Fréttablaðið - 26.03.2013, Qupperneq 50
26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 34
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
Audi Q7 quattro
Árgerð 2007, 233 hestafla dísilvél, sjálfskiptur,
fjórhjóladrifinn, ekinn 90 þús. km.
Bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, geisladiskamagasín,
handfrjáls búnaður, hleðslujafnari, hraðastillir, kastarar,
leðuráklæði, loftkæling, S-line útlitspakki, Xenon aðalljós,
þakbogar, þjófavörn, 20" álfelgur o.fl.
Gæða-
bíll
ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18og laugardaga kl. 12-16
Verð 6.490.000 kr.
SPORT
KR-ingar urðu á sunnudagskvöldið fyrstir til þess að
tryggja sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar
karla í körfubolta eftir tvo sigra á Þór úr Þorláks-
höfn. KR-ingar urðu þar með annað liðið í sögu
úrslitakeppninnar (frá því að núverandi
kerfi var tekið upp 1997) sem kemur inn
í úrslitakeppnina í sæti númer sjö og
fer áfram í undanúrslitin.
Það hafði bara gerst áður árið 2008
þegar ÍR sló út þáverandi Íslands-
meistara KR eftir sigur í oddaleik í
DHL-höll þeirra KR-inga. Benedikt Guð-
mundsson, þjálfari Þórs, þjálfaði einmitt
líka KR-liðið sem datt úr fyrir fimm árum
og hann þjálfaði enn fremur eina liðið sem
hefur dottið út fyrir liði númer átta (Grindavík
1998). Benedikt er eini þjálfarinn sem þekkir það
að tapa fyrir liði sjö eða átta.
ÍR-ingar voru nálægt því að fara alla leið 2008, því
þeir unnu tvo fyrstu leikina í undanúrslitunum
á móti Keflavík. Keflvíkingar náðu hins
vegar að koma til baka með því að vinna
þrjá leiki í röð. KR getur hins vegar orðið
fyrsta liðið úr 7. eða 8. sæti sem tekst að
komast alla leið í úrslitaeinvígið gangi
hlutirnir áfram vel hjá Vesturbæingum
í undanúrslitunum sem hefjast í
næstu viku. Skagamenn (eina liðið
í 8. sæti sem hefur komist áfram) duttu út
fyrir KR í undanúrslitum 1998.
Eini þjálfarinn sem þekkir það að tapa fyrir liði sjö eða átta
ÚRSLIT
N1 DEILD KARLA Í HANDBOLTA
VALUR - AFTURELDING 25-21 (13-11)
Mörk Vals (skot): Finnur Stefánsson 7/1 (8/1),
Valdimar Þórsson 4 (7), Gunnar Harðarson 2 (2),
Atli Már Bárus. 2 (3), Sveinn Sveinss. 2/1 (3/1),
Nikola Dokic 2 (6), Fannar Þorbjörnss. 1 (1), Gunnar
Þórss. 1 (1), Lárus Ólafss. 1 (1), Vignir Stefánss. 1
(1), Þorgrímur Ólafss. 1 (2), Orri Gíslas. 1 (2).
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 7 (17/1, 41%),
Hlynur Morthens 4 (15/4, 27%).
Mörk Aftureldingar (skot): Jóhann Jóhannsson
9/5 (12/5), Benedikt R. Kristinsson 4 (5), Þrándur
Gíslason 2 (3), Birkir Benediktsson 2 (4), Árni
Bragi Eyjólfsson 1 (1), Sverrir Hermannsson 1 (4),
Hrafn Ingvarsson 1 (4), Hilmar Stefánsson 1 (5).
Varin skot: Davíð Svansson 5 (26/2, 19%), Smári
Guðfinnsson 2 (6, 33%).
HK - AKUREYRI 23-21 (11-9)
Mörk HK (skot): Tandri Már Konráðsson 7 (13),
Ólafur Víðir Ólafsson 5 (5), Bjarki Már Elísson
5/1 (9/1), Jóhann Karl Reynisson 3 (7), Leó Snær
Pétursson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (2),
Eyþór Már Magnússon 1 (3).
Varin skot: Arnór Fr. Stefánsson 16 (36/2, 44%).
Mörk Akureyrar (skot): Geir Guðmundsson 5
(10), Heiðar Þór Aðalsteinsson 4 (6), Guðmundur
H. Helgason 4 (9), Bjarni Fritzsson 3 (3), Jón
Heiðar Sigurðsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2/2
(4/2), Halldór Örn Tryggvason 1 (2).
Varin skot: Jovan Kukobat 15 (36/1, 42%), Stefán
Guðnason 1 (3, 33%).
FRAM - ÍR 23-26 (9-12)
Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 6 (12),
Stefán Darri Þórsson 4 (7), Elías Bóasson 3 (4),
Garðar B. Sigurjónsson 3 (4), Hákon Stefánsson
2 (2), Sigfús Páll Sigfússon 2/1 (6/3), Ægir Hrafn
Jónsson 1 (1), Jón Arnar Jónsson 1 (2), Stefán
Baldvin Stefánsson 1 (5), Arnar Magnússon (1).
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 6 (24/1, 25%),
Magnús Erlendsson 3 (11/1, 27%).
Mörk ÍR (skot): Björgvin Hólmgeirsson 9 (14),
Davíð Georgsson 5 (5), Sturla Ásgeirsson 5/2 (6/2),
Guðni Már Kristinsson 5 (9), Daníel Ingi Guð-
mundsson 2 (2), Sigurður Magnússon (2), Sigurjón
Friðbjörn Björnsson (2).
Varin skot: Kristófer F. Guðm. 14/1 (37/2, 38%).
HAUKAR - FH 21-22 (9-13)
Mörk Hauka (skot): Árni Steinþórsson 7 (10),
Freyr Brynjarsson 3 (4), Jón Þorbjörn Jóhannsson
3 (4), Sigurbergur Sveinsson 3/1 (9/1), Elías Már
Halldórsson 2 (5), Matthías Ingimarsson 1 (1),
Adam Baumruk 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (6).
Varin skot: Einar Ólafur Vilmundarson 18 (30/2,
60%), Giedrius Morkunas 5 (15/1, 33%).
Mörk FH (skot): Einar Rafn Eiðsson 5/3 (11/3), Ás-
björn Friðriksson 4 (12), Þorkell Magnússon 3 (4),
Ragnar Jóhannsson 3 (7), Magnús Óli Magnússon
3 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Ísak Rafnsson
1 (1), Andri Berg Haraldsson 1 (4).
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 8 (29/1, 28%).
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KARLA
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT, LEIKUR TVÖ
NJARÐVÍK - SNÆFELL 105-90 (54-45)
Njarðvík: Nigel Moore 30/13 fráköst, Elvar Már
Friðriksson 20/5 stoðsendingar, Marcus Van 13/11
fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 11, Ólafur Helgi
Jónsson 10/6 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej
Stanislav Baginski 7, Hjörtur Hrafn Einarsson 5,
Brynjar Þór Guðnason 1.
Snæfell: Jay Threatt 19/6 fráköst/8 stoðsendingar,
Ryan Amaroso 15/10 fráköst, Sigurður Á. Þorvalds-
son 13, Jón Ólafur Jónsson 12, Hafþór Ingi Gunn-
arsson 11, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Pálmi Freyr
Sigurgeirsson 7/5 fráköst, Stefán Karel Torfason 2,
Þorbergur Helgi Sæþórsson 2, Ólafur Torfason 2.
Staðan í einvíginu er 1-1.
SKALLAGR. - GRINDAVÍK 78-102 (38-54)
Skallagrímur: Carlos Medlock 31, Páll Axel
Vilbergsson 14/6 fráköst, Sigmar Egilsson 9/4
fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/8 fráköst/7
stoðsendingar, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson
3/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Birgir Þór
Sverrisson 2, Egill Egilsson 2, Trausti Eiríksson 2.
Grindavík: Aaron Broussard 23/14 fráköst/7
stoðsendingar/6 stolnir, Samuel Zeglinski 20/6
stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14/4 fráköst,
Þorleifur Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þorsteins-
son 8/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 6, Ryan
Pettinella 6/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6, Davíð
Ingi Bustion 3, Einar Ómar Eyjólfsson 3, Daníel G.
Guðmundsson 2/4 fráköst.
Grindavík vann einvígið, 2-0.
ODDALEIKIR Á FIMMTUDAGSKVÖLD
Garðabær Stjarnan - Keflavík
Stykkishólmur Snæfell - Njarðvík
LOKASTAÐAN Í N1 DEILD KARLA
Haukar 21 15 1 5 508-448 31
FH 21 14 1 6 530-516 29
Fram 21 12 1 8 554-521 25
ÍR 21 10 1 10 529-543 21
HK 21 8 3 10 513-535 19
Akureyri 21 7 2 12 502-514 16
Valur 21 5 5 11 504-514 15
Afturelding 21 5 2 14 491-540 12
Afturelding féll en Valur fer í umspil um sæti sitt í
N1-deild karla.
ÚRSLITAKEPPNIN
Haukar - ÍR 13. apríl kl. 15.00
FH - Fram 13. apríl kl. 15.00
Þrjá sigra þarf til að komast í lokaúrslitarimmuna.
Þrjú Íslendingalið verða í pottinum í dag þegar dregið
verður í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í hand-
bolta en drátturinn fer fram í Vín. Þetta eru þýsku
liðin Kiel og Flensburg og pólska liðið Vive Targi
Kielce. Vive Targi Kielce, lið Þóris Ólafssonar, er
í fyrsta styrkleikaflokki með HSV Hamburg,
Veszprém og Barcelona en þessi lið geta þar
með ekki mæst. Kiel (lið Alfreðs Gíslason, Arons
Pálmarssonar og Guðjón Vals Sigurðssonar) og
Flensburg (lið Ólafs Gústafssonar og Arnórs
Atlasonar) eru í öðrum styrkleikaflokki með
Atlético Madrid og Metalurg. Þórir Ólafsson
var valinn í lið vikunnar fyrir að skora 8
mörk úr 10 skotum í 32-27 sigri Vive Targi
Kielce á Pick Szeged.
Þórir valinn í lið vikunnar
HANDBOLTI Íslenska landsliðið í
handbolta gaf um helgina skýr
skilaboð með tveimur frábærum
sigrum á sterku liði Svía í æfinga-
leikjum hér á landi. Svíar, sem
léku til úrslita á EM 2010, mættu
til leiks með sterkt lið en aðeins
vantaði skyttuna Linnea Torsten-
son. Þetta var fyrsti sigur Íslands
á Svíum í 49 ár eða frá því að
kvennalandsliðið vann 5-4 sigur
á Svíþjóð á leið sinni að Norður-
landameistaratitlinum árið 1964.
„Það er alltaf hægt að koma á
óvart í einum leik en mér fannst
það mikið styrkleikamerki að við
náðum að vinna báða leikina,“
sagði Rakel Dögg í samtali við
Fréttablaðið. „Það var í raun frá-
bært afrek.“
Ísland náði sér ekki á strik á
EM í Serbíu nú í desember síðast-
liðnum en stelpurnar töpuðu öllum
leikjum sínum þar. Rakel segir að
það hafi verið merkjanlega betri
liðsandi í hópnum í leikjunum um
helgina heldur en þá.
„Neistinn kom aftur. Eftir EM
ræddum við sérstaklega um að
það hafi vantað upp á bæði liðs-
heild og stemningu í liðinu. Við
höfðum svo sem engar skýringar
á því en ræddum það vel og lengi.
Við tókum okkur í gegn og það
hefur skilað sér, bæði á æfingu og
í leikjum.“
Rakel segir að aðkoma Við-
ars Halldórssonar íþróttafélags-
fræðings hafi haft mikið að segja.
„Hann hefur hjálpað okkur með
andlega þáttinn, bæði með því að
halda fyrirlestra um hin ýmsu mál
og vera með okkur á einstaklings-
fundum. Það hefur Ágúst lands-
liðsþjálfari einnig gert,“ segir
Rakel og lofaði hún forráðamenn
HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða
liðið.
„Hann er nú orðinn hluti af
landsliðsteyminu og hefur þegar
hjálpað okkur mjög mikið. Það er
ekkert vafamál,“ bætir hún við.
Ramune og Flora frábærar
Á tæpu ári hafa tveir leikmenn
bæst í íslenska landsliðið sem eru
af erlendu bergi brotnir. Skytt-
an Ramune Pekarskyte fæddist
í Litháen en fékk ríkisborgara-
rétt um mitt ár í fyrra. Svo bætt-
ist markvörðurinn Florentina
Stanciu, sem lék áður með rúm-
enska landsliðinu, í hópinn fyrr í
þessum mánuði.
Báðar þekkja vel til íslensks
handbolta eftir að hafa spilað
hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel
Dögg, sem spilaði með Florentinu
hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir
þær báðar styrkja liðið mikið.
„Fyrir utan það hversu góðar
þær eru í handbolta eru þetta frá-
bærar stelpur sem falla mjög vel
inn í hópinn. Flora er einn besti
markvörður heims að mínu mati
og hefur unnið mjög vel með [Guð-
nýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á
æfingum og í leikjum. Þær mynda
mjög sterkt markvarðateymi,“
segir Rakel.
„Svo var Ramune frábær í þess-
um leikjum gegn Svíum. Á EM
var hún nýkomin inn í landsliðið
og hafði nýlega verið meidd þar að
auki, en um helgina sýndi hún sitt
rétta andlit.“
Eigum möguleika gegn Tékkum
Það ræðst í byrjun júní hvort
Ísland kemst á HM í handbolta
sem haldið verður í Serbíu í des-
ember næstkomandi. Liðið mætir
þá Tékkum heima og að heiman.
„Tékkar eru með frábært lið en
við erum líka góðar þegar við spil-
um vel. Við eigum möguleika en
þurfum þá að spila eins og mann-
eskjur.“ eirikur@frettabladid.is
Tókum okkur í gegn
Ísland vann tvo frábæra sigra á sterku liði Svía í æfi ngaleikjum í Austurbergi
um helgina. Rakel Dögg Bragadóttir segir að það hafi verið mikið afrek að vinna
báða leikina. „Liðið endurheimti neista sem vantaði á EM í Serbíu,“ sagði hún.
BETRI STEMNING Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með
gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN