepod Geneve Horizon-
armbandsúranna.
2 Fernings-
löguð skífa:
Hönnunin
hentar betur
fyrir snjall-
símahugbúnað
Apple, iOS-kerfið.
Líftími rafhlöðunnar
yrði vandamál með
þann hugbúnað en
markmiðið er að hún
endist í fjóra til fimm
daga milli endur-
hleðslna.
3 Mjúkur skjár:
Apple hefur sótt
um einkaleyfi
á armbandi
með bugð-
óttum skjá.
Apple gæti
notað sveigjanlegt
Willow-gler sem
framleiðir herta
glerið framan
á iPhone-
símana.
RAUNSTÆRÐ
TEIKNINGAR: GRAPICNEWS
Kristjana Arnarsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Við
erum 100%
sátt við
þennan
frumburð.
Smári Tarfur