Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 58
| ATVINNA |
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Ráðgjöf vegna umsókna og aðstoð vegna uppsetningu lífsýnasafna
» Eftirlit með geymslu og skráningu lífsýna og eftirlit með geymslustöðum
» Áhættumat og uppfærsla gæðahandbókar lífsýnasafna
» Eftirlit með afgreiðslu lífsýna
Hæfnikröfur
» Íslenskt starfsleyfi lífeindafræðings, náttúrufræðings eða annað
háskólanám innan heilbrigðisvísinda sem hentar til starfsins
» Færni og reynsla í notkun upplýsingakerfa
» Góð samskiptafærni og skipulagshæfileikar
» Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
» Reynsla og þekking á rekstri lífsýnasafna og á lögum og reglugerðum þar
um er kostur
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2013.
» Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. júní 2013 eða eftir
samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir, jonjj@landspitali.is,
sími 824 5917
» Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá.
Öryggis- og gæðastjóri
lífsýnasafna rannsóknarsviðs
Laust er til umsóknar starf öryggis- og gæðastjóra lífsýnasafna rann-
sóknarsviðs Landspítala. Starfssviðið nær yfir lífsýnasöfn innan sýkla-
og veirufræðideildar, rannsóknarkjarna - klínískrar lífefnafræði og
blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræðideildar og ónæmis-
fræðideildar og önnur söfn eftir því sem við á.
Öryggis- og gæðastjórinn starfar fyrir stjórnir lífsýnasafna svo og með
umsjónaraðilum lífsýna á rannsóknadeildum og öðrum deildum
Landspítala.
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Klínísk vinna á bráðamóttöku, legu- og göngudeildum
skurðlækningasviðs auk vaktaskyldu
» Þátttaka í kennslu- og fræðslustarfi sérgreina
» Þátttaka í vísindavinnu
» Handleiðsla og kennsla kandídata og læknanema
Hæfnikröfur
» Almennt lækningaleyfi
» Færni í mannlegum samskiptum
» Öguð vinnubrögð
» Íslenskukunnátta
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2013.
» Starfshlutfall er 100% og veitast störfin til tveggja ára eða samkvæmt
samkomulagi.
» Upplýsingar veita Guðjón Birgisson, yfirlæknir, netfang
gudjonbi@landspitali.is, sími 543 1000 og Margrét Brands Viktorsdóttir,
læknir, netfang margrbr@landspitali.is, sími 825 3501.
» Umsókn skal fylgja náms- og ferilskrá. Viðtöl verða höfð við umsækjendur
og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim og innsendum
gögnum.
» Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast LSH
skrifstofu framkvæmdastjóra skurðlækningasviðs 13A við Hringbraut fyrir
23. mars 2013.
Skurðlækningasvið
Læknar í starfsnámi
Laus eru til umsóknar störf lækna í starfsnámi á skurðlækningasviði
Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitast störfin til tveggja ára eða
samkvæmt samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í
sumar eða samkvæmt samkomulagi. Starfsnámið nýtist til framhaldsnáms
í sérgreinum skurðlækninga.
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar um forsendur ráðningar er að finna á heimasíðu Landspítala.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Hjúkrunarfræðingur ákveður, skipuleggur og veitir hjúkrunarmeðferð
í samráði við skjólstæðinga og ber ábyrgð á meðferð, samkvæmt
starfslýsingu.
Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Faglegur metnaður
» Góð samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
Einnig er laust starf hjúkrunarnema á deildinni í sumar
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2013.
» Starfshlutfall er samkomulag og veitist starfið frá 1. apríl 2013 eða eftir
samkomulagi.
» Upplýsingar veitir Elín María Sigurðardóttir, deildarstjóri, netfang
elinmsig@landspitali.is, sími 824 5914.
Hjúkrunarfræðingur
og hjúkrunarnemi
Starf hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild 12G er laust til umsóknar.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi og í boði er góð einstaklingsaðlögun
undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga og frábært starfsumhverfi sem
býður upp á möguleika til að dýpka þekkingu.
Deildin þjónar einstaklingum sem glíma við sjúkdóma í neðri hluta
kviðarhols ásamt ýmsum bráðasjúkdómum sem tengjast meltingarvegi.
Vélstjórar, vélvirkjar og rafeindarvirkjar
óskast til starfa hjá Yanmar-umboðsaðila
og vélaverkstæði í Drøbak, Oslofjorden.
Við leitum eftir:
Starfsmönnum sem eru jákvæðir, sjálfstæðir og sem vinna
vel í hóp. Viðkomandi verður að vera vélstjóri, vélvirkji
eða rafeindarvirki. Reynsla af bátaiðnaði er kostur, en ekki
nauðsynlegur. Bílpróf er nauðsynlegt.
Verkefni:
Viðgerðir: Díselmótorar með vélrænni innspýtingu og
Common Rail, gíra og skrúfukerfi og ýmis önnur spenn-
andi verkefni í bátum. Uppsetning og viðhald á flest öllum
stjórntækjum í bátum t.d plotter, ratar ofl.
Staðsetning vinnusvæðis:
Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í Drøbak, á Husvikholmen
Sjøsenter. Starfsumhverfið er í allri Osló og Akershus.
Við bjóðum upp á:
Viðurkennt og þægilegt starfsumhverfi með möguleika á
starfsþróun. Fjölbreytt verkefni, góð laun og lífeyrir fyrir
hæfan einstakling. Við hjálpum til við að finna húsnæði.
Meiri upplýsingar um fyrirtækið er á heimasíðunni:
www.krogsrudmarine.no
Ef þú ert áhugasamur og vilt vita meira um starfið, getur þú
gjarnan haft samband á emaili eða hringt í Tjøstel Krogsrud
(senior) eða Tjøstel Andre Krogsrud (junior) í síma 0047 415
05 5000.
Við munu svo koma til Íslands og hitta umsækjendur eftir páska.
Umsókn sendist á emailið: krogsrud@krogsrudmarine.no
Krogsrud Marine Service AS
Husvikholmen 10
1443 Drøbak
Traust og framsækið fyrirtæki leitar af duglegum
og heiðarlegum söluráðgjafa, með einstaka hæfni
í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði , drifkraftur og skipulögð vinnubrögð
eru góðir eiginleikar. Þarf að geta unnið í hóp á
vandkvæða.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir ásamt Starfsferilsskrá sendist á
trausti@sparnadur.is
9. mars 2013 LAUGARDAGUR8