Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.03.2013, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 20138 SÆTAR KVÖLDSTUNDIR Það er indælt að stinga sér inn í hlýtt ferðahýsi að kveldi með grillaðan eftirmat til að gæða sér á. Þá er tilvalið að hafa hann á hollustunótum og bera fram grillaðan ananas með kanilsyk- urssmjöri. Skerið átta sneiðar af ferskum ananas fyrir fjóra. Blandið saman 4 matskeiðum af smjöri, 3 matskeiðum af púðursykri og einni teskeið af kanil og penslið ananas- sneiðarnar með blöndunni. Grillið á álbakka þar til gyllt og mjúkt og berið fram með ís og karamellu- eða súkkulaðisósu. Gott er að sáldra yfir söxuðum hnetum eða ristuðu kókos- mjöli. Lárus hafði verið að skoða áströlsk hjólhýsi þegar hugmyndin kviknaði að því að smíða eitt slíkt fyrir íslenskar aðstæður. „Ég er jeppa- maður og hafði til margra ára verið að leita mér að einhverju sem er þægi- legra en tjald. Rakst svo á áströlsk hýsi sem kallast teardrop-trailer sem eru pínulitlir vagnar með rúmi sem er hægt að skríða inn í og fá sér blund,“ segir Lárus um upphaf og tilurð há- fjallahjólhýsisins sem hann vinnur nú að. Hjólhýsið er 3,5 metrar á lengd, 1,7 metrar á breidd og 1,6 metrar á hæð, úr stálgrind sem klædd er með ál- og timburplötum. „Það er mun sterk- byggðara en hefðbundin hjólhýsi, er á stórum dekkjum og smíðað til að þola einstaklega erfiðaðar aðstæður. Það er ótrúlega létt og vegur ekki nema um 950 kíló.“ Lárus er enn ekki búinn að klára hýsið en stefnir á það í sumar. „Ég stalst í smá prufuferð í fyrrasumar. Það var mjög hlýtt og gott og maður fann ekki fyrir vindi í því.“ Inni í hýs- inu er queen-size rúm og því nóg pláss fyrir par með eitt barn. Þá eru veggirn- ir einangraðir með 40 millimetra ein- angrun. „Innréttingarnar eru svipað- ar og eru í Econoline-bílunum en ég á eftir að útbúa eldunaraðstöðu og setja gasmiðstöð í hjólhýsið.“ Hugmyndin með smíðinni var að lengja sumarið en Lárus segist þó hafa ferðast minna undanfarin ár af mörg- um sökum. „Bæði er orðið dýrt að ferðast vegna olíu- og dekkjakostnað- ar og svo eignuðumst við Helga Dröfn Jónsdóttir okkar fyrsta barn í vetur. Þá erum við líka að flytja svo það hefur eðlilega hægt aðeins á smíðinni og ferðalögunum.“ Þegar hjólhýsið verður klárt hefur Lárus planað ferðalag þvert yfir Ísland, frá Reykjavík til Egils staða eftir slóðum og línuvegum. Kostnaðurinn við að smíða svona græju er töluverður og verkefnið er tímafrekt. „Þetta er mikil vinna og ég hef verið á hrakhólum með hýsið. Var með það í geymslu í eitt og hálft ár en nú er ég kominn aftur með húsnæði.“ Lárus er tölvufræðingur og sjálf- menntaður í hjólhýsasmíðum. „Ég hef alla tíð lagað mína jeppa sjálfur og er sjálflærður í rafsuðu. Ég hef þó fengið mikla aðstoð við smíðina á hjólhýsinu frá Guðmundi Höskuldssyni bifreiða- smiði ásamt fleiri góðum félögum.“ Lárus segist hissa á ríkinu sem rukkar 13 prósent aðvinnslugjald af öllu efni sem fer í smíðina og áætl- aðri vinnu. „Ég þarf að áætla á mig lágmarksvinnutíma og kaup og taka saman allan efniskostnað. Ofan á það leggur ríkið svo aðvinnslugjöld. Það er ansi furðulegt að vera rukkaður um skatt fyrir áhugamálið sitt og frítíma. Nógu dýrt er þetta samt.“ Heimasmíðað háfjallahjólhýsi Um mitt ár 2008 fæddist hugmynd hjá Lárusi Rafni Halldórssyni að smíða hjólhýsi að ástralskri fyrirmynd sem myndi þola íslenskar aðstæður. Smíðinni er ekki enn lokið, enda smíðað á kvöldin og um helgar þegar peningar eru afgangs um mánaðamót. Háfjallahjólhýsið er sterkbyggðara en hefðbundin hjólhýsi, er á stórum dekkjum og smíðað til að þola einstaklega erfiðaðar aðstæður. Það er ótrúlega létt og vegur ekki nema um 950 kíló. Byrjað að innrétta. Komin grind yfir hýsið.Búið að klæða botngrindina. Unnið í hjólabúnaði sem er ansi öflugur. Byrjað á grindinni í þröngu rými. Dýrasti húsbíll veraldar er Vantare Platinum Plus sem kostar rúmlega 300 milljónir króna. Húsbíllinn er eðli málsins samkvæmt hinn glæsilegasti enda hefur hann viðurnefnið „Beverly Hills mansion on wheels“ ytra. Inngangur- inn skartar tröppum úr fágætum Inka-marmara og innréttingar húsbílsins einkennast að mestu leyti af ítölsku gæðaleðri, kristal og glæsilegum viði. Stofan í húsbílnum inniheldur ítölsk glæsihúsgögn og þar má meðal annars finna vínskáp með sérhönnuð vínglösum eftir hönnuðinn Michael Weems og karöflu frá Neiman Marcus. Auðvitað fylgir húsbílnum flatskjár. Hann stendur við hjónarúmið en hægt er að færa hann með einu handtaki niður í gólfið þegar hann er ekki í notkun. Einnig má finna glæsilega innréttaðan eldhúskrók í bílnum en þótt húsbíllinn sé dýr fylgir kokkur ekki með í kaupunum. Rúsínan í pylsuendanum er svo hólf milli fram- og afturdekkja bílsins þar sem hægt er að koma fyrir litlum sportbíl enda er ekki létt verk að skjótast á ströndina eða út í búð á svo stórum og miklum bíl. Bensín- tankur húsbílsins tekur 890 lítra af bensíni þannig að bílstjórinn þarf ekki að stoppa á mörgum bensínstöðvum á ferðalaginu. Dýrasti húsbíllinn 1 2 3 4 5 Veistu hver ég var? Siggi Hlö Laugardaga kl. 16 – 18.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.