Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 09.03.2013, Qupperneq 47
Skipholti 31 – ljosmyndavorur.is Peli 9420 1000 lúmen 58° Li-ion Hleðslurafhlaða Dugar 2 klst á HIGH Dugar 4 klst á LOW Mesta hæð 1.5 metrar Verð frá kr. 52.900 Bylting í vinnuljósum! BLÁSIÐ Í LÚÐRA Lúðrasveit Reykjavíkur verður með fyrstu tónleika vetrarins í Kaldalóni í Hörpu á mánudagskvöldið kl. 20. Efnisskráin er tileinkuð popp- og rokktónlist og poppstjarnan Páll Óskar mun syngja nokkur af þeim lögum. Á efnisskránni eru lög eftir Gloriu Estefan, Quincy Jones, Manfred Schneider og hljómsveitina Earth, Wind and Fire. FJÖLSKYLDAN Örlygur Smári er líka fjölskyldumaður. Kona hans, Svava Gunnars- dóttir, heldur úti mjög vinsælu matarbloggi á netinu. Hér eru þau með börnum sínum, tvíburunum Jakobi Þór og Gunnari Berg og dótturinni, Malínu. MYNDIR/VALLI TÆKIFÆRI Örlygur Smári hlakkar mikið til að vinna meira fyrir suðuramerískan markað, en tækifæri kom upp í hendur hans þegar Hera vann keppn- ina í Síle. Allt í einu varð allt vitlaust að gera hjá Örlygi Smára sem annars gegnir starfi sölumanns hjá Nýherja. Ekki nóg með að allt sé á fullu blússi í lokaundirbúningi fyrir lagið Ég á líf sem Eyþór Ingi flytur í Eurovision- keppninni í Malmö í maí, heldur hefur sigur Heru Bjarkar í Síle haft gríðarleg áhrif. Sigurlagið Because you can er samstarfsverkefni þeirra Christinu Schilling, Camillu Gottschalck, Jonas Gladnikoff, Heru Bjarkar og Örlygs Smára. En hvernig kom samstarf þeirra til? „Við Hera höfum unnið mikið saman. Síðast með laginu Je ne sais quoi sem flutt var fyrir Ísland í Eurovision árið 2010. Árið áður tók Hera þátt í dönsku undankeppni Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Someday. Það lag sömdu sömu höfundar og unnu síðan með okkur Because you can,“ útskýrir Örlygur Smári og heldur áfram. „Eftir sigurinn hér heima 2010 ákváðum við Hera að vinna saman plötu en um svip- að leyti komu þær Christina og Camilla hingað til lands og kíktu þá í stúdíóið mitt. Þetta lag varð til og var sett á plöt- una. Síðan ákvað Hera að senda lagið í keppnina í Síle,“ segir Örlygur Smári og bætir við að sigurinn hafi vissulega áhrif á frekara samstarf þeirra Heru. NÝR OG SPENNANDI MARKAÐUR „Það hefur opnast góður möguleiki á að koma fleiri lögum á suðurameríska markaðinn. Bæði lögum sem við höfum samið nú þegar og nýjum lögum. Þarna er gríðarlega stór og spennandi mark- aður. Ég hef gaman af allri góðri tónlist og þar er meðtalin svokölluð latín- músik. Hins vegar eru þessar þjóðir eins og við, opnar fyrir alþjóðlegri tónlist. Keppnin skiptist í tvo riðla, annars vegar svæðisbundna þjóðlagatónlist og hins vegar alþjóðlega popptónlist.“ Þegar Örlygur Smári er spurður um verðlaunaféð, hvort hann verði ríkur af þessari velgengni, svarar hann. „Nei, því miður. Verðlaunin fóru beint til plötu- útgáfunnar í Síle. Það hjálpar henni að markaðssetja okkur á þessu svæði og við fáum síðan tekjur af því þegar lagið er spilað. Listamennirnir fá oft minnstan hlut,“ segir hann. „Ég hef verið mjög upptekinn undan- farna tvo mánuði, bæði vegna Euro- vision og síðan ævintýris Heru í Síle. „Við Hera höfum hist eftir að hún kom heim og erum að velta fyrir okkur þeim tækifærum sem upp eru komin. Við þurfum að semja fleiri lög og texta fyrir þennan nýja markað og púðrið fer allt í það hjá mér þessa stundina.“ HOKINN AF REYNSLU Örlygur Smári hefur átt velgengni að fagna með lögin sín. Hann hefur fjórum sinnum unnið Söngvakeppni Sjónvarps- ins. Fyrir utan þau tvö lög sem þegar hafa verið nefnd átti hann lagið Tell Me árið 2000 og This is My Life árið 2008. Árið 2006 og 2009 átti hann einnig lög í undankeppninni sem hlutu þó ekki náð fyrir eyrum dómara landsins í gegnum símakosningu. Hann er sjálflærður í tónlist, segist glamra á gítar og píanó en kann ekki að lesa nótur. Örlygur Smári hefur mikla reynslu í þátttöku í Eurovision-keppninni. „Jú, ég veit nákvæmlega hvernig þarf að undir- búa atriðið og þessa dagana erum við á fullu í því. Gaman er að segja frá því að til er texti við lagið á alls fjórum tungu- málum, frönsku, íslensku, ensku og spænsku. Á meðan við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun með lokaútgáfuna er rétt að segja sem minnst um hana. Hins vegar styttist í að lagið heyrist opinberlega í endanlegri útgáfu,“ segir Örlygur Smári. „Við leggjum áherslu á að atriðið verði áhrifamikið.“ SÝNINGARGLUGGI TÓNLISTAR Örlygur Smári segist vera farinn að hlakka mikið til að fara til Malmö í vor. Hann er altalandi á sænsku, enda alinn upp í Stokkhólmi sem barn og stundaði seinna nám í hljóðupptökum þar í landi. „Það hefur alltaf verið mikið lagt í þessa LAGAKÓNGUR Á LÍF FRÆGÐ Lagahöfundurinn Örlygur Smári jók heldur betur tækifæri sín á erlendum vettvangi þegar Hera Björk Þórhallsdóttir bar sigur úr býtum í söngvakeppni í Síle fyrir stuttu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.