Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 22
FÓLK|HEILSA GÖNGUGARPAR „Þorgerður byrjaði þegar hún var sjö ára. Lára fór fyrstu dagleiðina sína þegar hún var fimm ára og Óli sem er sex ára fór í fyrstu gönguna síðasta sumar og byrjaði bratt því við fórum Vonarskarðið og lentum í hellirigningu allan síðasta daginn. Það var mikil hetjuferð,“ segir Brynhildur. MYND/VILHELM GENGIÐ Í BLÍÐUNNI Sólin skín líka á göngu- garpana þó stundum þurfi að klæða sig vel. Daginn sem ég varð fertug fór ég með elstu dóttur mína, sem þá var sjö ára, í gönguferð frá Reykjanesvita í Bláa lónið. Við ákváð- um þá að ganga þvert yfir landið í áföngum á tíu árum og að þetta yrði fyrsti spölurinn. Nú höfum við gengið í fimm sumur, 4-5 daga í senn. Við köllum þetta Mömmugönguna,“ segir Brynhildur Ólafsdóttir fjallaleiðsögu- maður. Þær mæðgur fengu gjarnan félags- skap vinkvenna og vina á göngunni til að byrja með og svo bættust systkinin við eftir því sem þau eltust. Brynhildur segir lítið mál að þvælast í margra daga göngur með þrjú börn, svo lengi sem leiðangurinn stoppar oft til að skoða það sem fyrir augu ber. „Ég er orðin snillingur í alls kyns bullsögum,“ segir hún hlæjandi. „Ég segi þeim gömlu þjóðsögurnar og bæti við þær og skreyti og hef þær eins lang- ar og ég mögulega get. Þetta er líka frá- bær kennsla í jarðfræði. Stundum þarf ég að grisja gegnum bakpoka krakk- anna til að létta þá því þau eru miklir steinasafnarar,“ segir hún sposk. Gangan síðasta sumar var fyrsta gangan þar sem fjölskyldan gekk öll saman og fóru þau um Vonarskarð. Þau gengu með allan búnað á bakinu og lentu í hellirigningu síðasta daginn og skriðu hundblaut í skála um kvöldið. „Venjulega hefur maðurinn minn keyrt búnaðinn á undan okkur, tjaldað og verið byrjaður að grilla þegar við komum í náttstað. En í fyrra var ekki hægt að „trússa“ svo við gengum sam- an fjölskyldan. Þetta var mikil hetjuferð og ótrúlega skemmtileg þó við höfum verið eins og hundar á sundi síðasta daginn. Þarna vorum við í algjörri ein- angrun saman í nokkra daga og höfðum góðan tíma til að spjalla. Það verða svo mikil samskipti í svona ferðum sem er frábært,“ segir Brynhildur. Næsta sumar mun fjölskyldan ganga norðan Tungnafellsjökuls. „Við göngum ekki alveg beina leið heldur þræðum svæði sem okkur finnst falleg og skemmtileg. Næsta sumar löbbum við fyrir norðan Tungnafells- jökul, niður með Skjálfandafljóti áleiðis að Mývatni og tökum Jökulsárgljúfrin. Svo endum við á Langanesi árið 2017, eða þar um bil. Við eigum reyndar eftir einn part sem við munum taka undir lokin, Þjórsárverin. Þar þarf að vaða svo mikið að við ætlum að bíða með það þar til krakkarnir verða orðnir stærri.“ En ætla þau að láta staðar numið þegar lokaáfanga verður náð? „Krakkarnir eru reyndar farin að spyrja hvort það verði ekki Pabbaganga sem taki við. Það er svo gaman að hafa svona einn fastan punkt í sumrinu sem allir bíða eftir.“ ■ vidir@365.is KRAKKAR GETA ALLT FJÖLSKYLDUVÆN ÚTIVIST Brynhildur Ólafsdóttir fjallaleiðsögumaður ætlar að ganga þvert yfir landið með krökkunum sínum. Þau eru tæplega hálfnuð með áætlunina og stefna á ferðalok árið 2017. BRUGÐIÐ Á LEIK Brynhildur segir galdurinn á bak við langar gönguferðir með börn að stoppa oft, skoða sig um og leika sér. MYND/ÚR EINKASAFNI KALDIR KRAKKAR Þorgerður, Lára og Óli njóta gönguferðanna og segir Bryn- hildur fjölskylduna eiga gæðasamverustundir í einangruninni. ■ SKEPNUSKÖPUN Sýning Róshildar Jónsdóttur vöruhönn- uðar á módelum úr fiskbein- um stendur nú yfir í Sparki. Spark er til húsa á Klapparstíg 33 í Reykja- vík en ranglega var farið með heimilisfangið í fyrri umfjöllun í blaðinu. Sýningin stendur til 31. maí en opið er virka daga frá klukkan 10.00 til 18.00 og á laugardögum milli klukkan 12.00 og 16.00. Nánari upplýsingar er að finna á www.sparkdesignspace.com. SÝNING Á KLAPPARSTÍG handhægi D-vítamín úðinn, hámarksnýting Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Eru ekki allir örugglega að fá sér D vítamín núna? 3 mánaða skammtur www.gengurvel.is Meðal efnis í blaðinu eru siðir og venjur, veislumatur, förðun, brúðkaupsmyndir ásamt ýmsu skemmtilegu tengdu brúðkaupinu. Tryggið ykkur pláss sem allra fyrst. Umsjón auglýsinga í Brúðkaupsblaðið eru: Elsa s: 512-5427 elsaj@365.is Jóna María s: 512-5473 jmh@365.is BRÚÐKAUPSBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS KEMUR ÚT MIÐVIKUDAGINN 27. MARS Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.