Fréttablaðið - 09.03.2013, Page 32

Fréttablaðið - 09.03.2013, Page 32
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 28% Framsóknarflokkurinn er á mikilli siglingu þessa dagana og mælist hátt í skoðanakönnunum. Þetta eru aðrar kosningarnar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir flokk-inn í gegnum. Hann varð formað- ur 18. janúar 2009, þegar mikil endurnýjun varð í forystu flokksins. Óhætt er að segja að hann hafi átt glæsta innkomu í stjórnmálin. Þeir eru ekki margir sem hafa orðið formenn eftir jafn stuttan starfsferil í flokki. Flokksþing Framsóknarflokksins fór fram í febrúar og þar voru línurnar lagðar fyrir kosningabaráttuna. Tvö mál ber þar hæst; skuldaleiðréttingu og afnám verðtrygging- ar. Fréttablaðið sett- ist niður með Sigmundi og fræddist um stefnuna í þessum stærstu málum. 240 milljarðar afskrifaðir Sigmundur Davíð segir að flokkurinn hafi frá minnihlutastjórninni í febrúar 2009 lagt mikla áherslu á leiðréttingu skulda og rætt um 20 prósent í því samhengi. Því miður hafi tækifærin til þess ekki verið nýtt og aðstæður nú séu flóknari og málin erfiðari í útfærslu. En hvað mun þetta kosta? „Málið er orðið mun flóknara núna og nauðsynlegt er að meta hvert og eitt tilvik fyrir sig. Það þarf þó að gera eftir algildum eða almennum reglum og við teljum mikil- vægt að allir sitji við sama borð. Augljóslega mun þó þurfa að huga að því hvenær lán var tekið. Það er ekki hægt að ráðast í jafn mikla leiðréttingu láns sem tekið var í síðasta mán- uði og á því sem tekið var 2006. Við teljum óhjákvæmilegt að ráðast í þess- ar aðgerðir því eins og staðan er núna er nán- ast heil kynslóð á Íslandi eignalaus og með neikvætt eigið fé. Það er mjög hættu- legt ástand fyrir samfélag, bæði félagslega og efnahagslega, því þessar kynslóðir eru þær sem viðhalda þurfa vextinum. Því segjum við að það sé á endanum dýrara að bregðast ekki við vandanum heldur en að gera það. Það er nokkuð á reiki um hvaða tölur er að ræða en verðtryggð fasteigna- lán eru í kringum 1.200 millj- arða króna. Ef við notum 20 prósentin sem viðmið, þó að það sé ekki endilega niðurneglt, erum við að tala um 240 millj- arða króna. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þessir 240 milljarðar séu eitthvað sem komi til greiðslu í einu lagi. Ávinn- ingurinn af leiðréttingu skulda getur farið að skila sér áður en kostnaðurinn fellur allur til,“ segir Sigmundur og ítrekar að sá kostnaður eigi að lenda á þeim sem hafi hagnast á hruninu. Einhver kostnaður Framsóknarflokkurinn leggur til að á meðal leiða sem farnar verði sé að veita þeim sem greiði af fasteigna- lánum afslátt af tekjuskatti. En geturðu upplýst kjósendur um hvað þessar leiðir muni þýða fyrir ríkissjóð í minnkandi tekjum eða útgjöldum? „Ég get sagt að þetta kunni að þýða að ein- hver langtímakostnaður lendi á ríkissjóði, þó ekki væri nema vegna flækjustigsins sem komið er í þetta. Sá langtímakostnaður verð- ur hins vegar, áður en hann fellur til, veginn upp af efnahagslegum ávinningi.“ Samningsvilji kröfuhafa Sigmundur Davíð segir að til að hægt sé að fara í þessa skuldaleiðréttingu þurfi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna. Lík- lega séu um 90 prósent krafnanna í eigu vog- unarsjóða sem keypt hafi kröfurnar af upp- haflegum lánveitnedum. „Þeir sem keyptu kröfur tiltölulega snemma, eins og við reyndar töldum að ríkið ætti að gera, hafa hagnast verulega á þeim. Þá spyrja menn: Er það ekki bara þeirra hagnaður, er nokkur flötur á að skipta honum með þeim sem töpuðu á hruninu? Jú, það er í fyrsta lagi réttlætanlegt og í öðru lagi framkvæmanlegt. Þeir sem keyptu kröfur bankanna á hrakvirði vissu að hverju þeir gengu. Þeir sérhæfa sig í svona við- skiptum og vissu að þeir keyptu kröfur á gjaldþrota fyrirtæki í landi sem um tíma hafði verið verið kallað gjaldþrota, og í gjaldeyrishöftum. Þau meinuðu þeim að ná fjárfestingunni til baka án þess að ein- hverjar breytingar yrðu á fyrirkomulaginu.“ Lausn Framsóknarflokksins á þessu er að gefa kröfuhöfum kost á að taka þátt í því að byggja upp íslenskt samfélag og eiga þá hlutdeild í aukinni verðmætasköpun. Að öðrum kosti geti þeir staðið frammi fyrir íþyngjandi aðgerðum, sem þó séu réttlætan- legar. „Í slíkum viðræðum þurfa menn bæði að hafa gulrót og kylfu. Það þarf að skapa hvata en menn þurfa líka að standa frammi fyrir því að ef þeir séu ekki tilbúnir til að spila með verði það þeim ekki til hagsbóta. Eins og lögin eru núna í stakk búin á að greiða úr þrotabúum íslenskra fyrirtækja í íslenskum krónum. Seðlabankinn gæti því í raun inn- kallað gjaldeyrinn, í krafti gjaldeyrishaft- anna, og greitt út í íslenskum krónum sem menn sætu þá fastir með hér.“ Þessi stefna gerir ráð fyrir samningsvilja kröfuhafanna? „Hún byggir annaðhvort á vilja þeirra eða því að ríkið nýti sér fullveldisrétt sinn, til dæmis með því að greiða út í íslenskum krónum eða sérstakri skattlagningu.“ En óttist þið ekki að það muni hafa áhrif á framtíðarkröfuhafa Íslands? Ríkissjóður mun þurfa að fjármagna sig í framtíðinni. „Ég held að menn þurfi ekki að hafa mikl- ar áhyggjur af því. Menn gera sér grein fyrir því að í þeim aðstæðum sem Ísland er í núna þarf að beita óhefðbundnum leiðum. Ísland sker sig ekki lengur úr og við höfum fordæmi frá fjölmörgum Evr- ópuríkjum þar sem verið er að fara óhefðbundnar leiðir. Menn skilja að þarna er fyrst og fremst um að ræða vogunarsjóði sem sérhæfa sig í að fjárfesta í óvissunni.“ Þarna er þó líka um að ræða lánastofnanir sem lánuðu bönk- unum í góðri trú. Kemur þetta ekki niður á þeim? „Jú, þetta getur haft áhrif á einhverja sem hafa þegar tapað, en ekki grætt. Hagur þeirra hefur hins vegar vænkast vegna þess að neyðarlögin verja eignir þeirra. Þó að tapið sé stórt er þó búið að verja hag þeirra svo mikið að eðlilegt er að þeir taki þátt í að koma til móts við hina hliðina, það er að segja skulda- hliðina.“ Verðtryggingin afnumin Framsóknarflokkurinn vill stofna nefnd sér- fræðinga sem leiti leiða til að afnema verð- trygginguna. Sigmundur Davíð segir í sjálfu sér ekki flókið að afnema hana. Nefndin verði að skoða heildarmyndina því verð- tryggingin haldist í hendur við margt annað. „Margir hafa bent á að verðtryggingin sé ekki vandamálið heldur verðbólgan. Auð- vitað þarf, samhliða afnáminu, að haga hag- stjórn þannig að haldið sé aftur af verðbólg- unni. Einn af göllum verðtryggingarinnar er hins vegar að síðan hún var sett hefur efna- hagslífið lagað sig svo að henni að verðtrygg- ingin er farin að ýta undir verðbólguna. Menn hafa til dæmis verið hvað eftir annað að reyna að hafa áhrif á verðbólgu með stýrivöxtum Seðlabankans. Engu máli skiptir hvort þeir eru færðir upp eða niður, samhengið við verðbólguna birtist ekki. Það er vegna þess að áhrifin hafa verið tekin úr sambandi við verðtrygginguna með því að hafa í raun annan gjaldmiðil á lánum. Afnám verðtryggingarinnar er því hluti af því að vinna á verðbólguvandanum.“ Peningar eru ekki verðmæti Tökum einfalt dæmi. Ef ég lána þér fyrir bjór vil ég geta keypt mér bjór fyrir þann pening sem þú borgar mér til baka. Ég vil að virði peninganna sé það sama þegar þú end- urgreiðir mér lánið. Hvernig tryggið þið það ef verðtryggingin er afnumin? „Þessi rök eru gild svo langt sem þau ná. Það má segja að 30 milljóna fasteignalán í dag sé ekki jafn hátt og 30 milljóna fast- eignalán fyrir fimm árum, þar sem verð- mæti hverrar krónu sé minna. Það sem vantar hins vegar í þennan rök- stuðning er að peningar eru ekki eiginleg verðmæti. Peningar eru, rétt eins og aðrar eignir, hlutir sem geta sveiflast að verðmæti. Þegar einn lánar öðrum verða báðir aðilar samnings að taka áhættu af þeim sveiflum í verðmæti. Eins og þetta er núna er áhættan aðeins hjá lántakanum. Hann þarf alltaf að borga jafn mikinn bjór til baka, eða hvaða viðmiðun við notum, þannig að áhættan, sem hlýtur að þurfa að skiptast á milli manna þegar þeir gera samning, liggur eingöngu öðru megin. Kostnaðurinn við sveiflujöfnun má ekki bara lenda á lántakanum.“ Óttumst ekki vaxtahækkun En óttist þið ekki að lánveitendur tryggi hag sinn með því einfaldlega að hækka vexti? „Við höfðum áhyggjur af því í byrjun en ég fellst á þau rök að svo eigi ekki að vera. Við afnám verðtryggingar geta markaðslögmálin farið að virka með fjármagn eins og annað. Menn þurfa að hafa þau kjör á fjármagni þegar þeir lána það út að fólk vilji kaupa, það er að segja að taka lán. Ef vextir eru með þeim hætti að menn sjái sér ekki hag í að taka lánið, þá auðvitað taka menn það ekki.“ Sigmundur segir óskiljanlegt hve vextir á verðtryggðum lánum séu háir. Verðtrygging- in tryggi að lánveitandi fái allt sitt til baka en engu að síður bætist við háir vextir. Glöggt hafi komið í ljós að markaðslögmálin gildi ekki á lánamarkaði þegar bankarnir hækk- uðu vexti sína á húsnæðislánin til að draga úr fasteignabólunni. „Þrátt fyrir það dró ekki úr lántöku sem neinu nam. Ástæðan fyrir því var að mark- aðslögmálin virkuðu ekki, fasteignabólan hélt áfram að blása út. Fólk hugsaði aðeins um hvað það þurfti að borga fyrstu mán- uðina. Heildarkostnaðurinn við lánið var ekki það sem réð ákvörðuninni. Þegar verðtryggingin er ekki til staðar til að rugla þessa mynd, þá sjá menn heildar- kostnaðinn og geta tekið ákvörðun út frá því. Við teljum því að þetta verði gegnsærra og jafni stöðu samningsaðilanna, lánveitandans og lántakans.“ 2013 Einfalt að afnema verðtryggingu Leiðrétting skulda og afnám verðtryggingar eru stóru mál Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar. Flokkurinn nýtur góðs fylgis í könnunum og er í uppsveiflu. Fréttablaðið fór yfir þessi mál með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni. ➜ Fylgi Framsóknarflokksins í formannstíð Sigmundar 25% 20% 15% 10% 5% 22 .01 .09 27 .02 .09 11 .03 .09 25 .03 .09 07 .04 .09 14 .04 .09 25 .04 .09 Ko sni ng ar 28 .07 .09 15 .10 .09 07 .01 .10 18 .03 .10 23 .09 .10 19 .01 .11 24 .02 .11 05 - 0 6.0 4.1 1 08 .09 .11 07 - 0 8.1 2.2 01 1 08 - 0 9.2 .20 12 11 - 1 2.4 .20 12 23 - 2 4.5 .20 12 16 - 1 7.1 .20 13 30 - 3 1.1 .20 13 27 - 2 8.2 .20 13 20 - 2 2.0 4.0 9 treysta Sigmundi Davíð best til að leiða ríkisstjórn, samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í lok febrúar. Hann nýtur mests stuðnings allra stjórnmálamanna til þess. 16.8% 16.8% 15.8% 12.4% 12.3% 14.8% 14.1% 14.6% 9.9% 9.4% 6.8%7.5% 7.3% 11.3% 11.8% 11.9% 26.1% 11.7% 13.7% 13.8%13.3% 12.5% ÞRJÚ MÁL SEM EKKI VERÐUR KVIKAÐ FRÁ ÞEGAR KEMUR AÐ RÍKISSTJÓRNAR- SAMSTARFI Málefni heimilanna „Við stöndum fast á þeim. Ekki bara af því að það er rétt heldur er það óhjá- kvæmilegt til að byggja upp íslenskt efnahagslíf.“ Atvinnuuppbygging „Við þurfum framtíðarsýn og stöðugleika í anda þjóðarsáttar. Einfalda verður skattkerfið.“ ESB „Við erum ekki á leið í Evrópu- sambandið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 26,1% Framsóknarflokkurinn nýtur stuðnings 26,1 prósents kjósenda samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir málefni heimilanna vera stóru málin í kosningabaráttunni. 1 2 3 20.8% 13.5% Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.