Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.03.2013, Blaðsíða 46
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Nú þegar rúm tvö ár eru liðin frá því ólgan í arabaheiminum hófst, arabíska vorið svo-nefnda, virðast breyt-ingarnar hafa orðið hægari en jafnvel svartsýnustu úrtölumenn vöruðu við. „Það haust- aði snemma þetta vor,“ virðist vera nokkuð raunsönn lýsing á því sem gerðist. Það breytir því þó ekki að óánægjualdan er engan veginn gengin yfir. Almenningur í araba- ríkjunum er langt í frá sáttur við þá sem með völdin fara og mikil óvissa ríkir um framhaldið. Reynsl- an frá vorinu 2011 hefur sýnt fólki að hægt er að knýja fram breyting- ar, jafnvel í voldugum ríkjum eins og Egyptalandi þar sem hin sterka stjórn Hosni Mubarak koðnaði niður á fáum mánuðum. Ræturnar Ýmsar skýringar hafa verið nefndar á því hvað varð til þess að almenn- ingur reis upp eins og hendi væri veifað í hverju arabaríkinu á fætur öðru snemma árs 2011. Einn veiga- mikill orsaka þáttur hefur vafa- laust verið hækkandi matar verð í arabaríkjunum, sem að stórum hluta virðist mega rekja til upp- skerubrests á hveiti í Kína – og sá uppskeru brestur hefur verið rak- inn til loftslagsbreytinga á jörðinni. Lágur meðal aldur íbúa víða í araba- ríkjunum – algengt er að um helm- ingur landsmanna sé innan við þrí- tugt – hefur haft sitt að segja um það hversu móttækilegur almenningur var þegar óánægjualdan fór af stað. Gemsar og samskiptamiðlar á netinu áttu síðan stóran þátt í því hversu hratt óánægjualdan breidd- ist út. Uppljóstranir á lekasíðunni Wikileaks áttu einnig sinn þátt í að upplýsa almenning um myrkraverk valdhafanna. Breytingarnar Þungi mótmælanna varð hins vegar misjafnlega mikill eftir löndum og fyrirstaðan af hálfu hers og stjórn- valda varð sömuleiðis misjafnlega sterk. Hraðast gengu umskiptin fyrir sig í Túnis og Egyptalandi, en jafnvel í þessum tveimur löndum er engan veginn útséð um útkomuna. Í báðum löndunum hafa íslamistar komist til valda í almennum kosn- ingum, en óánægja almennings með nýju valdhafana er enn töluverð þótt ekki sé reyndar annað að sjá en nýja stjórnin í Túnis standi nokkuð stöð- ugum fótum. Nokkru lengri tíma þurfti til að hrekja forsetann í Jemen úr stól sínum, en hann hefur ekki þurft að svara fyrir stjórnarhætti sína og var nú í síðasta mánuði að opna safn um sjálfan sig í höfuðborginni Sanaa. Styrjaldir Í Líbíu braust snemma árs 2011 út borgarstyrjöld og þurfti öfluga aðstoð frá NATO til að hrekja Moammar Gaddafí frá völdum, sem tókst svo rúmlega hálfu ári síðar. Í Sýrlandi ríkir ein blóðug- asta borgara styrjöld sögunnar þar sem uppreisnarmenn berjast við stjórnar herinn án aðstoðar her- velda, og án þess að nokkur niður- staða sé í sjónmáli eftir tveggja ára átök sem harðnað hafa jafnt og þétt. Í Sádi-Arabíu, Jórdaníu, Kúveit og Marokkó hefur ráðamönnum, sem njóta þess að vera af nokkuð rót- grónum konungsættum, tekist að lægja öldurnar – að minnsta kosti í bili – með því að gera minniháttar breytingar á stjórnskipan, reka ráð- herra sína eða nota olíuauðinn til að bæta hag almennings. Óánægja Mikil ólga er enn í smáríkinu Barein, sem teygir sig út í Persa- flóann frá Arabíuskaga, en þar hafa valdhafar bæði reynt að friða lands- menn með því að seilast í digra olíu- sjóðina og að auki fengið aðstoð frá nágrannastórveldinu Sádi-Arabíu til að halda uppreisnarmönnum í skefjum. Í flestum öðrum ríkjum araba- heimsins hefur óánægja almenn- ings stöku sinnum brotist út í mót- mælum og jafnvel átökum við her eða lögreglu, en ekki náð sér á strik svo heitið geti. Margir hafa furðað sig á því að Alsír hefur að mestu staðið utan við átökin, þótt fjölmenn mótmæli hafi farið af stað strax í lok desember 2010. Stjórnvöld brugðust fljótt við með því að afnema neyðarlög sem gilt höfðu í 19 ár, eða allar götur frá borgarastríðinu sem geisaði þar á síðasta áratug 20. aldar. Þau átök kostuðu á annað hundrað þúsund manns lífið. Hugsanlega á stríðs- þreyta þátt í því að Alsírbúar hafa ekki sýnt áhuga á að fara út í meiri háttar mótmæli nú, aðeins hálfum öðrum áratug eftir að þeim hildar- leik lauk. Biðstaða Einhvers konar biðstaða virðist nú vera í arabaheiminum. Óánægju- aldan gæti lognast út af smám saman eftir því sem stjórnvöld, TÚNIS LÍBÍA 2011 17. FEBRÚAR Fjöldamótmæli gegn Muammar Gaddafi hefj- ast í borginni Bengasí. 19. MARS Loftárásir NATO hefjast á Líbíu. 20.-28. ÁGÚST Orrustan um Trípolí, höfuðborg Líbíu, geisar. 20. OKTÓBER Moammar Gaddafí er drepinn í heimabæ sínum, Sirte. 23. OKTÓBER Borgarastríðinu lýkur og hefur þá kostað allt að 30 þúsund manns lífið. 19. NÓVEMBER Saif al-Islam Gaddafi, sonur Gaddafís, er handtekinn í Nígeríu. 2012 7. JÚLÍ Haldnar eru þingkosn- ingar. 14. NÓVEMBER Ali Zeidan tekur við sem forsætis- ráðherra. 2013 Stefnt er að kosningum til stjórnlagaþings. JEMEN 2011 23. JANÚAR hefjast mótmæli í Jemen. 3. JÚNÍ særist Saleh forseti í árás á forsetabústaðinn. 4. JÚNÍ fer Saleh til Sádi-Arabíu að leita sér lækninga og fól Abdul Rabbuh Mansur Al-Hadi varaforseta völdin í fjarveru sinni. 23. SEPTEMBER snýr Saleh aftur til Jemens og eflast þá mótmæli á ný. 23. NÓVEMBER samþykkir Saleh for- seti að Abd Rabbuh Ramsur Al-Hadi varaforseti taki alveg við af sér. 2012 27. FEBRÚAR segir Saleh formlega af sér. 2013 18. FEBRÚAR opnar Saleh safn um sjálfan sig í höfuðborginni Sanaa. EGYPTALAND 2011 25. JANÚAR hefjast mótmæli gegn Hosni Mubarak á Tahrir-torgi í Kaíró. 11. FEBRÚAR segir Mubarak af sér og herforingjaráð heitir lýðræðis- legumbótum. 3. MARS segir Ahmed Shafik forsætis- ráðherra einnig af sér. 23.-24. MAÍ fer fyrri umferð forseta- kosninga fram. 16.-17. JÚNÍ fer seinni umferð forsetakosninga fram. 24. JÚNÍ tilkynnir kjörstjórn að Mohammed Morsi hafi verið kosinn forseti. 3. ÁGÚST hefjast réttarhöld yfir Mubarak. 28. NÓVEMBER hefst fyrsti áfangi þingkosninga sem standa fram í mars árið eftir. 2012 24. JANÚAR er neyðarástandi, sem gilt hafði áratugum saman, aflétt. 2. JÚNÍ er Mubarak dæmdur í ævilangt fangelsi. 22. NÓVEMBER tekur Morsi forseti sér nánast alræðisvöld. Sama dag hefj- ast mótmæli á ný á Tahrir-torgi 15.-22. DESEMBER er ný stjórnarskrá samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. 6. APRÍL er þingkosningum, sem hefjast áttu í næsta mánuði, frestað samkvæmt dómsúrskurði 2013 13. APRÍL verða haldin ný réttarhöld yfir Mubarak. SÝRLAND 2011 26. JANÚAR hefjast fyrstu mótmælin. Stjórnin bregst hart við strax frá upphafi. 3. FEBRÚAR hefur sýrlenski stjórnarherinn árás á borgina Homs. Í MARS OG APRÍL boðar stjórn Bashar al Assad margvíslegar umbætur, en lítið verður úr fram- kvæmdum þeirra. 19. MARS verða fyrstu dauðs- föllin þegar fimm mótmælendur láta lífið í borginni Daraa. 19. NÓVEMBER er Sýrlandi vikið úr Arababandalaginu. 27. NÓVEMBER samþykkir Arababandalagið efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. 2012 10. JANÚAR sakar Bashar al Assad forseti erlend öfl um að standa að baki uppresininni. 12. FEBRÚAR segja Sameinuðu þjóðirnar að stríðsátökin hafi kostað meira en 70 þúsund manns lífið. 6. MARS segja Sameinuðu þjóðirnar að meira en milljón manns hafi flúið land. 6. MARS fá stærstu samtök sýr- lenskra uppreisnarmanna form- lega aðild að Arababandalaginu. MIÐJARÐARHAFIÐ LÍBÍA EGYPTALAND SÁDI-ARABÍA TYRKLAND JEMEN Hvað varð um arabíska vorið? Fyrir tveimur árum fagnaði heimsbyggðin „arabíska vorinu“, sem vakti vonir um lýðræðisbyltingu með efnahagsumbótum og betra ástandi í mannréttindamálum. Fljótlega virtist þó komið vorhret, sem ekkert fararsnið hefur sést á lengi. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is HELSTU ATBURÐIR SÍÐUSTU ÁRA Í ARABAHEIMINUM Umrótið í arabaheiminum vorið 2010 varð meðal annars til þess að raddir kvenna tóku að heyrast. Þær voru áberandi í mótmælahreyfingunni, töluðu óhræddar við fjölmiðla og efndu til eigin mótmælafunda. Konur í Túnis og Egyptalandi vöktu athygli á ruddalegri framkomu karla í garð kvenna, grófri áreitni og nauðgunum sem íhaldssamt samfélagið hafði jafnan sameinast um að þagga niður. Þær tóku að krefjast réttar síns og ætluðu ekki að láta bjóða sér þetta lengur. Meira að segja í Sádi-Arabíu fóru konur að krefjast þess að mega aka bifreiðum og setjast á þing. Þessi barátta virðist hins vegar litlu hafa skilað, þótt vissulega hafi konungsættin í Sádi-Arabíu allra náðarsamlegast leyft þrjátíu konum að setjast á valdalaust ráðagjafarþing landsins. Stutt er síðan ungri konu var nauðgað af tveimur lögreglumönnum í Túnis. Hún fékk að vísu á endanum afsökunarbeiðni frá stjórnvöldum, en ekki fyrr en eftir að málið var komið í hámæli. Þá er ekki langt síðan sextán ára stúlka í Marokkó framdi sjálfs- víg eftir að dómari gerði henni að giftast manni sem hafði nauðgað henni. Konur í arabaheiminum bæði ný og gömul, ná betri tökum á ástandinu. En lítið virðist þurfa til að upp úr sjóði á nýjan leik. Mikil óvissa er fram undan í Egyptalandi, þar sem Mohammed Morsi forseti hefur keyrt í gegn stjórnarskrárbreytingar í nafni byltingarinnar gegn forvera sínum, en rekur sig sífellt á veggi bæði almennings og dómsvaldsins í land- inu. Þingkosningar samkvæmt nýrri stjórnskipan áttu að hefjast í Egyptalandi í næsta mánuði og standa fram í júní, en þeim hefur nú verið frestað eftir að stjórnsýslu- dómstóll ákvað að vísa kosninga- lögunum til hæstaréttar. Búast má við að hin arabarík- in, jafnt stjórnvöld sem almenn- ingur, fylgist grannt með þróun- inni í Egyptalandi, sem löngum hefur verið ein helsta fyrirmynd nágrannaríkjanna. Sömuleiðis ræðst mikið af því hvað verður úr styrjöldinni í Sýrlandi. Breiðist hún út til nágrannalandanna er allur þessi heimshluti í uppnámi. 2010 17. DESEMBER hefjast mótmæli víða um land eftir að götusalinn Mouhamed Bouazizi kveikir í sér. 2011 14. JANÚAR flýr Zine el Abidine ben Ali forseti ásamt eiginkonu sinni til Sádi-Arabíu. 20. JÚNÍ eru ben Ali og eiginkona hans dæmd í 35 ára fangelsi fyrir fjárdrátt, að þeim fjarverandi. 23. OKTÓBER Kosið er stjórn- lagaþing. 24. DESEMBER Hamedi Jebali tekur við sem forsætisráðherra. SESTAR Á ÞING Þrjátíu konur eru komnar á hið áhrifalitla ráðagjafarþing Sádi- Arabíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.