Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 104

Fréttablaðið - 09.03.2013, Side 104
9. mars 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 76 KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net HÁSKÓLADAGURINN 2013 HÁSKÓLABRÚ (STAÐNÁM) FÉLAGSVÍSINDA- OG LAGADEILD HUGVÍSINDADEILD VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐIDEILD VERK- OG RAUNVÍSINDADEILD Háskóladagurinn, Askja og Háskólatorg kl. 12–16 Keilir kynnir BS-nám í tæknifræði í Öskju og Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu á Háskólatorgi. Kynntu þér Keili, spennandi nám og ný tækifæri! EINKAFLUG ATVINNUFLUG FLUGUMFERÐARSTJÓRN FLUGÞJÓNUSTA FLUGVIRKJUN FLUGAKADEMÍA ÍÞRÓTTAAKADEMÍA ÍAK EINKAÞJÁLFUN ÍAK ÍÞRÓTTAÞJÁLFUN TÆKNIFRÆÐINÁM (BS) ORKU- OG UMHVERFISTÆKNIFRÆÐI MEKATRÓNÍK HÁTÆKNIFRÆÐI NÝTT TÆKIFÆRI TIL NÁMS ASKJA 9. mars kl. 12–16 Mark Wahlberg er orðinn einn ríkasti og vinsælasti leikari Bandaríkjanna. Fjórar nýjar myndir með honum koma út á þessu ári og svo virðist sem allt sem hann snerti verði að gulli. Hvernig ætli þessi fyrrum rappari og nærabuxnafyrirsæta hafi náð svona langt? Ef þú hefðir heyrt nafnið Mark Wahlberg fyrir tuttugu árum hefðirðu vafalítið tengt það við Calvin Klein-nærbuxurnar og rapparann Marky Mark. En eftir að hann lék í myndinni Boogie Nights árið 1997 er hann orðinn einn eftirsóttasti leikari Bandaríkjanna. Þar hjálpa til myndir á borð við The Departed, Planet of the Apes, The Fighter, Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrði og gamanmyndin Ted, sem sló rækilega í gegn í fyrra. Wahlberg var í fyrra í níunda sæti á lista tíma- ritsins Forbes yfir hæst launuðu leikara Banda- ríkjanna, rétt á eftir Johnny Depp og Will Smith. Fjórar myndir koma út með honum á þessu ári, fyrst spennutryllirinn Broken City þar sem hann leikur á móti Russell Crowe. Á eftir henni kemur vaxtarræktarmyndin Pain & Gain, því næst 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks, og loks hasarmynd- in Lone Survivor. Á næsta ári er svo væntanleg með honum Transformers 4. „Ég veit að það sem ég hef upplifað er ekki eitt- hvað sem fólk upplifir venjulega,“ sagði hinn 41 árs leikari á vefsíðu BBC. „Þess vegna er ég mjög þakklátur og reyni að vera eins auðmjúkur og ég get. Ég geri ráð fyrir því að þessi velgengni vari ekki að eilífu.“ Wahlberg var yngstur níu systkina sem ólust upp í Boston. Á unglingsaldri lenti hann í kasti við lögin. Eftir að hann varð háður kókaíni þegar hann var aðeins þrettán ára hóf hann glæpaferil. Þremur árum síðar var hann ákærður fyrir morðtilraun eftir að hann rést á mann og blindaði hann á öðru auga. Wahlberg játaði sekt sína og var dæmdur í tveggja ára fangelsi en var sleppt lausum eftir 45 daga. Í fangelsinu fékk hann tíma til að hugsa og ákvað að snúa við blaðinu. Hann hóf feril sem tónlistarmaður og bróðir hans Donnie úr strákabandinu New Kids On The Block, tók upp fyrstu plötu hans. Fyrsta smáskífulagið Good Vibrations komst á vinsældarlista víða um heim árið 1991. Wahlberg þakkar prestinum sínum og trúnni fyrir að hafa náð að breyta lífi sínu til hins betra. Hann er kaþólskur og er duglegur að mæta í messu hvar sem hann er í heimin- um. Hann er lítið fyrir glamúrlífið í Hollywood og segir þá daga liðna, enda er hann kvæntur fjögurra barna faðir. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa hitt ótrúlega konu og eignast með henni fjögur falleg börn. Það á ekkert eftir að eyðileggja það sem ég á núna,“ sagði hann. freyr@frettabladid.is Þakkar trúnni fyrir að vera á toppnum Mark Wahlberg leikur í fj órum nýjum myndum á þessu ári. Eft ir erfi ða æsku í Boston er hann orðinn einn ríkasti og vinsælasti leikararinn í Hollywood. Auk þess að vera leikari er Wahlberg kvikmynda- og sjónvarpsþáttafram- leiðandi. Hann er maðurinn á bak við þáttaröðina Entourage sem er að hluta til byggð á ævi hans. Hann er einnig einn af framleiðendum þáttanna Boardwalk Empire og var einn af framleiðendum Contraband og Broken City. Wahlberg hefur jafnframt lýst yfir áhuga á að leikstýra og stefnir á að hætta í leiklistinni í kringum fimmtugt. Framleiðir sjónvarpsþætti og bíómyndir MARK WAHLBERG– TÍMALÍNA 4 Mark Wahl- berg leikur í fj órum nýjum kvikmyndum á þessu ári, þar á meðal Broken City og 2 Guns. Gerist einn af stofnmeðlimum strákabandsins New Kids on the Block. 1971 1984 1987 1991 1993 1997 2006 2012 2013 Fæðist í Boston í Massa- chusetts í Bandaríkjunum Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir morðtilraun og líkamsárás. Fyrsta plata Marky Mark and the Funky Bunch kemur út. Gerist nær- fatamódel fyrir Calvin Klein. 2012, Contraband frumsýnd. 2013, 2 Guns frumsýnd, í leikstjórn Baltasars Kormáks. Leikur sitt fyrsta hlutverk í sjón- varpsmyndinni The Substitute. Slær í gegn sem leikari í kvikmynd- inni Boogie Nights. Tilnefndur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í The Departed.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.