Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 95
LAUGARDAGUR 9. mars 2013 | MENNING | 67
Þegar ég var fjórtán ára var ég, eins og unglinga er
siður gjarnan, í leit að svörum við spurningum lífsins.
Þau var torvelt að finna, því spurningarnar voru þess
eðlis að svörin við þeim voru ekki endilega af rótum
raunsæis. En skyndilega, einn daginn, helltist yfir mig
ljóðrænt æði. Ég uppgvötvaði ljóðabók Nínu Bjarkar
Árnadóttur, Undarlegt er að spyrja mennina, og það
opnaðist fyrir allar ljóðrænar æðar í mínum skrokki og
ég fann hvernig hin ljóðræna sýn á heiminn gaf honum
aðrar og nýjar víddir. Það var eins og dregið hefði verið
frá augum mínum og skynjun. Í kjölfarið
las ég tvær ómótstæðilegar bækur, að
mér fannst; Litla prinsinn eftir franska
skáldið og flugmanninn Antoine de Saint-
Exupéry í þýðingu Þórarins Björnssonar,
og Platero og ég eftir spænska skáldið
Juan Ramón Jiménez í þýðingu Guðbergs
Bergssonar. Næst greip ég ljóðabók Guð-
bergs Endurtekin orð og fann þar mörg
svör... og reyndar fleiri spurningar, sem var
nú bara betra! Síðan fór ég að fikra mig
eftir skáldaslóð Guðbergs. Þar hef ég gjarn-
an haldið mig síðan, allavega aldrei fjarri.
Undarlegt er að spyrja mennina
eft ir Nínu Björk Árnadóttur
BÓKIN SEM
BREYTTI
LÍFI MÍNU
Viðar
Eggertsson
Stjórnandi
Útvarpsleikhússins
HÁSKÓLADAGURINN 2013 ASKJA 9. mars kl. 12–16
PI
PA
R
\T
BW
A
S
ÍA
13
06
63
KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net
NÁMSFRAMBOÐ ORKU- OG
UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI
MEKATRÓNÍK
HÁTÆKNIFRÆÐI
BÝR Í ÞÉR
TÆKNIFRÆÐINGUR?
TÆKNIFRÆÐINÁM (BS)
Keilir býður upp á fjölfaglegt og hagnýtt tæknifræðinám á háskólastigi,
í samvinnu við Háskóla Íslands, sem veitir útskrifuðum nemum rétt til að
sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám.
Nemendur geta valið um mekatróník hátæknifræði eða orku- og umhverfis-
tæknifræði. Námið hentar vel þeim sem hafa verkþekkingu og áhuga á
tæknilegum lausnum og nýsköpun.