Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Ferðahýsi26. MARS 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3 Þegar verslað er við okkur á fólk við-skipti við rótgróið fyrirtæki. Það má hafa það í huga þegar fólk ákveður hvert það beinir viðskiptum sínum,“ segir Gunnar Jónsson, sölustjóri hjá Seglagerð- inni Ægi, en Seglagerðin er eitt af elstu fyr- irtækjunum á landinu. „Við höfum starfað í hundrað ár og hér hefur sama fólkið unnið í áratugi. Við byggjum því á mikilli þekk- ingu og reynslu.“ Hjá Seglagerðinni Ægi er rekin stærsta saumastofa landsins. Þar eru saumuð for- tjöld á allar tegundir fellihýsa, svefntjöld og grjótgrindanet svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fá sérsaumað eftir þörfum og segir Gunnar alla þjónustu veitta með bros á vör. „Við þjónustum allan markaðinn,“ segir Gunnar. Þá hefur Seglagerðin Ægir hannað og framleitt tjaldvagna sérstaklega fyrir ís- lenskar aðstæður um árabil. „Við byrjuðum árið 1996 að hanna og smíða Ægis-tjaldvagnana fyrir íslensk- ar aðstæður og þeir eru okkar vinsælasta söluvara enn í dag. Við vorum eina fyrir- tækið sem bauð upp á íslenska hönnun í tjaldvögnum þar til fyrir ári,“ segir Gunnar og bætir við að Ægis-vagnarnir hafi verið mest seldu tjaldvagnarnir hér á landi um árabil og reynst vel. „Þessir vagnar eru á stærri dekkjum en gengur og gerist og hærri. Búið er að þétta þá svo ryk kemst ekki inn í þá en við saum- um tjaldið úr sama dúk og Ægis-tjöldin. Tjaldið er einnig hannað til að standast rok og ágang veðurs við íslenskar aðstæður. Við erum alltaf að þróa tjaldvagnana eftir kröfum viðskiptavina. Þá látum við einnig breyta þeim fellihýsum sem við flytjum inn svo þau henti einnig íslenskum aðstæð- um,“ segir Gunnar. Hann segir Seglagerð- ina Ægi einfaldlega bjóða allt sem þurfi til ferðalaga. „Við bjóðum upp á heildarpakkann til ferðalaga. Ef einhvern vantar eitthvað þá útvegum við það. Við seljum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla og einnig alla fylgihluti og varahluti. Þá rekum við verk- stæði fyrir alla þessa vagna og þjónustum allar tegundir á markaðnum. Það geta allir komið til okkar.“ Heildarþjónusta í hundrað ár Seglagerðin Ægir hefur fylgt Íslendingum í útilegur í heila öld. Fyrirtækið selur allt til ferðalaga og starfrækir auk þess öflugt verkstæði. Seglagerðin Ægir er eitt af elstu fyrirtækjum á landinu en það hefur starfað í heila öld. „Hjá okkur fæst allt til ferðalaga,“ segir Gunnar Jónsson sölustjóri. „Tabbert-hágæða- hjólhýsin hafa aldrei verið glæsilegri en nú en við bjóðum þau á sambærilegu verði og mun ódýrari tegundir erlendis.“ MYND/GVA Opið Mán. - föstudagur 10:00- 18:00 Laugardagur 11:00- 16:00 Sunnudagur 12:00-16:00 Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is Þar sem ferðalagið byrjar TIL ÞJÓNUSTU Í 100 ÁR ÆGISVAGNINN + FORTJALD kr. 1.190.000. PALOMINO verð frá kr. 1.890.000. TABBERT HJÓLHÝSIN LÍTTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ FÆRÐU HJÁ OKKUR!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.