Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 8
6.105 daga voru sak- borningarnir sex samtals í gæslu- varðhaldi vegna málanna. | FRÉTTIR | 26. mars 2013 ÞRIÐJUDAGUR8 SKÝRSLA STARFSHÓPS UM GUÐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁLIN RENAULT KANGOO DÍSIL EYÐSLA 4,9 L / 100 KM* VINSÆLIR ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR RENAULT TRAFIC DÍSIL EYÐSLA 6,9 L / 100 KM* RENAULT MASTER DÍSIL EYÐSLA 8,0 L / 100 KM* E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 6 4 * E yð s la á 1 0 0 k m m ið a ð v ið b la n d a ð a n a k s tu r. BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533 www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. TRAFIC STUTTUR VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK. 2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK. MASTER MILLILANGUR VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK. 2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK. KANGOO II EXPRESS VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK. 1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK. 1 Lengd einangrunarvistar og tíðar og langar yfirheyrslur. 2 Einstaklingsbundnir áhættu-þættir. 3 Tíð óformleg samskipti rann-sakenda við sakborninga á meðan á rannsókn stóð, svo sem heimsóknir í klefa og ferðir með þá út úr fangelsinu. 4 Fjöldi samprófana, sem gat ýtt undir að sakborningar breyttu framburði sínum, aðeins vegna áhrifa annarra sakborninga. 5 Fjöldi vettvangsferða og tilrauna til að leita að líkum Guðmundar og Geirfinns. 6 Takmörkuð aðstoð lögmanna, en ljóst er að sakborningar fengu sjaldan að ræða einslega við lögmenn sína og dæmi eru um að þeim hafi beinlínis verið neitað um aðgang að lögmönnum. 7 Óttinn við að gæsluvarðhaldið yrði framlengt ef rannsakendur væru ekki sáttir við framburð þeirra. 8 Fangaverðir ræddu í einhverj-um tilvikum við sakborninga um atvik málanna og fóru með rannsakendum að leita að líkunum. Yfirfangavörður var mikið inni í rannsókn málsins og ræddi bæði við rannsakendur og sakborninga. 9 Svo virðist sem rannsakendur hafi haft „rörsýn“ við rannsókn og haft fyrirfram skoðun á sekt sakborninga og neikvæð viðhorf til sumra, einkum Sævars og Kristjáns Viðars. 9 ATRIÐI SEM DRAGA ÚR ÁREIÐANLEIKA JÁTNINGA Hafið er yfir allan skynsamleg- an vafa að framburður og játn- ingar Erlu Bolladóttur, Sævars Ciesielskis, Kristjáns Viðars Við- arssonar, Tryggva Rúnars Leifs- sonar, Alberts Klahn Skaftason- ar og Guðjóns Skarphéðinssonar í Guðmundar- og Geirfinnsmál- unum voru óáreiðanlegir. Þetta er megin niðurstaða sálfræðilegs mats í nýrri 500 blaðsíðna skýrslu starfshóps innanríkisráðuneyt- isins um málin, sem kynnt var í gær. Sálfræðingarnir Gísli H. Guðjónsson og Jón Friðrik Sig- urðsson gerðu sálfræðimatið. Starfshópurinn telur í ljósi þessa „veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný“. Hópurinn tiltekur þrjár mögu- legar leiðir til endurupptöku málsins. Í fyrsta lagi muni ríkis- saksóknari meta hvort tilefni sé til aðgerða af hálfu ákæruvalds- ins, í öðru lagi að sakborningarnir leiti sjálfir eftir því að málin verði tekin upp aftur og að það yrði stutt með opinberu fé, og í þriðja lagi að lagt verði fram frumvarp á Alþingi sem mæli fyrir um end- urupptöku málsins. Það sem er mjög óvenjulegt við rannsókn málanna er hin langa einangrunarvist sakborninga í gæsluvarðhaldi og vald rannsókn- ardómaranna til að úrskurða þá aftur og aftur í varðhald. „Vitað er að löng einangrunarvist getur haft alvarleg áhrif á hugsun fólks og líðan. Þekkt einkenni eru óróleiki, ruglástand, einbeitingarerfiðleik- ar, óskýr hugsun, brenglað raun- veruleikaskyn og svefntruflanir. Rannsóknir sýna einnig að langar yfirheyrslur leiða oft til þess að fólk gefur falskar játningar.“ Ljóst er af dagbókum Síðu- múlafangelsisins að sakborning- arnir sex voru yfirheyrðir mjög oft, mun oftar en skýrslur eru til um. Talað var við þá óformlega og í klefum þeirra, stundum að næturlagi og iðulega mjög lengi. „Þetta er alvarlegur galli á með- ferð sakamála og sýnir að alls ekki er unnt að treysta eingöngu á fyrir liggjandi skýrslur við mat á framburði sakborninga,“ segir í skýrslunni. „Slík vinnubrögð rannsakenda auka mjög hættu á að sakborningar játi aðild að málum sem þeir hafa hvergi komið nærri og hafa enga þekkingu á.“ Mjög áberandi er hversu mikið ósamræmi var á milli sakborn- inga og hversu mikið og oft þeir breyttu framburði sínum, að því er fram kemur í skýrslunni. Þetta hafi lögreglumenn túlkað sem til- raunir sakborninga til að flækja málin. „Það er eins og rannsak- endurnir hafi ekki litið á aðra möguleika en sekt sakborning- anna. Mun líklegra er að ósam- ræmið hafi stafað af þekkingar- leysi sakborninganna á málunum og að þeir hafi hvergi komið þar nálægt,“ segir í niðurstöðum sál- fræðinganna. thorunn@frettabladid.is Geirfinnsmál verði tekið upp aftur Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. Ljóst er að Hæstiréttur hafði ekki nægi- lega góða yfirsýn yfir aðgerðir lögreglu við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála, að mati starfshópsins. Ýmsir gallar hafi legið fyrir á rannsókn lögreglu þegar dómur Hæstaréttar féll árið 1980. Hópurinn segir að slá megi því föstu að yfir- heyrslur og viðtöl hafi verið margfalt fleiri en gögn gáfu til kynna. Réttur sakborninga til að njóta lögfræðilegrar aðstoðar hafi verið fyrir borð borinn oftar en dómstólar héldu, aðeins séu örfá dæmi í fangelsisdagbókum um að lögmenn hafi verið viðstaddir yfirheyrslur. Þá sést á yfirheyrsluskýrslu að framburður sexmenninganna í einangrun barst á milli þeirra. Þau fengu þannig upplýsingar um rannsóknartilgátur lögreglunnar. Lögreglan hafi litið svo á að hlutverk hennar væri að samræma framburðina, og einblínt of mikið á sekt þeirra. Neikvætt og fordómafullt viðhorf fangavarða í garð sakborninga, einkum Sævars Ciesielski og Kristjáns Viðars Viðarssonar, og sérstakt andrúmsloft og spenna í Síðumúla- fangelsi jók jafnframt álag á sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Starfshópinn skipuðu Arndís Soffía Sig- urðardóttir, formaður, Haraldur Steinþórsson og Jón Friðrik Sigurðsson. Auk þess störfuðu réttarsálfræðingurinn Gísli Guðjónsson og lög- fræðingurinn Valgerður María Sigurðardóttir með hópnum. - þeb ➜ Örfá dæmi um lögmenn viðstadda í yfirheyrslum: Hæstiréttur hafði ekki næga yfirsýn Framburður Guðjóns Skarphéðinssonar ber öll merki falskrar játningar, að mati sálfræðinganna. Hann hafi meðal annars sýnt ákafa við að hjálpa lögreglunni við að leysa málið, sýnt blint traust á yfirheyrendur, hafi haft vantraust á eigin minni og frjótt ímyndunarafl, hann hafi hægfara upplifað niðurbrot á raunveruleikamati og sýnt algjöra vangetu til að gefa lögreglu upplýsingar sem hægt var að staðfesta. Sú staðreynd að hann dró fram- burð sinn ekki til baka í mörg ár sé í fullu samræmi við vantrú á minn- ingar um sakleysi sitt og að vera tekinn trúanlegur. FÖLSK JÁTNING GUÐJÓNS KÚPLAÐ ÚT „Það sem upp úr okkur hefur komið eru játningaþulur, ekkert annað. Þetta er heilaþvottur, þetta er andleg píning,“ sagði Sævar Ciesielski, þegar hann flutti eigin varnarræðu fyrir Sakadómi Reykjavíkur árið 1977. „Saklaust fólk er látið játa á sig rangar sakir og svo er því kúplað út úr þjóðfélaginu.“ MYND/BJARN LEIFUR BJARNLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.