Fréttablaðið - 09.03.2013, Síða 63
Reiknistofa bankanna hf. leitar að framsæknum einstaklingi í stöðu fjármálastjóra sem heyrir
undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Viðkomandi einstaklingur mun
gegna lykilhlutverki í að raungera metnaðarfull áform félagsins.
RB hefur á undanförnum misserum farið í gegnum viðamiklar breytingar og mun breytast og
eflast enn frekar á komandi árum. Félagið sérhæfir sig í hugbúnaðar- og tækniþjónustu við
íslensk fjármálafyrirtæki. Markmið RB er að verða alhliða þjónustumiðstöð og þannig gegna
lykilhlutverki í hagræðingu á íslenskum fjármálamarkaði. Í dag starfa um 180 manns hjá RB
en á síðasta ári velti félagið tæpum 3.700 milljónum króna.
Ábyrgðarsvið
» Tryggja hagkvæma og örugga ráðstöfun fjármuna og eigna félagsins
» Innleiða og þróa skilvirka bókhalds- og fjármálaferla
» Undirbúa fjárhags- og stjórnendaupplýsingar
» Upplýsingagjöf til stjórnar um fjármál félagsins
» Innleiða skilvirk ferli fyrir áætlunargerð, frávikagreiningu og fjárhagsspár
» Samskipti við ytri jafnt sem innri endurskoðendur
» Leiða viðræður við fjármálastofnanir um fjármögnun RB
» Tryggja að sviðið styðji sem best við stefnu og gildi félagsins
Hæfniskröfur
» Framhaldsnám á sviði fjármála, endurskoðunar eða viðskiptafræði
» Haldgóð stjórnunarreynsla í uppbyggingu og rekstri fjármálasviðs
» Reynsla af endurskoðun, mótun ferla og samskiptum við lánastofnanir
» Geta til að hvetja og leiða breytingar
» Færni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til 17. mars 2013. Hægt er að sækja um á www.rb.is.
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, í síma 569 8877, Fridrik.Thor.Snorrason@rb.is.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra
samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, frumkvæði og traust eru undirstaða allra verka.
Framsækinn leiðtogi á
sviði fjármálastjórnunar
Kalkofnsvegi 1
150 Reykjavík
www.rb.is
kopavogur.is
Skrifstofustjóri/lögfræðingur umhverfissviðs
Yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar
velferðarsviðs
Ráðgjafi í Áttuna - uppeldisráðgjöf
Verkstjóri hjá Örva starfsþjálfun
Þroskaþjálfi í Kópavogsskóla
Tónmenntakennari í Smáraskóla
Skólaliði í gangavörslu/ræstingar í Lindaskóla
Stuðningskennsla í leikskólann Álfatún
Leikskólakennari í leikskólann Álfatún
Leikskólakennari í leikskólann Baug
Leikskólakennari í leikskólann Kópastein
Matráður í leikskólann Núp
Eingöngu er hægt að sækja um störfin
rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is
Spennandi störf
í Kópavogi
Spen andi störf
í Kópavogi